Málsnúmer 2025021350Vakta málsnúmer
Rætt um framtíðarsýn og stefnumótun í bílastæðamálum miðbæjar Akureyrar.
Málshefjandi er Gunnar Már Gunnarsson B-lista sem ásamt Sunnu Hlín Jóhannesdóttur B-lista leggur fram eftirfarandi tillögu:
Í ljósi mikillar uppbyggingar í miðbæ Akureyrar er nauðsynlegt að endurskoða og móta skýra stefnu í bílastæðamálum. Skipulag miðbæjarins og aðgengi að bílastæðum hefur veruleg áhrif á þjónustu og verslun, samgöngur og uppbyggingu ferðaþjónustu. Nauðsynlegt er að tryggja að framtíðarlausnir taki mið af þörfum íbúa, fyrirtækja og gesta, á sama tíma og horft er til breyttra ferðavenja. Við leggjum til að skipulagsráð fari í heildstæða greiningu og stefnumótun fyrir bílastæðamál í miðbæ Akureyrar. Jafnframt að sú vinna fari fram í samráði við hlutaðeigandi aðila.
Til máls tóku Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Jón Hjaltason, Halla Björk Reynisdóttir og Lára Halldóra Eiríksdóttir.
Viðaukinn er vegna kjarasamninga sem gerðir hafa verið undanfarna mánuði, m.a. við aðildarfélög BHM og KÍ, samtals 555 m.kr. 489 m.kr. eru millifærðar úr launapottum sem settir voru í áætlun til að mæta ógerðum kjarasamningum. Útgjaldaaukning vegna kjarasamninganna eru samtals 66 m.kr. Samhliða viðaukanum er gerð leiðrétting á launaáætlun málaflokks fatlaðra, samtals 25 m.kr. Útgjaldaaukning vegna viðaukans er 91 m.kr. og er mætt með lækkun á handbæru fé.