Bæjarráð

3364. fundur 23. apríl 2013 kl. 16:55 - 17:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Geir Kristinn Aðalsteinsson
  • Oddur Helgi Halldórsson
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
  • Sigurður Guðmundsson
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Logi Már Einarsson áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá

1.Alþingiskosningar 2013

Málsnúmer 2013030028Vakta málsnúmer

Erindi dags. 19. apríl 2013 frá Helga Pétri Hilmarssyni þar sem hann óskar eftir að verða tekinn á kjörskrá við kosningar til alþingis þann 27. apríl nk.

Samkvæmt 3. mgr. 27. gr. kosningalaga nr. 24/2000 er óheimilt að breyta kjörskrá ef íslenskur ríkisborgari, sem búsettur hefur verið erlendis frá því fyrir 1. desember 2004, hefur ekki sótt um til Þjóðskrár Íslands fyrir 1. desember 2012 að verða tekinn á kjörskrá.

Bæjarráð getur því ekki orðið við erindinu.

Fundi slitið - kl. 17:00.