Bæjarstjórn

3454. fundur 07. maí 2019 kl. 16:00 - 16:20 Hamrar í Hofi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar
  • Hlynur Jóhannsson
  • Andri Teitsson
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Heimir Haraldsson
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Þórhallur Jónsson
Starfsmenn
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá
Heimir Haraldsson S-lista mætti í forföllum Dagbjartar Elínar Pálsdóttur.

1.Reglur um félagslegt leiguhúsnæði Akureyrarbæjar 2019

Málsnúmer 2019030179Vakta málsnúmer

Lögð fram til afgreiðslu drög að endurskoðuðum reglum um félagslegt leiguhúsnæði Akureyrarbæjar.

Drögin voru til umfjöllunar í velferðarráði 20. mars 2019 og aftur 3. apríl 2019 þegar þau voru samþykkt.

Bæjarráð fjallaði um drögin 11. apríl 2019 og aftur 2. maí og vísaði þá málinu til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti helstu breytingar á reglunum.
Bæjarstjórn samþykkir reglur um félagslegt leiguhúsnæði Akureyrarbæjar með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Ásatún, spennistöð - umsókn um lóð

Málsnúmer 2018100085Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 24. apríl 2019:

Erindi Lilju Filipusdóttur dagsett 26. mars 2019, f.h. Norðurorku hf., kt. 550978-0169, þar sem lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Naustahverfis vegna færslu spennistöðvar frá Miðhúsabraut að Ásatúni.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga.

Ingibjörg Ólöf Isaksen kynnti tillögu skipulagsráðs.

Auk hennar tók Sóley Björk Stefánsdóttir til máls.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Hafnarstræti 67-69 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2018100368Vakta málsnúmer

Liður 5 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 10. apríl 2019:

Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu tillaga að breytingu á deiliskipulagi Drottningarbrautarreits sem nær til Hafnarstrætis 67-79, húsaraðar vestan götu. Í tillögunni felst breyting á skilmálum þannig að ekki er gerð krafa um að nýbyggingar verði steinsteyptar að öllu leyti heldur verði heimilt að þeir hlutar húsa sem eru ofan 1. hæðar geti verið úr léttbyggðu burðarefni. Gilda þessir skilmálar einnig um breytingar og endurbætur núverandi húsa í húsaröðinni. Var tillagan auglýst 30. janúar 2019 með athugasemdafresti til 13. mars 2019. Umsagnir bárust frá Minjastofnun og Árna Ólafssyni skipulagsráðgjafa en engar athugasemdir. Þá er lögð fram umsögn sviðsstjóra skipulagssviðs um efnisatriði umsagna.

Skipulagsráð samþykkir deiliskipulagsbreytinguna með þeirri breytingu frá auglýstri tillögu að hún nái eingöngu til lóðar 67-69. Er skipulagssviði falið að ganga frá gildistöku breytingarinnar.

Ingibjörg Ólöf Isaksen kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir deiliskipulagsbreytinguna með 11 samhljóða atkvæðum með þeirri breytingu frá auglýstri tillögu að hún nái eingöngu til lóðar 67-69. Jafnframt er skipulagssviði falið að ganga frá gildistöku breytingarinnar.

4.Stefnumótun og framtíðarsýn

Málsnúmer 2019050071Vakta málsnúmer

Umræður um stefnumótun Akureyrarbæjar og framtíðarsýn.

Halla Björk Reynisdóttir tók til máls og kynnti m.a. tillögu um að unnið verði að því að samræma og uppfæra stefnur bæjarins með heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi.

Í umræðum tóku til máls Eva Hrund Einarsdóttir, Hilda Jana Gísladóttir, Gunnar Gíslason og Halla Björk Reynisdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að fara í vinnu við að samræma og uppfæra stefnur bæjarins með heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi og felur bæjarstjóra ásamt forseta bæjarstjórnar að skipuleggja vinnuna.
Eftirtaldar fundargerðir voru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 11., 17. og 26. apríl 2019
Bæjarráð 2. maí 2019
Fræðsluráð 12. apríl 2019
Kjarasamninganefnd 26. apríl 2019
Skipulagsráð 24. apríl 2019
Stjórn Akureyrarstofu 16. apríl og 2. maí 2019
Umhverfis- og mannvirkjaráð 12. apríl 2019
Velferðarráð 24. apríl 2019

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir

Fundi slitið - kl. 16:20.