Bæjarstjórn

3449. fundur 19. febrúar 2019 kl. 16:00 - 19:15 Hamrar í Hofi
Nefndarmenn
 • Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar
 • Hlynur Jóhannsson
 • Andri Teitsson
 • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
 • Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
 • Heimir Haraldsson
 • Hilda Jana Gísladóttir
 • Gunnar Gíslason
 • Jana Salóme I. Jósepsdóttir
 • Lára Halldóra Eiríksdóttir
 • Þórhallur Jónsson
Starfsmenn
 • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
 • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir B-lista mætti í forföllum Ingibjargar Ólafar Isaksen.
Heimir Haraldsson S-lista mætti í forföllum Dagbjartar Elínar Pálsdóttur.
Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista mætti í forföllum Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttur.
Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista mætti í forföllum Evu Hrundar Einarsdóttur.

Forseti bauð Jönu Salóme Ingibjargar Jósepsdóttur velkomna en hún sat sinn fyrsta fund í bæjarstjórn.

Forseti leitaði afbrigða til að taka tvö mál á dagskrá: Breytingar í nefndum 2018-2022 - stjórn Hafnasamlags Norðurlands, sem verði 2. liður á dagskrá og Kosning nefnda 2018-2022 - nýtt öldungaráð, sem verði 4. liður á dagskrá. Var það samþykkt.

1.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum 2018-2022 - fræðsluráð

Málsnúmer 2018060500Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga D-lista um breytingu á skipan fulltrúa í fræðsluráði:

Berglind Ósk Guðmundsdóttir tekur sæti varafulltrúa í stað Marsilíu Drafnar Sigurðardóttur.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum 2018-2022 - stjórn Hafnasamlags Norðurlands

Málsnúmer 2018060500Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga V-lista um breytingar á skipan fulltrúa í stjórn Hafnasamlags Norðurlands:

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir verður aðalfulltrúi í stað Edwards H. Huijbens. Sóley Björk Stefánsdóttir verður varafulltrúi í stað Jönu Salóme Ingibjargar Jósepsdóttur.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Öldungaráð 2019 - samþykkt

Málsnúmer 2018120115Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 7. febrúar sl. drög að samþykkt fyrir öldungaráð og vísaði þeim til samþykktar í bæjarstjórn. Jafnframt óskaði bæjarráð eftir umsögn öldungaráðs um drögin áður en þau væru lögð fyrir bæjarstjórn.

Öldungaráð tók drögin fyrir á fundi 13. febrúar sl. og bókaði þá eftirfarandi:

Fulltrúar Félags eldri borgara lögðu fram tvær breytingatillögur við samþykktina og voru þær samþykktar. Samþykktinni með áorðnum breytingum er vísað til bæjarstjórnar.

Fulltrúar Félags eldri borgara lýsa ánægju með þær breytingar sem orðið hafa á drögum að samþykkt um öldungaráð. Tekið hefur verið tillit til athugasemda, tillagna, sem við settum fram. Við teljum að samþykktin sé nú mun betri en í upphaflegum drögum og muni auðvelda störf ráðsins.Halla Björk Reynisdóttir tók til máls og kynnti samþykktina og hvernig var unnið að gerð hennar.

Í umræðum tóku til máls Gunnar Gíslason og Guðmundur Baldvin Guðmundsson.
Bæjarstjórn samþykkir Samþykkt fyrir öldungaráð með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Kosning nefnda 2018-2022 - nýtt öldungaráð

Málsnúmer 2018060032Vakta málsnúmer

Kosning fulltrúa í nýtt öldungaráð - 3 aðalfulltrúar og 3 til vara.

Lögð fram tillaga um fulltrúa:Aðalmenn:

Oddur Helgi Halldórsson formaður, kt. 240359-3089

Arnrún Halla Arnórsdóttir, kt. 160177-4549

Elías Gunnar Þorbjörnsson, kt. 070380-4129Varamenn:

Halla Björk Reynisdóttir, kt. 170967-5189

Guðmundur Baldvin Guðmundsson, kt. 181262-5089

Guðný Friðriksdóttir, kt. 181171-4059
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

5.Glerárdalur - breyting á deiliskipulagi akstursíþrótta- og skotsvæðis

Málsnúmer 2019010089Vakta málsnúmer

Liður 6 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 13. febrúar 2019:

Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi akstursíþrótta- og skotsvæðis á Glerárdal í samræmi við beiðni Fallorku ehf., kt. 600302-4180, sem var frestað á fundi skipulagsráðs 30. janúar 2019. Í breytingunni felst að lega göngustígs breytist lítillega á um 1500 m kafla, öryggismörk skotsvæðis minnka auk minniháttar breytinga á legu aðrennslispípu til samræmis við verkhönnun og endanlega legu.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga.Þórhallur Jónsson tók til máls og kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

6.Starfsáætlun og stefnuumræða nefnda 2019

Málsnúmer 2019010386Vakta málsnúmer

Starfsáætlun og stefnuumræða stjórnar Akureyrarstofu.

Hilda Jana Gísladóttir, formaður stjórnar Akureyrarstofu, gerði grein fyrir starfsáætlun stjórnarinnar.

Í umræðum tóku til máls Gunnar Gíslason, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Hilda Jana Gísladóttir, Þórhallur Jónsson, Halla Björk Reynisdóttir, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, Gunnar Gíslason (í annað sinn), Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson (í annað sinn), Hlynur Jóhannsson, Hilda Jana Gísladóttir, Þórhallur Jónsson (í annað sinn), Hilda Jana Gísladóttir og Guðmundur Baldvin Guðmundsson (í þriðja sinn).

7.Almenningssamgöngur á Akureyri - framtíðarsýn

Málsnúmer 2019020261Vakta málsnúmer

Umræða um almenningssamgöngur á Akureyri.

Málshefjandi, Gunnar Gíslason, reifaði m.a. þjónustu og notkun strætisvagna á Akureyri.

Í umræðum tóku til máls Andri Teitsson, Halla Björk Reynisdóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Hilda Jana Gísladóttir, Þórhallur Jónsson, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, Gunnar Gíslason, Hilda Jana Gísladóttir (í annað sinn), Þórhallur Jónsson (í annað sinn), Hlynur Jóhannsson, Halla Björk Reynisdóttir (í annað sinn), Gunnar Gíslason, Guðmundur Baldvin Guðmundsson (í annað sinn), Hilda Jana Gísladóttir (í þriðja sinn), Gunnar Gíslason, Hlynur Jóhannsson (í annað sinn), Halla Björk Reynisdóttir (í þriðja sinn), Hlynur Jóhannsson (í þriðja sinn) og Þórhallur Jónsson (í þriðja sinn).

8.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 7. og 14. febrúar 2019
Bæjarráð 7. og 14. febrúar 2019
Frístundaráð 6. febrúar 2019
Fræðslunefnd 4. febrúar 2019
Fræðsluráð 4. febrúar 2019
Kjarasamninganefnd 11. febrúar 2019
Skipulagsráð 13. febrúar 2019
Stjórn Akureyrarstofu 7. febrúar 2019
Umhverfis- og mannvirkjaráð 1. febrúar 2019
Velferðarráð 30. janúar og 6. febrúar 2019

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir

Fundi slitið - kl. 19:15.