Bæjarráð

3225. fundur 20. maí 2010
Bæjarráð - Fundargerð
3225. fundur
20. maí 2010   kl. 09:00 - 11:40
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Björk Jakobsdóttir formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Sigrún Stefánsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Víðir Benediktsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason áheyrnarfulltrúi
Hermann Jón Tómasson
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Uppbygging að Hömrum
2007100076
Lagt fram ódags. minnisblað um uppbyggingu að Hömrum unnið af fulltrúum frá Skátafélaginu Klakki og Fasteignum Akureyrarbæjar.
Guðríður Friðriksdóttir framkvæmdastjóri Fasteigna Akureyrarbæjar mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Guðríði komuna á fundinn og fyrir yfirferð á minnisblaðinu.
Afgreiðslu frestað.


2.          Málræktarsjóður - aðalfundur 2010
2010050030
Erindi dags. 10. maí 2010 frá framkvæmdastjóra Málræktarsjóðs.  Aðalfundur Málræktarsjóðs verður haldinn föstudaginn 11. júní nk. og á Akureyrarbær rétt á að tilnefna mann í fulltrúaráð.
Bæjarráð tilnefnir Hólmkel Hreinsson sem aðalmann og Þórgný Dýrfjörð sem varamann í fulltrúaráðið.


3.          Landskerfi bókasafna hf - aðalfundur 2010
2010050037
Erindi dags. 10. maí 2010 frá Sveinbjörgu Sveinsdóttur f.h. stjórnar Landskerfis bókasafna hf þar sem boðað er til aðalfundar félagsins 26. maí nk. að Höfðatúni 2 í Reykjavík kl. 15:00.
Bæjarráð felur bæjarritara, Karli Guðmundssyni, að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.


4.          Stapi lífeyrissjóður - ársfundur 2010
2010040016
Lögð fram til kynningar fundargerð ársfundar Stapa lífeyrisjóðs dags. 6. maí 2010 ásamt ársskýrslu 2009.


5.          Stofnun Árna Magnússonar - styrkbeiðni vegna útgáfu úrvals 100 örnefna vítt og breitt um landið
2010050032
Erindi dags. 7. maí 2010 frá forstöðumanni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum þar sem óskað er eftir því að Akureyrarbær styrki fyrirhugaða útgáfu úrvals 100 örnefna vítt og breitt um landið.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.


6.          Félags- og tryggingamálaráðuneytið - þjónustusamningur 2010
2009110122
Lagður fram til staðfestingar þjónustusamningur milli félags- og tryggingamálaráðuneytisins og Akureyrarkaupstaðar dags. 11. maí 2010 um þjónustu við fatlaða á Eyjafjarðarsvæðinu.
Bæjarráð staðfestir þjónustusamninginn.


7.          Slökkvilið Akureyrar - ýmis málefni
2010050026
1. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 17. maí 2010:
Þorbjörn Haraldsson slökkviliðsstjóri var í símasambandi við fundinn undir þessum lið.
Farið var yfir afkomu Slökkviliðs Akureyrar á fyrsta ársfjórðungi ársins og mönnun vakta, auk  bréfs dags. 15. apríl  2010 frá Ólafi Stefánssyni, formanni Akureyrardeildar LSS og Antoni Berg Carrasco, fulltrúa Akureyrardeildar LSS, fyrir hönd slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Slökkviliðs Akureyrar (SA) til bæjarfulltrúa bæjarstjórnar Akureyrar um þær skipulagsbreytingar sem átt hafa sér stað hjá SA.
Einnig voru kynntar hugmyndir um sameiginleg kaup á slökkvibifreið með Isavia (áður Flugstoðir), sem er betur útbúin og hentar betur til þjónustu við flugvelli og þar með aðra þjónustu sem sinna þarf. Eldri slökkvibifreið er orðin gömul og dugir engan veginn til að þjóna sínu hlutverki til framtíðar. SA hefur borist gott tilboð í slökkvibifreið.
Framkvæmdaráð þakkar slökkviliðsstjóra upplýsingar um stöðu SA.
Ennfremur er deildarstjóra framkvæmdadeildar, Helga Má Pálssyni og slökkviliðsstjóra, Þorbirni Haraldssyni, falið að ræða við slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn.
Framkvæmdaráð samþykkir kaup á nýrri slökkvibifreið miðað við fyrirliggjandi  forsendur,  þar sem ljóst er að eldri bifreið muni ekki þjóna hlutverki sínu til framtíðar. Samþykkið er háð þátttöku Isavia í kostnaði við kaupin og sölu eldri bifreiðar.
Framkvæmdaráð vísar málinu til bæjarráðs.
Deildarstjóri framkvæmdadeildar, Helgi Már Pálsson, sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir kaupin í ljósi breyttra aðstæðna og aukinnar umferðar á Akureyrarflugvelli.
Deildarstjóra framkvæmdadeildar falið að vinna áfram að málinu í samvinnu við bæjarstjóra og kostnaði er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.


8.          Sorpmál - útboð 2010
2010020076
2. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 17. maí 2010:
2. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 6. maí 2010:
Í ljósi nýrra upplýsinga vísar bæjarráð málinu aftur til framkvæmdaráðs. Lagt fram minnisblað frá Eflu hf dags 9. maí 2010 um mat á Leið A og Leið B í sorphirðu í Akureyrarkaupstað fyrir lægsta tilboð. Matið er tvíþætt, annars vegar er um að ræða mat á kostnaði tilboða og hins vegar um mat á umhverfislegum ávinningi mismunandi leiða.
Gunnar Svavarsson frá Verkfræðistofunni Eflu hf var í símasambandi við fundinn og fór yfir minnisblað vegna kostnaðar. Sveinn Hannesson og Elías Guðmundsson frá Gámaþjónustu Norðurlands ehf voru í símasambandi við fundinn og kynntu þeir sín sjónarmið.
Framkvæmdaráð þakkar Gunnari, Sveini og Elíasi fyrir þeirra upplýsingar.
Framkvæmdaráð staðfestir fyrri ákvörðun sína um samþykki á þriggja íláta leið Gámaþjónustu Norðurlands ehf.
Deildarstjóri framkvæmdadeildar, Helgi Már Pálsson, sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Meiri hluti bæjarráðs samþykkir að ganga til samninga við Gámaþjónustu Norðurlands ehf á á grundvelli tilboðsins á leið A.
Deildarstjóra framkvæmdadeildar og bæjarstjóra falin frekari úrvinnsla.
Víðir Benediktsson greiddi atkvæði gegn afgreiðslunni.

9.          Framkvæmdamiðstöð - breyting á gjaldskrá
2010050028
6. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 17. maí 2010:
Forstöðumaður gatna-, fráveitu- og hreinlætismála, Tómas Björn Hauksson, lagði fram nýja gjaldskrá fyrir Framkvæmdamiðstöð Akureyrarkaupstaðar. Með nýrri gjaldskrá á Framkvæmdamiðstöð að vera rekin án taps gagnvart aðalsjóði.
Málinu er vísað til bæjarráðs til frekari skoðunar.
Helgi Már Pálsson deildarstjóri framkvæmdadeildar sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir 30% hækkun á gjaldskrá Framkvæmdamiðstöðvar og felur forstöðumanni að kynna hækkunina vel fyrir deildum og stofnunum bæjarins.


10.          Glerárgata 32 bakhús - dagsektir
2010050055
11. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. maí 2010:
Lagt var fram bréf frá skipulagsstjóra, dags. 5. maí 2010, ásamt afriti af bréfi skipulagsstjóra til eiganda byggingarframkvæmda á lóð nr. 32 við Glerárgötu, bakhúss. Í bréfinu er gerð tillaga um tímafrest og beitingu dagsekta vegna vöntunar á sérteikningum, byggingarstjóra og meisturum vegna framkvæmda á húsnæðinu.
Skipulagsnefnd samþykkir tillögu skipulagsstjóra og m.v.t. 1. mgr. 57 gr. skipulags- og byggingarlaga leggur nefndin til við bæjarráð  að tillagan verði samþykkt.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar.


11.          Innritun í leikskóla 2010
2010040040
2. liður í fundargerð skólanefndar dags. 17. maí 2010:
Fram kom á fundinum að staðan í innritun í leikskóla Akureyrar er sú að af upphaflega innritunarlistanum eru eftir 18 börn sem fædd eru 2008. Á listann hafa einnig bæst við 1 barn fætt 2005, 6 börn fædd 2006, auk 2ja barna sem óska eftir flutningi milli leikskóla innan bæjarins og 4 börn fædd 2008. Alls eru því 29 börn á innritunarlistanum en af þeim eru aðeins 5 sem óska eftir leikskóla norðan Glerár.  Enn er hægt að innrita í leikskólana Hlíðaból og Sunnuból, alls um 25 börn.
Fram kom að leikskólastjórar telja að ekki verði mikið um brottflutning úr bænum, þannig að ekki er líklegt að fleiri pláss losni fyrir haustið.
Þegar horft er til næstu ára má sjá að strax næsta ár verður ríflega 30 barna fjölgun á innritunarárgangi og gera má ráð fyrir að fjöldi barna sem fæðist á þessu ári sé álíka mikill, ef ekki meiri. Það er því ljóst að nauðsynlegt er að bregðast við auknum barnafjölda strax á næsta ári. Þá þarf að fjölga í leikskólum eða finna leiðir til að fjölga leikskóladeildum í bænum.
Með hliðsjón af þessari þróun og til að létta á innritun næsta árs er því lagt til að leikskólarýmum verði fjölgað í leikskólanum Flúðum um 10. Til þess að svo megi verða þarf að fjölga um 2 stöðugildi frá hausti 2010. Með því móti er hægt að koma betur til móts við þarfir þeirra foreldra sem enn hafa ekki fengið tilboð um innritun fyrir börn sín fyrir haustið, þar sem stærstur hluti þeirra óskar eftir  leikskóla á Brekkunni. Einnig er þá hægt að byrja innritun yngri barna þ.e. árgangs 2009.
Sesselja Sigurðardóttir leikskólaráðgjafi sat fundinn undir þessum lið.
Skólanefnd samþykkir að óska eftir því við bæjarráð að fá viðbótarfjárveitingu að upphæð kr. 3.000.000 á þessu ári til þess að fjölga rýmum á Flúðum fyrir haustið. Þá felur skólanefnd fræðslustjóra og leikskólafulltrúa að leggja fram tillögur um fjölgun leikskólarýma í haust samhliða gerð fjárhagsáætlunar 2011, svo mæta megi fyrirsjáanlegri þörf haustið 2011.
Bæjarráð samþykkir viðbótarfjárveitingu að upphæð 3 millj. kr. og vísar henni til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.


12.          Grímsey - fundargerð samráðsnefndar dags. 17. maí 2010
2009100011
Lögð fram fundargerð samráðsnefndar Grímseyjar dags. 17. maí 2010 ásamt erindi þar sem óskað er stuðnings bæjarstjórnar við ályktun nefndarinnar vegna fyrirhugaðrar takmörkunar veiða með dragnót á svæðum fyrir Norðurlandi. Einnig lagt fram bréf frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu þar sem óskað er umsagnar um þetta mál.
Bæjarráð tekur ekki beina afstöðu til tillagna sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins, en leggur áherslu á að sjónarmið Grímseyinga í málinu verði skoðuð áður en endanleg ákvörðun verður tekin um takmörkun veiða með dragnót á svæðum fyrir Norðurlandi.


13.          Sala skuldabréfa 2010
2010050052
Fjármálastjóri fór yfir lánsfjárþörf bæjarins á árinu 2010 miðað við framkvæmdaáætlun ársins ásamt endurfjármögnun lána sem koma til greiðslu á árinu.
Bæjarráð heimilar fjármálastjóra, Dan Jens Brynjarssyni, að annast skuldabréfaútboð í samræmi við fjárhagsáætlun bæjarins.


14.          Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2010
2010050056
Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur aðalsjóðs janúar til mars 2010.


15.          SÁÁ göngudeild á Akureyri
2010010194
Lagður fram samstarfssamningur dags. 19. maí 2010 milli Akureyrarbæjar og SÁÁ um sérhæfða göngudeildarstarfsemi fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga og aðstandendur þeirra sem SÁÁ mun starfrækja á Akureyri árunum 2010 og 2011.
Bæjarráð samþykkir samninginn.


16.          Önnur mál
2010010117
Elín M. Hallgrímsdóttir spurðist fyrir  um nýjan samning við Myndlistaskólann á Akureyri.
Bæjarráð telur að ný bæjarstjórn eigi að marka stefnu í málefnum Myndlistaskólans á Akureyri.Fundi slitið.