3227. fundur
03. júní 2010
Bæjarráð - Fundargerð
3227. fundur
3. júní 2010 kl. 09:00 - 09:43
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
| Starfsmenn
|
| Sigrún Stefánsdóttir varaformaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Ólafur Jónsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Oddur Helgi Halldórsson
Gerður Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
|
| Hermann Jón Tómasson
Karl Guðmundsson
Halla M. Tryggvadóttir
Heiða Karlsdóttir fundarritari |
1. Atvinnuátaksverkefni
fyrir námsmenn og atvinnuleitendur í samvinnu við Vinnumálastofnun sumarið
2010
2010050002
Kynnt niðurstaða umsókna Akureyrarbæjar
til Vinnumálastofnunar um 31 átaksverkefni, alls u.þ.b. 150 störf
fyrir námsmenn og atvinnuleitendur sumarið 2010. Lögð fram tillaga
að ráðstöfun heimilda til ráðningar námsmanna og atvinnuleitenda.
Bæjarráð samþykkir að taka þátt í
átaksverkefninu.
2. Atvinnuátak
17-25 ára skólafólks - sumarið 2010
2010030044
Kynnt niðurstaða um fjölda umsókna í
auglýstu atvinnuátaki Akureyrarbæjar fyrir 17-25 ára skólafólk án atvinnu
í sumar. Lögð fram tillaga að endurskoðun fjárhagsáætlunar í ljósi
niðurstöðu.
Lagt fram minnisblað dags. 3. júní 2010
frá starfsmannastjóra, Höllu Margréti Tryggvadóttur.
Bæjarráð samþykkir viðbótarfjárheimild
að upphæð 7 milljónir króna vegna átaks fyrir 17-25 ára skólafólk þannig
að hægt verði að koma til móts við alla umsækjendur. Kostnaði er vísað
til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
3. Atvinnumál
- umræður
2009010238
Lagt fram til kynningar minnisblað dags.
2. júní 2010 frá Þórgný Dýrfjörð framkvæmdastjóra Akureyrarstofu og Maríu
Helenu Tryggvadóttur verkefnisstjóra ferða- og atvinnumála, um atvinnuátaksverkefni
í umsjón Akureyrarstofu 2009 og 2010. Á minnisblaðinu kemur fram
yfirlit um fjölda einstaklinga og ársverk á árunum 2009 og 2010.
Vinnumálastofnun greiðir atvinnuleysisbætur
upp í launakostnað en Akureyrarbær greiðir einstaklingunum laun skv. kjarasamningi.
4. Atvinnuátak
2010050019
Lagt fram minnisblað dags. 31. maí 2010
frá Höllu Margréti Tryggvadóttur starfsmannastjóra til kynningar á átaksverkefni
við viðhald, stígagerð og fleira. Lagt er til að 10 milljónum króna af
áður samþykktri 50 milljón króna viðbótarfjárveitingu til viðhaldsverkefna
verði ráðstafað til þessa átaksverkefnis.
Jafnframt lagt fram minnisblað dags.
1. júní 2010 frá Helga Má Pálssyni deildarstjóra framkvæmdadeildar og Guðríði
Friðriksdóttur framkvæmdastjóra Fasteigna Akureyrarbæjar varðandi viðhaldsverkefni.
Bæjarráð samþykkir að 10 milljónum
króna af áður samþykktri 50 milljón króna fjárveitingu til sérstakra viðhaldsverkefna
verði ráðstafað til þessa verkefnis.
5. Endurfjármögnun
lána frá NIB
2009030088
Lagt fram til kynningar bréf dags. 2.
júní 2010 frá Franz Árnasyni forstjóra Norðurorku hf þar sem því er komið
á framfæri að Norðurorka hf þarf ekki að nýta sér þær ábyrgðir sem Akureyrarbær
var tilbúinn til að gangast í vegna samninga við NIB eins og fram kemur
í bókun bæjarráðs frá 2. apríl og 19. nóvember 2009.
Norðurorka hf vill einnig koma á framfæri
þakklæti til yfirstjórnar Akureyrarbæjar fyrir stuðning við félagið á erfiðleikatímum.
Í lok fundar þakkaði varaformaður bæjarráðsmönnum
og starfsfólki samstarfið á kjörtímabilinu.
Fundi slitið.