Bæjarstjórn

3474. fundur 05. maí 2020 kl. 16:00 - 18:13 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar
  • Hlynur Jóhannsson
  • Andri Teitsson
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Heimir Haraldsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Þórhallur Jónsson
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá

1.Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2019 - síðari umræða

Málsnúmer 2019090149Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 30. apríl 2020:

Síðari umræða um ársreikning Akureyrarbæjar fyrir árið 2019.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Eva Hrund Einarsdóttir og Heimir Haraldsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir með 5 samhljóða atkvæðum að vísa ársreikningi Akureyrarbæjar fyrir árið 2019 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti málið.

Í umræðum tóku til máls Gunnar Gíslason, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Andri Teitsson og Hilda Jana Gísladóttir.
Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2019 var borinn upp í heild sinni og samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.



Bæjarfulltrúar D-lista leggja fram eftirfarandi bókun:

Nú ber svo við að rekstur A-hluta bæjarsjóðs er jákvæður um rúmar 57 milljónir og hefur það ekki gerst síðan 2013. Ástæða þessa er í raun sú að 2013 var fráveitan seld til Norðurorku og nú var jörðin Reykir í Fnjóskadal seld til Norðurorku fyrir 83 milljónir sem dugði til að A-hluti bæjarsjóðs sýndi jákvæða niðurstöðu.

Rekstur A-hluta bæjarsjóðs hefur verið rekinn með halla mörg undanfarin ár og er skýringin sú að hluta til að lífeyrisskuldbindingar hafa verið mun hærri en áætlanir hafa gert ráð fyrir. En það út af fyrir sig réttlætir ekki þennan hallarekstur. Á síðustu tveimur árum hefur stöðugildum í A-hluta bæjarsjóðs fjölgað um 63. Þetta þýðir að launakostnaður hefur hækkað vegna þessa um 590 milljónir á ári. Við bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins höfum bent á nauðsyn þess að sýna mikið aðhald í fjölgun stöðugilda undanfarin ár, sem ekki hefur verið hlustað á.

Í opinberri umræðu um ársreikning Akureyrarbæjar er gjarnan horft til samstæðunnar þar sem Hafnarsjóður og Norðurorka eru tekin með. Hafnarsjóður og Norðurorka hafa skilað verulegum afgangi í rekstri undanfarin ár sem er frábært og hefur gert það að verkum að samstæðan öll skilar góðum afgangi eða 463 milljónum króna árið 2019. Þessi niðurstaða gefur tilefni til að ætla að rekstur Akureyrarbæjar sé í góðum málum og jafnvel að frekar sé hægt að bæta í en hagræða eins og þörf er á. Það er mat okkar að það eigi frekar að beina sjónum að niðurstöðu í rekstri A-hluta bæjarsjóðs vegna þess að afgangur í rekstri fyrirtækja í samstæðunni verður ekki nýttur í almennan rekstur A-hluta bæjarsjóðs og því er verið að gefa villandi skilaboð þegar horft er fyrst og fremst til samstæðunnar.


Bæjarfulltrúar meirihlutans leggja fram eftirfarandi bókun:

Það er ánægjulegt að rekstur A-hluta var jákvæður um rúmar 57 milljónir króna og niðurstaðan mun betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þó er mikilvægt að halda áfram að sýna aðhald í rekstri og stuðla að ábyrgri fjármálastjórn. Á sama tíma gerum við okkur öll grein fyrir því að þær aðstæður sem nú eru í samfélaginu vegna COVID-19 munu hafa veruleg áhrif á rekstur Akureyrarbæjar. Ársreikningurinn er ávallt kynntur með sama hætti.

2.Gisting á íbúðarsvæðum - rammaskipulag

Málsnúmer 2018020130Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 22. apríl 2020:

Lögð fram að lokinni auglýsingu, skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillaga að breytingu á aðalskipulagi sem felur í sér breytingu á stefnu varðandi heimildir fyrir rekstrarleyfisskylda gististarfsemi á íbúðarsvæðum. Tillagan var auglýst þann 4. mars 2020 með athugasemdafresti til 15. apríl 2020.

Ein athugasemd barst.

Lögð var fram tillaga sviðsstjóra skipulagssviðs að svari við athugasemd.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan ásamt svari við athugasemd verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar.

Ingibjörg Ólöf Isaksen kynnti tillögur skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum tillögu um breytingu á aðalskipulagi sem felur í sér breytingu á stefnu varðandi heimildir fyrir rekstrarleyfisskylda gististarfsemi á íbúðarsvæðum. Bæjarstjórn samþykkir jafnframt tillögu að svari við athugasemd.

3.Hörgárbraut - umferðaröryggismál

Málsnúmer 2020020376Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 22. apríl 2020:

Lagt fram minnisblað dagsett 16. apríl 2020 um tillögur að úrbótum til að bæta umferðaröryggi á Hörgárbraut milli Glerár og Undirhlíðar.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að farið verði í framkvæmdir samkvæmt liðum 1 - 5, sem listaðar eru upp í meðfylgjandi minnisblaði, á árinu 2020 og að framkvæmd samkvæmt lið 6 verði unnin smám saman á næstu árum.

Skipulagsráð leggur enn fremur til að hafinn verði undirbúningur framkvæmda á liðum 8 - 10. Framkvæmdir samkvæmt liðum 7, 11 og 12 þurfa lengri undirbúning og verða skoðaðar síðar ef þörf er talin á að bæta umferðaröryggi enn frekar.

Varðandi framkvæmdir samkvæmt liðum 13 og 14 þá telur skipulagsráð að miðað við fyrirliggjandi gögn sé ekki raunhæft að gerð verði undirgöng eða byggð göngubrú á þessum stað.

Ingibjörg Ólöf Isaksen kynnti tillögur skipulagsráðs.

Í umræðum tóku til máls Sóley Björk Stefánsdóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson og Gunnar Gíslason.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum tillögur skipulagsráðs um úrbætur til að bæta umferðaröryggi á Hörgárbraut milli Glerár og Undirhlíðar.

4.Gjaldskrá Héraðsskjalasafnsins á Akureyri

Málsnúmer 2020040154Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að gjaldskrá Héraðsskjalasafnsins á Akureyri. Tillagan var samþykkt í stjórn Akureyrarstofu 16. apríl 2020 og í bæjarráði 22. apríl 2020.

Hilda Jana Gísladóttir kynnti tillöguna.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu að gjaldskrá Héraðsskjalasafnsins á Akureyri.

5.Minningarsjóður Maríu Kristínar Stephensen

Málsnúmer 2020040559Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. apríl 2020 frá Háskólanum á Akureyri þar sem óskað er eftir að bæjarstjórn Akureyrarbæjar tilnefni fulltrúa í stjórn Minningarsjóðs Maríu Kristínar Stephensen. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins, sem staðfest var af dóms- og kirkjumálaráðuneytinu árið 2003, er tilgangur minningarsjóðsins að styrkja konur útskrifaðar úr framhaldsskólum á Akureyri til háskólanáms á sviði lista og raunvísinda. Stjórn sjóðsins skipa þrír menn, einn skipaður af menntamálaráðherra, einn af bæjarstjórn Akureyrarbæjar og einn af rektor Háskólans á Akureyri.
Bæjarstjórn samykkir með 11 samhljóða atkvæðum að tilnefna Láru Halldóru Eiríksdóttur sem fulltrúa Akureyrarbæjar í stjórn Minningarsjóðs Maríu Kristínar Stephensen.

6.Markaðsátak eftir COVID-19

Málsnúmer 2020040169Vakta málsnúmer

Umræða um markaðsátak fyrir Akureyrarbæ eftir COVID-19.

Hilda Jana Gísladóttir kynnti málið.

Í umræðum tóku til máls Ingibjörg Ólöf Isaksen, Eva Hrund Einarsdóttir og Guðmundur Baldvin Guðmundsson.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að verja allt að 40 milljónum króna til markaðssetningar innanlands, verkefnasjóðs til að efla framboð afþreyingar og aukaúthlutunar menningarsjóðs. Bæjarstjórn felur fjársýslusviði að útbúa viðauka vegna málsins og felur Akureyrarstofu að vinna málið áfram.

7.Starfsáætlun og stefnuumræða nefnda 2020 - frístundaráð

Málsnúmer 2020010338Vakta málsnúmer

Starfsáætlun og stefnuumræða frístundaráðs.

Anna Hildur Guðmundsdóttir formaður ráðsins kynnti áætlunina.

Í umræðum tóku til máls Eva Hrund Einarsdóttir, Hlynur Jóhannsson, Heimir Haraldsson, Þórhallur Jónsson, Anna Hildur Guðmundsdóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Gunnar Gíslason.

8.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar og viðbrögð bæjarins vegna COVID-19.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 17. og 24. april 2020
Bæjarráð 22. og 30. apríl 2020
Fræðsluráð 20. apríl 2020
Skipulagsráð 22. apríl 2020
Umhverfis- og mannvirkjaráð 17. april 2020

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir

Fundi slitið - kl. 18:13.