Bæjarstjórn

3546. fundur 21. maí 2024 kl. 16:00 - 17:24 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
 • Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar
 • Heimir Örn Árnason
 • Hlynur Jóhannsson
 • Ásrún Ýr Gestsdóttir
 • Jón Hjaltason
 • Gunnar Már Gunnarsson
 • Andri Teitsson
 • Hilda Jana Gísladóttir
 • Hulda Elma Eysteinsdóttir
 • Lára Halldóra Eiríksdóttir
 • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
Starfsmenn
 • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
 • Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá
Í upphafi fundar greindi forseti frá því að Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir bæjarfulltrúi V-lista sé komin í fæðingarorlof. Ásrún Ýr Gestsdóttir leysir Jönu af sem aðalfulltrúi í bæjarstjórn fram til 1. júlí næstkomandi og svo aftur frá 1. september næstkomandi og út febrúar 2025.

1.Breytingar í nefndum

Málsnúmer 2024050715Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Jönu Salóme Ingibjargar Jósepsdóttur V-lista um breytingu á skipan fulltrúa í bæjarráði. Ásrún Ýr Gestsdóttir verði áheyrnarfulltrúi í stað Jönu Salóme Ingibjargar Jósepsdóttur til 1. júlí næstkomandi.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Breytingar í nefndum

Málsnúmer 2024050716Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Jönu Salóme Ingibjargar Jósepsdóttur V-lista um breytingu á skipan fulltrúa í bæjarráði. Sif Jóhannesar Ástudóttir verði varaáheyrnarfulltrúi í stað Ásrúnar Ýrar Gestsdóttur til 1. júlí næstkomandi.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Frístundaheimili - stefnumótun

Málsnúmer 2023050658Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 8. maí 2024:

Liður 3 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 29. apríl 2024:

Lögð fram til samþykktar stefnumótun um frístundaheimili Akureyrarbæjar.

Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Pollý Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Helga Jónasdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Helena Kristín Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Jóhanna María Agnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir framlagða stefnumótun og vísar henni til umræðu og samþykktar í bæjarráði.

Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagða stefnumótun um frístundaheimili Akureyrarbæjar og vísar henni til samþykktar í bæjarstjórn.

Heimir Örn Árnason kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða stefnu um frístundaheimili í grunnskólum Akureyrarbæjar með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Frístundaheimili - viðmiðunarreglur

Málsnúmer 2023110385Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 8. maí 2024:

Liður 4 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 29. apríl 2024:

Lagðar fram til samþykktar viðmiðunarreglur um frístundaheimili Akureyrarbæjar.

Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Pollý Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Helga Jónasdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Helena Kristín Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Jóhanna María Agnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir framlagðar viðmiðunarreglur og vísar þeim til umræðu og samþykktar í bæjarráði.

Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir viðmiðunarreglur um frístundaheimili Akureyrarbæjar og vísar þeim til samþykktar í bæjarstjórn.

Heimir Örn Árnason kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðar viðmiðunarreglur fyrir frístundaheimili í grunnskólum Akureyrarbæjar með 11 samhljóða atkvæðum.

5.Samningur um þjónustu við fatlað fólk í Eyjafirði

Málsnúmer 2023090320Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 8. maí 2024:

Lögð fram drög að samningi Akureyrarbæjar, Eyjafjarðarsveitar, Grýtubakkahrepps, Hörgársveitar og Svalbarðsstrandarhrepps um sameiginlegt þjónustusvæði í Eyjafirði um þjónustu við fatlað fólk.

Velferðarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa samningnum til síðari umræðu í bæjarstjórn í samræmi við 18. gr. sveitarstjórnarlaga.

6.Landnotkun svæðis sunnan Naustagötu - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 2023121373Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 15. maí 2024:

Lögð fram að lokinni kynningu skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 fyrir svæði sunnan Naustagötu. Drög voru kynnt frá 3. apríl 2024 t.o.m. 25. apríl 2024 og bárust 3 umsagnir og 1 athugasemd.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu á aðalskipulagi svæðisins verði auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, óbreytt frá þeirri tillögu sem kynnt var sem vinnslutillaga.

Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að tillaga að breytingu á aðalskipulagi fyrir svæði sunnan Naustagötu verði auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, óbreytt frá þeirri tillögu sem kynnt var sem vinnslutillaga.

7.Leikskólalóð sunnan Naustagötu - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2024031135Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 15. maí 2024:

Lögð fram að lokinni kynningu skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hagahverfis sem felur í sér að afmörkuð er tæplega 1 ha leikskólalóð þar sem nú er bæjartorfan Naust II. Er gert ráð fyrir að á lóðinni verði heimilt að byggja um 2.000 fm leikskóla á allt að 2 hæðum. Er breytingin í samræmi við breytingu á aðalskipulagi sem kynnt var samhliða.

Skipulagsráð leggur til að bæjarstjórn samþykki að auglýsa breytinguna skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða breytingu á aðalskipulagi fyrir svæðið.

Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Hagahverfis skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða breytingu á aðalskipulagi fyrir svæðið.

8.Hafnarstræti 87-89 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2023121163Vakta málsnúmer

Liður 5 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 15. maí 2024:

Drög að deiliskipulagstillögu voru kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 13. mars 2024 t.o.m. 3. apríl 2024. Engar athugasemdir bárust á kynningartímanum en 2 umsagnir bárust frá Norðurorku og Minjastofnun Íslands.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi sem snýr að uppbyggingu undir kirkjutröppunum og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Andri Teitsson kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu að deiliskipulagi sem snýr að uppbyggingu undir kirkjutröppunum og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Erindi til eigenda Norðurorku hf. vegna fjármögnunar

Málsnúmer 2023061507Vakta málsnúmer

Liður 4 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 16. maí 2024:

Lagt fram erindi dagsett 7. maí 2024 þar sem Eyþór Björnsson forstjóri f.h. Norðurorku óskar eftir því að eigendur Norðurorku taki ábyrgð á lánum hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð kr. 800 milljónir vegna framkvæmda á starfssvæði Norðurorku, sérstaklega í verkefnum tengdum hitaveitu og fráveitu.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til bæjarstjórnar.

Hlynur Jóhannsson kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar í samræmi við hlutfall eignarhalds, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Norðurorku hf. hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 800.000.000, í samræmi við lánsumsókn í vinnslu hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Nær samþykki bæjarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir. Þá hefur bæjarstjórnin kynnt sér gildandi græna umgjörð Lánasjóðs sveitarfélaga og samþykkir að ráðstöfun lánsins falli að henni.

Er lánið tekið til fjármögnunar á hitaveituframkvæmdum og framkvæmdum við fráveitu sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Bæjarstjórn skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Norðurorku hf. til að breyta ekki ákvæði samþykkta Norðurorku hf. sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.

Fari svo að Akureyrarbær selji eignarhlut í Norðurorku hf. til annarra opinberra aðila, skuldbindur bærinn sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.

Jafnframt er Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Akureyrarbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

10.Verkefni nefnda og ráða 2024 - fræðslu- og lýðheilsuráð

Málsnúmer 2024030726Vakta málsnúmer

Umræða um fræðslu- og lýðheilsumál.

Málshefjandi var Heimir Örn Árnason.

Til máls tóku Gunnar Már Gunnarsson, Hilda Jana Gísladóttir, Heimir Örn Árnason, Jón Hjaltason, Halla Björk Reynisdóttir, Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Lára Halldóra Eiríksdóttir.

11.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2023010626Vakta málsnúmer

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 10. maí 2024
Bæjarráð 8. og 16. maí 2024
Skipulagsráð 15. maí 2024
Umhverfis- og mannvirkjaráð 7. maí 2024
Velferðarráð 8. maí 2024

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir

Fundi slitið - kl. 17:24.