Bæjarráð

3226. fundur 27. maí 2010
Bæjarráð - Fundargerð
3226. fundur
27. maí 2010   kl. 09:00 - 11:15
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Björk Jakobsdóttir formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Sigrún Stefánsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Oddur Helgi Halldórsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason áheyrnarfulltrúi
Hermann Jón Tómasson
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari1.          Almannaheillanefnd
2008100088
Lögð fram til kynningar fundargerð almannaheillanefndar dags. 21. maí 2010.


2.           Útsvar - ósk um lækkun
2010050077
Erindi dags. 21. maí 2010 þar sem  óskað er eftir lækkun á útsvari.
Fjármálastjóri, Dan Jens Brynjarsson, lagði fram gögn á fundinum.
Afgreiðsla færð í trúnaðarbók.


3.          Rótarýklúbbur Akureyrar - styrkbeiðni
2010050086
Rótarýklúbbur Akureyrar óskar eftir styrk vegna malbikunar við gerð áningarstaðar í Botnsreit.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu og vísar til bókunar sinnar frá 30. ágúst 2007.


4.          Evrópumeistaramót WPF - styrkbeiðni 2010
2010030023
4. liður í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dags. 19. maí 2010:
Erindi móttekið 4. mars 2010 frá Sigfúsi Þorgeiri Fossdal þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 300.000 til tækjakaupa og húsaleigu vegna fyrirhugaðs Evrópumeistaramóts WPF í kraftlyftingum, bekkpressu og réttstöðulyftu sem haldið verður í Íþróttahöllinni á Akureyri dagana 23.- 26. júní nk.
Stjórn Akureyrarstofu býðst til að aðstoða við kynningu og markaðssetningu á viðburðinum en getur ekki veitt styrk á móti húsaleigu í Íþróttahöllinni og vísar þeim hluta erindisins til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 100.000.


5.          Uppbygging að Hömrum
2007100076
Tekið fyrir að nýju áður á dagskrá bæjarráðs 20. maí sl.
Á fundi framkvæmdaráðs 21. maí sl. var ákveðið að verja hluta af því  50 millj. kr. viðbótarfjármagni sem var sett í viðhaldsátak til framkvæmda á Hömrum á þessu ári.
Bæjarráð vísar frekari vinnslu á framtíðarhugmyndum um uppbyggingu á Hömrum til næstu bæjarstjórnar.
Baldvin H. Sigurðsson sat hjá við afgreiðslu.


6.          Hlíðarfjall - framkvæmdir sumarið 2010
2010050083
Lagt fram ódags. minnisblað frá Kristni H. Svanbergssyni framkvæmdastjóra íþróttadeildar og Guðmundi Karli Jónssyni forstöðumanni Hlíðarfjalls.
Í ljósi góðrar afkomu í  Hlíðarfjalli á liðnum vetri samþykkir bæjarráð að nýta betri rekstrarstöðu m.v. fjárhagsáætlun til að bæta aðstöðu í fjallinu.
Jafnframt leggur bæjarráð þessu til viðbótar 10 millj. kr. til framkvæmda á skíðasvæðinu.  Hafa skal að leiðarljósi að framkvæmdir verði sem mest atvinnuskapandi.  Fjárveitingu er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.


7.          Súlur björgunarsveit - samkomulag
2006110001
Lagt fram samkomulag dags. 25. maí 2010, með fyrirvara um samþykki bæjarráðs, á milli Akureyrarbæjar og björgunarsveitarinnar Súlna á Akureyri er varðar breytingu á samningi milli aðila dags. 22. nóvember 2007 um greiðslu á styrk að upphæð 8.0 millj. kr. á árinu 2010 vegna fyrirhugaðra framkvæmda við húsnæði Súlna að Hjalteyrargötu 12. Aðilar eru sammála um að greiðslan á árinu 2010 verði 4 millj. kr og 4 millj. kr á árinu 2011.
Bæjarráð samþykkir samkomulagið og vísar því til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.


8.          Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2010
2009090066
Endurskoðun fjárhagsáætlunar vegna hækkunar tryggingagjalds 2010.
Hagsýslustjóri, Jón Bragi Gunnarsson, lagði fram gögn á fundinum.
Hækkun tryggingargjalds og endurgreiðsla Jöfnunarsjóðs hefur eftirfarandi breytingar á fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2010 í för með sér:
Fært til tekna:  Framlög úr Jöfnunarsjóði 86.664.000.
Fært til gjalda:  Launatengd gjöld 115.715.000.
Bæjarráð samþykkir þessar breytingar á fjárhagsáætlun 2010.


9.          Unglingalandsmót UMFÍ á Akureyri 2012
2010050096
Lagt fram erindi dags. 14. apríl 2010 frá formönnum Ungmennafélags Akureyrar og Ungmennasambands Eyjafjarðar þar sem óskað er eftir stuðningi Akureyrarbæjar við að halda 15. unglingalandsmót UMFÍ árið 2012 á Akureyri.
Bæjarráð lýsir heilshugar yfir stuðningi við umsóknina.


10.          Önnur mál
2010010117
Baldvin H. Sigurðsson óskar bókað:
Bæjarfulltrúi VG hvetur bæjarstjórn Akureyrar til að hafa forgöngu með norðlenskum fjármálafyrirtækjum og almenningi, til að reyna að endurvekja Sparisjóð Norðlendinga eða sambærilega fjármálastofnun úr rústum Byrs sparisjóðs, með það í huga að hér rísi traust bankastofnun sem þjóni bæði einstaklingum og fyrirtækjum til framtíðar.


Þar sem þetta er að öllum líkindum síðasti fundur  bæjarráðs á þessu kjörtímabili þakkaði formaður bæjarráðs bæjarráðsmönnum og starfsmönnum ánægjulegt samstarf og árnaði þeim allra heilla á komandi árum.


Fundi slitið.