Bæjarstjórn

3287. fundur 15. júní 2010 kl. 16:00 - 17:30 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Geir Kristinn Aðalsteinsson forseti bæjarstjórnar
  • Hlín Bolladóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Inda Björk Gunnarsdóttir
  • Oddur Helgi Halldórsson
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Hermann Jón Tómasson
  • Ólafur Jónsson
  • Sigurður Guðmundsson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Harðardóttir skrifstofustjóri
Dagskrá

1.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum

Málsnúmer 2010060027Vakta málsnúmer

Forseti las upp eftirrarandi bréf frá Sigrúnu Björk Jakobsdóttur bæjarfulltrúa:

Ágæta bæjarstjórn.
Af persónulegum ástæðum þá hef ég áveðið að segja af mér störfum sem oddvita Sjálfstæðisflokksins hér í bæ og óska hér með eftir lausn frá setu í bæjarstjórn Akureyrar til loka kjörtímabilsins.
Að baki eru átta farsæl ár í bæjarstjórn. Ég er mjög stolt af þessum tíma og þeim framfaramálum sem ég hef tekið þátt í að vinna að fyrir bæinn. Starf bæjarfulltrúa er mjög gefandi starf. Ég hef öðlast mikla og dýrmæta reynslu á undanförnum árum og fyrir það vil ég þakka.
Ég vil jafnframt nota tækifærið og þakka starfsmönnum bæjarins fyrir afar gott samstarf á þessum árum.
Ég óska nýjum bæjarfulltrúum allra heilla í ykkar mikilvægu störfum fyrir Akureyringa.

Akureyri 1. júní 2010
Með vinsemd og virðingu,
Sigrún Björk Jakobsdóttir (sign)

Bæjarstjórn samþykkir lausnarbeiðnina með 11 samhljóða atkvæðum. Bæjarstjórn færir Sigrúnu Björk bestu þakkir fyrir vel unnin störf í þágu Akureyrarbæjar. Ólafur Jónsson er boðinn velkominn til starfa sem aðalfulltrúi í bæjarstjórn.

2.Kosning nefndar til eins árs

Málsnúmer 2010060034Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 5 aðalfulltrúar í bæjarstjórn og 5 til vara.

Fram komu listi með nöfnum þessara aðalmanna:

Oddur Helgi Halldórsson formaður

Geir Kristinn Aðalsteinsson varaformaður  

Halla Björk Reynisdóttir

Guðmundur Baldvin Guðmundsson

Ólafur Jónsson

Sigurður Guðmundsson (áheyrnarfulltrúi)

Hermann Jón Tómasson (áheyrnarfulltrúi)

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir (áheyrnarfulltrúi)

 

Varamenn:

Tryggvi Gunnarsson

Hlín Bolladóttir

Inda Björk Gunnarsdóttir

Petrea Ósk Sigurðardóttir

Njáll Trausti Friðbertsson

Anna Hildur Guðmundsdóttir (áheyrnarfulltrúi)

Sigrún Stefánsdóttir (áheyrnarfulltrúi)

Edward H. Huijbens (áheyrnarfulltrúi) b

 

Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa átti um, lýsti forseti þetta fólk réttkjörið.

3.Kosning forseta og skrifara bæjarstjórnar til eins árs 2010-2011

Málsnúmer 2010060033Vakta málsnúmer

1. Kosning forseta bæjarstjórnar.
Við kosningu forseta hlaut bæjarfulltrúi Geir Kristinn Aðalsteinsson 6 atkvæði, 5 seðlar voru auðir.
Lýsti forseti Geir Kristinn Aðalsteinsson réttkjörinn forseta bæjarstjórnar til eins árs.

Nýkjörinn forseti bæjarstjórnar Geir Kristinn Aðalsteinsson tók nú við fundarstjórn.

2. Kosning 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar.
Við kosningu 1. varaforseta bæjarstjórnar hlaut bæjarfulltrúi Hermann Jón Tómasson 6 atkvæði, 5 seðlar voru auðir.
Lýsti forseti Hermann Jón Tómasson réttkjörinn sem 2. varaforseta.

3. Kosning 2ja skrifara bæjarstjórnar og 2ja til vara.
Fram kom tillaða með nöfnum þessara aðalmanna:
Hlín Bolladóttir
Guðmundur Baldvin Guðmundsson

Varamenn:
Inda Björk Gunnarsdóttir
Andrea Sigrún Hjálmsdóttir

Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa átti um, lýsti forseti þetta fólk réttkjörið.

 

4.Sveitarstjórnarkosningar 29. maí 2010

Málsnúmer 2010030124Vakta málsnúmer

Oddur Helgi Halldórsson las upp bréf frá formanni kjörstjórnar á Akureyri svohljóðandi:

Akureyri, 14. júní 2010
Bæjarstjórn Akureyarkaupstaðar
Geislagötu 9
600 Akureyri


Efni:

Greinargerð kjörstjórnar vegna bæjarstjórnarkosninga 2010.

Samkvæmt 2. mgr. 95. gr. laga nr. 5/1998 er nýkjörinni bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hér með send greinargerð kjörstjórnarinnar á Akureyri vegna nýafstaðinna bæjarstjórnarkosninga.

Kjörstjórn kom fyrst saman miðvikudaginn 7. apríl 2010 hjá Sýslumanninum á Akureyri til innsiglunar kjörkassa vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu. Með innsiglun kjörkassa vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu hófst formlegur undirbúningur bæjarstjórnarkosningana, en alls hélt kjörstjórn 13 fundi auk kjörfundar á kjördag. Með bréfi þessu til nýkjörinnar bæjarstjórnar telst störfum kjörstjórnar lokið.

Úrslit kosninganna urðu þau að:

A-listi Bæjarlistans hlaut 799 atkvæði og einn mann kjörinn.
B-listi Framsóknarflokksins hlaut 1177 atkvæði og einn mann kjörinn.
D-listi Sjálfstæðisflokksins hlaut 1220 atkvæði og einn mann kjörinn.
L-listi L-listans, lista fólksins hlaut 4142 atkvæði og sex menn kjörna.
S-listi Samfylkingarinnar hlaut 901 atkvæði og einn mann kjörinn.
V-listi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs hlaut 960 atkvæði og einn mann kjörinn.

Alls kusu á kjörstað 8518 kjósendur og utan kjörfundar kusu 1019 kjósendur, eða alls 9537 sem gerir 74,65% kjörsókn, en á kjörskrá voru á kjördag 12775 kjósendur í Akureyrarkaupstað. Auðir atkvæðisseðlar voru 310 og ógildir voru 28. Kjörbréf til handa nýrri bæjarstjórn voru gefin út af kjörstjórn þann 1. júní 2010.

Kjörfundur í Akureyarkaupstað gekk vel, en kosið var á þremur stöðum í sveitarfélaginu, á Akureyri og í Hrísey og í Grímsey. Kjörfundur hófst klukkan 9:00 og lauk honum klukkan 22:00, en talningu atkvæða var lokið klukkan 01:15.

Samhliða bæjarstjórnarkosningu í Grímsey, var kosið um hunda- og kattahald í eyjunni og varð niðurstaðan þeirra kosninga sú að hundahaldi voru 20 kjósendur samþykkir en andvígir voru 33. Kattahaldi voru 3 kjósendur samþykkir en andvígir 47. Einn atkvæðisseðill var úrskurðaður ógildur og einn var auður.

Kjörstjórn þakkar starfsmönnum Akureyarbæjar, undirkjörstjórnum, talningarfólki sem og öðrum þeim sem að kosningunum komu vel unnin störf í þágu bæjarfélagsins og óskar nýkjörinni bæjarstjórn velfarnaðar í störfum sínum í þágu bæjarbúa.


F.h. Kjörstjórnarinnar á Akureyri,


Helgi Teitur Helgason

Að þessu loknu bauð Oddur Helgi Halldórsson bæjarfulltrúa velkomna til starfa og gaf bæjarfulltrúa Geir Kristni Aðalsteinssyni orðið.

Yfirlýsing L-lista sem skipar meirihlutann í bæjarstjórn.
Bæjarfulltrúi Geir Kristinn Aðalsteinsson las upp yfirlýsingu frá meirihlutanum.
Oddur Helgi Halldórsson leyfði síðan umræður um yfirlýsingu meirihlutans og tók bæjarfulltrúi Hermann Jón Tómasson til máls.

5.Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - aðalfundur 2010

Málsnúmer 2010060040Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 9. júní 2010 frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar þar sem boðað er til aðalfundar þann 23. júní nk. kl. 15:00 í Hótel Natur, Svalbarðsstrandarhreppi.

Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að fela Geir Kristni Aðalsteinssyni að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum.

6.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2010 - fundargerð dags. 12. maí 2010

Málsnúmer 2010010128Vakta málsnúmer

21. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 27. maí 2010:
Skipulagsstjóri lagði fram til kynningar fundargerð 298. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 7 liðum, dags. 12. maí 2010. Skipulagsstjóri óskar eftir staðfestingu bæjarstjórnar á 2., 4. og 7. lið. Aðrir liðir gefa ekki tilefni til ályktunar.

Bæjarstjórn staðfestir 2., 4. og 7. lið í fundargerð skipulagsstjóra dags. 12. maí 2010 með 11 samhljóða atkvæðum.

7.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2010 - fundargerð dags. 19. maí 2010

Málsnúmer 2010010128Vakta málsnúmer

22. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 27. maí 2010:
Skipulagsstjóri lagði fram til kynningar fundargerð 299. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 11 liðum, dags. 19. maí 2010. Skipulagsstjóri óskar eftir staðfestingu bæjarstjórnar á 1., 2., 4., 5., 7., 9., 10., og 11. lið. Aðrir liðir gefa ekki tilefni til ályktunar.
Bæjarstjórn staðfestir 1., 2., 4., 5., 7., 9., 10., og 11. lið í fundargerð skipulagsstjóra dags. 19. maí 2010 með 11 samhljóða atkvæðum.

8.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2010 - fundargerð dags. 26. maí 2010

Málsnúmer 2010010128Vakta málsnúmer

15. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 9. júní 2010:
Skipulagsstjóri lagði fram til kynningar fundargerð 300. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 12 liðum, dags. 26. maí 2010. Skipulagsstjóri óskar eftir staðfestingu bæjarstjórnar á 2., 3., 5., 6., 7., 10., og 12. lið. Aðrir liðir gefa ekki tilefni til ályktunar.
Bæjarstjórn staðfestir 2., 3., 5., 6., 7., 10., og 12. lið í fundargerð skipulagsstjóra dags. 26. maí 2010 með 11 samhljóða atkvæðum.

9.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2010 - fundargerð dags. 2. júní 2010

Málsnúmer 2010010128Vakta málsnúmer

16. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 9. júní 2010:
Skipulagsstjóri lagði fram til kynningar fundargerð 301. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 8 liðum, dags. 2. júní 2010. Skipulagsstjóri óskar eftir staðfestingu bæjarstjórnar á 1., 5., 6., 7., og 8. lið. Aðrir liðir gefa ekki tilefni til ályktunar.
Bæjarstjórn staðfestir 1., 5., 6., 7., og 8. lið í fundargerð skipulagsstjóra dags. 2. júní 2010 með 11 samhljóða atkvæðum.

10.Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018. breyting á aðalskipulagi - flugvallarsvæði

Málsnúmer 2010050103Vakta málsnúmer

5. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 27. maí 2010:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 unna af Árna Ólafssyni, dags. 20. maí 2010.
Breytingarnar eru eftirfarandi:
1) Breytt afmörkun flugvallarsvæðisins til samræmis við deiliskipulag.
2) Landfylling norðan flugstöðvar stækkuð lítillega til norðurs.
3) Landfylling gerð sunnan Leiruvegar undir aðflugsvita.
4) Göngu- og reiðleið sunnan flugvallar lagfærð til samræmis við deiliskipulag.
5) Færsla á legu Brunnár.
6) Syðri vegtenging flugvallarsvæðis við Eyjarfjarðarbraut færð til suðurs til samræmis við deiliskipulag.
7) Þéttbýlismörk aðlöguð breyttri afmörkun flugvallarsvæðisins.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

11.Eyjafjarðarbraut, flugvallarsvæði - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2010040025Vakta málsnúmer

6. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 27. maí 2010:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi Akureyrarflugvallar. Tillagan er unnin af Páli Tómassyni frá Arkitektur.is ehf., dags. 20. maí 2010 f.h. Flugstoða ohf.
Breytingarnar eru eftirfarandi:
1) Breytingar á flugbrautum.
2) Breytingar á stærð og lögun vöruskemma.
3) Breytingar á byggingareit nýrrar flugstöðvar.
4) Breytingar á staðsetningu rotþróa.
5) Breytingar á aðkomu og bílastæðum.
6) Breytingar á landfyllingum.
7) Breytingar á legu göngu- og reiðstíga sunnan flugbrautar.
Skipulagsnefnd óskar eftir að bætt verði inn í greinargerðina ákvæði um tengingu fráveitu við bæjarkerfið og leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

12.Þórunnarstræti - Hrafnagilsstræti - Byggðavegur - Þingvallastræti - deiliskipulag

Málsnúmer 2010050025Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 9. júní 2010:
Skipulagsstjóri lagði fram lítillega breytta tillögu að deiliskipulagi reits sem afmarkast af Þórunnarstræti - Hrafnagilsstræti - Byggðavegi - Þingvallastræti. Tillagan er unnin af X2 hönnun - skipulagi ehf., dags. 31. maí 2010. Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að gera lagfæringar á texta í greinargerð og á uppdrætti í samræmi við umræður á fundinum.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

13.Glerá - frá stíflu til sjávar - deiliskipulag

Málsnúmer 2010030122Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 9. júní 2010:
Erindið var auglýst í N4 Dagskránni frá 21. apríl til 2. júní 2010. Tvær athugasemdir bárust og hefur þeim verið svarað. Óskað var eftir umsögn Vegagerðarinnar og Fornleifaverndar ríkisins og bárust svör frá þeim báðum. Sjá svör við athugasemdum og ábendingum í fundargerð skipulagsnefndar dags. 9. júní 2010.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

14.Naustahverfi - áfangi 1 og 2 - breyting á deiliskipulagi - Heiðartún 1-3

Málsnúmer 2010050051Vakta málsnúmer

4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 9. júní 2010:
Lögð fram tillaga frá Fríðu M. Stefánsdóttir f.h. Reisum byggingarfélags ehf., kt. 470809-0270, að breytingu á deiliskipulagi lóðanna nr. 1-3 við Heiðartún í samræmi við bókun nefndarinnar þann 28. apríl 2010. Tillagan er unnin af X2 hönnun - skipulag ehf., dags. 7. maí 2010. Erindið var grenndarkynnt 17. maí með athugasemdarfresti til 14. júní 2010. Grenndarkynningu lokið með samþykki allra dags. 2. júní 2010.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

15.Rauðamýri 18 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2010040089Vakta málsnúmer

5. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 9. júní 2010:
Erindi dags. 13. apríl 2010 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson f.h. Kristjáns Más Magnússonar óskar eftir breytingu á deiliskipulagi. Erindið var grenndarkynnt frá 29. apríl til 27. maí 2010. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 17:30.