Bæjarstjórn

3446. fundur 11. desember 2018 kl. 16:00 - 19:20 Hamrar í Hofi
Nefndarmenn
 • Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar
 • Dagbjört Elín Pálsdóttir
 • Hlynur Jóhannsson
 • Andri Teitsson
 • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
 • Hilda Jana Gísladóttir
 • Ingibjörg Ólöf Isaksen
 • Eva Hrund Einarsdóttir
 • Gunnar Gíslason
 • Sóley Björk Stefánsdóttir
 • Þórhallur Jónsson
Starfsmenn
 • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
 • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2019 - gjaldskrár

Málsnúmer 2018050147Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 6. desember 2018:

Lögð fram tillaga að gjaldskrám Akureyrarbæjar 2019.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagðar gjaldskrár 2019 með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson tók til máls og kynnti helstu breytingar á gjaldskrám bæjarins árið 2019.

Í umræðum tóku til máls Eva Hrund Einarsdóttir og Halla Björk Reynisdóttir.
Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir framlagðar gjaldskrár með 10 atkvæðum.

Þórhallur Jónsson D-lista greiðir atkvæði gegn tillögunni.

2.Álagning gjalda - útsvar 2019

Málsnúmer 2018120002Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 6. desember 2018:

Lögð fram tillaga um útsvarsprósentu í staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 2019 í Akureyrarkaupstað.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir að útsvarsprósenta verði 14,52%, fyrir árið 2019 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Álagning gjalda - fasteignagjöld 2019

Málsnúmer 2018120005Vakta málsnúmer

Liður 4 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 6. desember 2018:

Lögð fram tillaga að álagningu fasteignagjalda á árinu 2019.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um álagningu fasteignagjalda 2019 og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson tók til máls og kynnti tillögu að fasteignagjöldum á árinu 2019.

Í umræðum tóku til máls Gunnar Gíslason og Guðmundur Baldvin Guðmundsson.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu um álagningu fasteignagjalda 2019 með 11 samhljóða atkvæðum.Fulltrúar D-lista, V-lista og M-lista óska að eftirfarandi verði bókað:

Minnihlutinn fagnar því að tekið hefur verið tillit til bókunar hans um lækkun fasteignagjalda sem lögð var fram við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar.4.Álagning gjalda - fasteignagjöld 2019 - reglur um afslátt

Málsnúmer 2018120005Vakta málsnúmer

Liður 5 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 6. desember 2018:

Lögð fram tillaga að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2019.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2019 og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson tók til máls og kynnti tillöguna.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2019 með 11 samhljóða atkvæðum.

5.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2019-2022

Málsnúmer 2018050147Vakta málsnúmer

Liður 6 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 6. desember 2018:

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2019-2022 til bæjarstjórnar til síðari umræðu og afgreiðslu og lítur svo á að þar með hafi verið afgreidd erindi og tillögur um fjárveitingar sem borist hafa bæjarráði og vísað hefur verið til gerðar fjárhagsáætlunar.

Forseti tilkynnti að í umræðum um fjárhagsáætlunina yrði vikið frá þeirri reglu að hver bæjarfulltrúi megi að hámarki tala tvisvar við umræðu um hvert mál og engin takmörk yrðu á hversu oft bæjarfulltrúar tækju til máls í umræðunum.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson tók til máls og fór yfir helstu þætti áætlunarinnar.

Í umræðum tóku til máls Sóley Björk Stefánsdóttir, Gunnar Gíslason, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Gunnar Gíslason (í annað sinn), Halla Björk Reynisdóttir, Þórhallur Jónsson, Hilda Jana Gísladóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson (í annað sinn), Gunnar Gíslason (í þriðja sinn), Guðmundur Baldvin Guðmundsson (í þriðja sinn) og Hilda Jana Gísladóttir (í annað sinn).
Áætlunin tekur til eftirfarandi þátta:

Samstæðureikningur Akureyrarbæjar A- og B-hluti

Samstæðureikningur, Sveitarsjóður A-hluti

Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2019

Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2020

Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2021

Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2022

Framkvæmdayfirlit Akureyrarbæjar 2019-2022A-hluta stofnanir:

Aðalsjóður

Eignasjóður gatna o.fl.

Fasteignir Akureyrarbæjar

Framkvæmdamiðstöð

B-hluta stofnanir:

Bifreiðastæðasjóður Akureyrar

Byggingarsjóður Náttúrufræðistofnunar

Félagslegar íbúðir

Framkvæmdasjóður Akureyrar

Gjafasjóður ÖA

Hafnasamlag Norðurlands

Norðurorka hf.

Strætisvagnar Akureyrar

Öldrunarheimili AkureyrarAðalsjóður:

Aðalsjóður með rekstrarniðurstöðu 2019 að fjárhæð -513.032 þús. kr. og niðurstöðu á efnahagsreikningi 2019 að fjárhæð 14.997.281 þús. kr. var borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 6 samhljóða atkvæðum.

Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Gunnar Gíslason D-lista, Hlynur Jóhannsson M-lista, Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista og Þórhallur Jónsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.A-hluta stofnanir:

I. Eignasjóður gatna, rekstrarniðurstaða 2019 65.218 þús. kr.

II. Fasteignir Akureyrarbæjar, rekstrarniðurstaða 2019 497.283 þús. kr.

III. Framkvæmdamiðstöð, rekstrarniðurstaða 2019 15.019 þús. kr.

Allir þessir liðir A-hluta stofnana voru bornir upp í einu lagi og samþykktir með 6 samhljóða atkvæðum.

Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Gunnar Gíslason D-lista, Hlynur Jóhannsson M-lista, Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista og Þórhallur Jónsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.Samstæðureikningur:

Samstæðureikningur A-hluta með rekstrarniðurstöðu 2019 að fjárhæð 64.489 þús. kr. og niðurstöðu á efnahagsreikningi 32.466.740 þús. kr. var borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 6 samhljóða atkvæðum.

Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Gunnar Gíslason D-lista, Hlynur Jóhannsson M-lista, Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista og Þórhallur Jónsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.B-hluta stofnanir:

Nöfn stofnana og rekstrarniðurstöður 2019 eru:

I. Bifreiðastæðasjóður Akureyrar, rekstrarniðurstaða 1.701 þús. kr.

II. Byggingarsjóður Náttúrufræðistofnunar, rekstrarniðurstaða 136 þús. kr.

III. Félagslegar íbúðir, rekstrarniðurstaða -41.781 þús. kr.

IV. Framkvæmdasjóður Akureyrar, rekstrarniðurstaða -3.813 þús. kr.

V. Gjafasjóður ÖA, rekstrarniðurstaða -8.516 þús. kr.

VI. Hafnasamlag Norðurlands, rekstrarniðurstaða 286.093 þús. kr.

VII. Norðurorka hf., rekstrarniðurstaða 455.915 þús. kr.

VIII. Strætisvagnar Akureyrar, rekstrarniðurstaða 1.472 þús. kr.

IX. Öldrunarheimili Akureyrar, rekstrarniðurstaða -8 þús. kr.Áætlanir allra þessara B-hluta stofnana voru bornar upp í einu lagi og samþykktar með 6 samhljóða atkvæðum.

Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Gunnar Gíslason D-lista, Hlynur Jóhannsson M-lista, Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista og Þórhallur Jónsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.Samstæðureikningur Akureyrarbæjar:

Samstæðureikningur Akureyrarbæjar A- og B-hluti með rekstarniðurstöðu 2019 að fjárhæð 660.406 þús. kr. og niðurstöðu á efnahagsreikningi 2019 að fjárhæð 51.963.317 þús. kr. var borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 6 samhljóða atkvæðum.

Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Gunnar Gíslason D-lista, Hlynur Jóhannsson M-lista, Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista og Þórhallur Jónsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.Framkvæmdayfirlit Akureyrarbæjar 2019:

Aðalsjóður 629.000 þús. kr.

A-hluti 1.335.000 þús. kr.

B-hluti 2.561.300 þús. kr.

Samantekinn A- og B-hluti 3.896.300 þús. kr.

Framkvæmdayfirlitið var borið upp og samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum.

Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Gunnar Gíslason D-lista, Hlynur Jóhannsson M-lista, Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista og Þórhallur Jónsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.Eftirfarandi tillögur að bókunum vegna fjárhagsáætlunar 2019 lagðar fram:

a) Starfsáætlanir

Bæjarstjórn felur nefndum og ráðum að yfirfara starfsáætlanir í samráði við stjórnendur og gera á þeim þær breytingar sem nauðsynlegar eru með tilliti til fjárhagsáætlunar Akureyrarkaupstaðar. Bæjarstjórn mun svo taka starfsáætlanirnar til umræðu.

a) liður samþykktur með 6 samhljóða atkvæðum.

Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Gunnar Gíslason D-lista, Hlynur Jóhannsson M-lista, Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista og Þórhallur Jónsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.b) Kaup á vörum og þjónustu

Nýta skal kosti almennra útboða við framkvæmdir og vöru- og þjónustukaup þar sem því verður við komið. Sérstök áhersla verður lögð á að ná ítrustu hagkvæmni í innkaupum og meta skal endurnýjunarþörf búnaðar sérstaklega. Gerðir skulu þjónustusamningar við félög, fyrirtæki og stofnanir á þeim sviðum sem hagkvæmni slíkra samninga getur notið sín.

b) liður samþykktur með 9 samhljóða atkvæðum.

Gunnar Gíslason D-lista og Þórhallur Jónsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.c) Áherslur við framkvæmd fjárhagsáætlunar 2019

Bæjarstjórn ítrekar tilmæli til stjórnenda bæjarins um að gæta ítrasta aðhalds í öllum rekstri bæjarins á árinu 2019. Mikilvægt er að allri yfirvinnu sé haldið í lágmarki og þeim eindregnu tilmælum er beint til stjórnenda að meta vandlega yfirvinnuþörf og leita leiða til að draga úr henni. Jafnframt skulu stjórnendur meta sérstaklega þörf á nýráðningum og möguleika á hagræðingu með breyttu verkferli þegar störf losna. Allar slíkar breytingar þarf að leggja fyrir viðkomandi nefnd og bæjarráð.

c) liður samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.

Gunnar Gíslason D-lista sat hjá við afgreiðslu.Bæjarstjórn lítur svo á að með afgreiðslu frumvarpsins hafi verið afgreidd erindi og tillögur um fjárveitingar sem borist hafa bæjarráði og vísað hefur verið til gerðar fjárhagsáætlunar.

Samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum.

Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Gunnar Gíslason D-lista, Hlynur Jóhannsson M-lista, Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista og Þórhallur Jónsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.Forseti lýsti því yfir að 5. liður dagskrárinnar ásamt 6. lið í fundargerð bæjarráðs frá 6. desember 2018 séu þar með afgreiddir.Fulltrúar V-lista, D-lista og M-lista óska bókað:

Við lýsum yfir ánægju með að tillit hafi verið tekið til flestra okkar tillagna en gagnrýnum hversu ómarkviss vinnan hefur verið og að í fyrri umræðu hafi ekki öll kurl verið komin til grafar í undirbúningi fyrir fjárhagsáætlunina. Það er ljóst að þróun á rekstri aðalsjóðs er áhyggjuefni og mikilvægt er að strax í upphafi næsta árs hefjist undirbúningur að umbótum í rekstri bæjarsjóðs og A-hluta fyrirtækja bæjarins. Afar mikilvægt er að leggja áherslu á umbætur í verkefnastýringu, minnkun á sóun og að áfram verði haldið með innleiðingu straumlínustjórnunar. Við hefðum viljað sjá með skýrari hætti hvernig ætlunin er að takast á við þær loftslagsáskoranir sem við sem samfélag stöndum frammi fyrir. Við teljum að mikilvægt sé að bretta upp ermar við uppbyggingu á leikskólahúsnæði og flýta áformum um uppbyggingu þeirra leikskólabygginga sem nauðsynlegar eru til að uppfylla þarfir nútíma fjölskyldna um örugga dagvistun og góða menntun. Við leggjum áherslu á að fyrir lok þessa kjörtímabils standi öllum eins árs börnum til boða að komast í leikskóla. Enn fremur er gagnrýnivert að óljóst sé í framkvæmdaáætlun hvernig fjármagni til íþróttamála verði varið og teljum því rétt að þegar það liggur fyrir verði framkvæmdaáætlun aftur tekin fyrir í bæjarstjórn.Fulltrúar D-lista og M-lista óska bókað:

Við höfum áhyggjur af stöðu bílastæðamála í miðbænum og teljum mikilvægt að horft verði til þess að tryggja næg bílastæði samhliða því að farið verði í frekari uppbyggingu á miðbæjarsvæðinu. Þá hefðum við viljað sjá frístundastyrkinn hækka meira til að koma til móts við frístundakostnað fjölskyldna vegna barna og unglinga.

6.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2018 - viðauki

Málsnúmer 2017040095Vakta málsnúmer

Liður 8 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 6. desember 2018:

Lagður fram viðauki 16.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka að upphæð kr. 31.818.000 og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson tók til máls og kynnti innihald viðaukans.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

7.Aðgerðaáætlun gegn kynbundu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum

Málsnúmer 2017110400Vakta málsnúmer

Liður 5 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 5. desember 2018:

Aðgerðaráætlun gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum var samþykkt í velferðarráði 6. júní 2018.

Tekin fyrir að nýju til samþykktar af nýju velferðarráði.

Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs sat fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir aðgerðaráætlunina fyrir sitt leyti og vísar henni áfram til bæjarstjórnar.

Dagbjört Elín Pálsdóttir tók til máls og kynnti aðgerðaáætlunina.

Í umræðum tóku til máls Eva Hrund Einarsdóttir, Sóley Björk Stefánsdóttir, Dagbjört Elín Pálsdóttir og Gunnar Gíslason.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða áætlun með 11 samhljóða atkvæðum.

8.Uppbygging flugvallakerfisins á Íslandi og efling innanlandsflugs

Málsnúmer 2018120057Vakta málsnúmer

Starfshópur sem hafði það hlutverk að móta tillögur um uppbyggingu flugvallakerfisins á Íslandi og eflingu innanlandsflugs sem almenningssamgangna hefur skilað skýrslu til Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Í skýrslunni eru gerðar tillögur um breytingar á fyrirkomulagi innanlandsflugs og rekstri flugvalla og að innanlandsflug verði hagkvæmur kostur fyrir íbúa landsbyggðarinnar.

Skýrslan er aðgengileg á vef stjórnarráðsins: https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=33713415-f7dc-11e8-942f-005056bc530c

Málshefjendur eru Halla Björk Reynisdóttir L-lista og Eva Hrund Einarsdóttir D-lista.

Halla Björk Reynisdóttir tók til máls og fór yfir tillögur sem settar eru fram í skýrslunni. Næst tók Eva Hrund Einarsdóttir til máls og rakti meðal annars mikilvægi uppbyggingar flugvalla utan Keflavíkur.

Í umræðum tóku til máls Hilda Jana Gísladóttir, Sóley Björk Stefánsdóttir, Gunnar Gíslason, Hilda Jana Gísladóttir (í annað sinn), Ingibjörg Ólöf Isaksen og Guðmundur Baldvin Guðmundsson
Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi bókun með 11 samhljóða atkvæðum:

Bæjarstjórn Akureyrar fagnar nýútkominni skýrslu um uppbyggingu flugvallakerfisins á Íslandi og eflingu innanlandsflugs. Að koma varaflugvöllum landsins inn í efnahagsreikning ISAVIA og að breyta eigendastefnu ISAVIA á þann hátt að hún taki mið að byggðamálum, eflingu ferðaþjónustunnar og atvinnuuppbyggingar um allt land er stórt og mikilvægt skref í uppbyggingu vallanna. Þá telur bæjarstjórn að jöfnun aðgengis landsmanna að þjónustu, atvinnutækifærum og lífskjörum með niðurgreiðslum á fargjöldum í innanlandsflugi geti verið ein stærsta byggðaaðgerð sem ráðist hefur verið í á síðari árum. Bæjarstjórn hvetur Alþingi til þess að veita tillögunum framgang, svo að þær komist til framkvæmda hið fyrsta.

9.Snjómokstur í bæjarlandinu

Málsnúmer 2018120024Vakta málsnúmer

Rætt um fyrirkomulag og forgangsröðun snjómoksturs í bæjarlandinu og á þjóðvegi 1.

Andri Teitsson hóf umræðuna og fór meðal annars yfir viðbrögð innan bæjarkerfisins við óvenjumikilli snjókomu á stuttum tíma á síðustu vikum.

Í umræðum tóku einnig til máls Sóley Björk Stefánsdóttir, Gunnar Gíslason, Ingibjörg Ólöf Isaksen, Þórhallur Jónsson, Guðmundur Baldvin Guðmundsson og Hlynur Jóhannsson.

10.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
Eftirtaldar fundargerðir voru lagðar fram til kynningar:

Bæjarráð 6. desember 2018
Fræðsluráð 3. desember 2018
Stjórn Akureyrarstofu 29. nóvember 2018
Velferðarráð 5. desember 2018

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir

Að lokum tók forseti til máls og óskaði bæjarfulltrúum, starfsmönnum bæjarins, fjölskyldum þeirra og Akureyringum öllum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Fyrir hönd bæjarfulltrúa þakkaði Gunnar Gíslason góðar óskir og óskaði forseta og fjölskyldu hans gleðilegra jóla og góðs nýs árs.

Fundi slitið - kl. 19:20.