Bæjarstjórn

3466. fundur 21. janúar 2020 kl. 16:00 - 17:10 Hamrar í Hofi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar
  • Hlynur Jóhannsson
  • Andri Teitsson
  • Tryggvi Már Ingvarsson
  • Heimir Haraldsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Þórhallur Jónsson
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá
Tryggvi Már Ingvarsson B-lista mætti í forföllum Guðmundar Baldvins Guðmundssonar.

Í upphafi fundar bauð forseti Tryggva Má velkominn á hans fyrsta fund í bæjarstjórn á þessu kjörtímabili.

1.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2019

Málsnúmer 2018050147Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 11.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti efni viðaukans.

Í umræðum tóku til máls Gunnar Gíslason og Hilda Jana Gísladóttir.
Bæjarstjórn samþykkir viðaukann 11 samhljóða atkvæðum.

2.Rangárvellir - umsókn um breytt deiliskipulag vegna Hólasandslínu 3

Málsnúmer 2019120078Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 18. desember 2019:

Erindi dagsett 5. desember 2019 þar sem Árni Ólafsson fyrir hönd Landsnets hf., kt. 580804-2410, sækir um breytingu á deiliskipulagi Rangárvalla vegna Hólasandslínu 3. Í breytingunni felst að afmarkað er lagnabelti fyrir flutningslínur raforku í stað nákvæmrar legu hverrar línu, lóð nr. 1 er stækkuð til samræmis við heimild á gildandi skipulagi, nýir byggingarreitir skilgreindir á lóð nr. 1 fyrir tengivirki, skýringum og litasamsetningu lítillega breytt og lagnabelti yfir endurnýtingarsvæði og Liljulund fellt út.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi í samræmi við fyrirliggjandi gögn verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Ingibjörg Ólöf Isaksen kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að breyting á deiliskipulagi Rangárvalla í samræmi við fyrirliggjandi gögn verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Hólasandslína 3, lagning ídráttarröra undir vestustu kvísl Eyjafjarðarár - umsókn um framkvæmdarleyfi

Málsnúmer 2019110082Vakta málsnúmer

Liður 4 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 15. janúar 2020:

Erindi Friðriku Marteinsdóttur dagsett 7. nóvember 2019 f.h. Landsnets hf., kt. 580804-2410, þar sem sótt er um framkvæmdarleyfi fyrir lagningu 170 m langra ídráttarröra fyrir tvö 220 kV jarðstrengjasett í og undir vestustu kvísl Eyjafjarðarár. Er áætlað að vinna að framkvæmdinni samhliða byggingu brúar og lagningu stígs á þessu sama svæði. Erindinu var frestað á fundi skipulagsráðs 13. nóvember 2019 þar sem breyting á Aðalskipulagi Akureyrar sem varðar framkvæmdina hafði ekki tekið gildi í b-deild Stjórnartíðinda. Aðalskipulagsbreytingin tók gildi með auglýsingu sem birtist þann 2. janúar 2020 og er umsóknin því tekin fyrir að nýju. Fyrir liggur umsögn Umhverfisstofnunar dagsett 9. janúar 2020 um að framkvæmdin sé ekki háð leyfi stofnunarinnar.

Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmdar við lagningu ídráttarröra, sem er í samræmi við gildandi aðal- og deiliskipulag, mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar og álit Skipulagsstofnunar þar um og leggur til við bæjarstjórn að útgáfa framkvæmdarleyfisins verði samþykkt.

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdarleyfisins:

Framkvæmdin skal vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

Ingibjörg Ólöf Isaksen kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum útgáfu framkvæmdarleyfis fyrir lagningu 170 m langra ídráttarröra fyrir tvö 220 kV jarðstrengjasett í og undir vestustu kvísl Eyjafjarðarár.

4.Aðalskipulag - umsókn um breytingu á skipulagi, reiðbrú

Málsnúmer 2019120136Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 15. janúar 2020:

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi í samræmi við bókun skipulagsráðs 18. desember 2019. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir að nýta megi fyrirhugaða lagnabrú Landsnets yfir Glerárgil sem reið- og göngubrú. Felur það í sér að afmörkuð er ný reiðleið og útivistarleið þar sem lagnabrúin er fyrirhuguð. Þá er einnig gerð sú breyting að afmörkuð er útivistarleið samhliða reiðleið yfir núverandi brú sem er um 300 metrum neðar í Glerárgili.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði samþykkt. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg, sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem hún hefur hvorki verulegar breytingar á landnotkun í för með sér né sé líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða áhrif á stór svæði.

Skipulagsráð vekur athygli á því að í vinnslu er stígaskipulag fyrir Akureyri og gæti það haft áhrif á endanlega legu stíga.

Ingibjörg Ólöf Isaksen kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi sem felst í að gert er ráð fyrir að nýta megi fyrirhugaða lagnabrú Landsnets yfir Glerárgil sem reið- og göngubrú og jafnframt verði afmörkuð útivistarleið samhliða reiðleið yfir núverandi brú sem er um 300 metrum neðar í Glerárgili.

5.Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2020-2024

Málsnúmer 2020010346Vakta málsnúmer

Rætt um sóknaráætlun Norðurlands eystra fyrir árin 2020-2024. Hilda Jana Gísladóttir kynnti áætlunina.

Í umræðum tóku til máls Andri Teitsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen, Gunnar Gíslason, Sóley Björk Stefánsdóttir, Halla Björk Reynisdóttir, Eva Hrund Einarsdóttir og Heimir Haraldsson.

6.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 13. og 19. desember 2019, 9. og 16. janúar 2020
Bæjarráð 19. desember 2019 og 16. janúar 2020
Frístundaráð 18. desember 2019 og 8. janúar 2020
Fræðsluráð 16. desember 2019 og 6. janúar 2020
Skipulagsráð 18. desember 2019 og 15. janúar 2020
Stjórn Akureyrarstofu 19. desember 2019 og 9. janúar 2020
Velferðarráð 18. desember 2019 og 8. janúar 2020

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir

Fundi slitið - kl. 17:10.