Bæjarráð

3224. fundur 12. maí 2010
Bæjarráð - Fundargerð
3224. fundur
12. maí 2010   kl. 09:00 - 10:41
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Björk Jakobsdóttir formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Sigrún Stefánsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Oddur Helgi Halldórsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason áheyrnarfulltrúi
Hermann Jón Tómasson
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Sveitarstjórnarkosningar 29. maí 2010 - kosning um bann við katta- og hundahaldi í Grímsey
2010030124
Erindi dags. 6. maí 2010 frá kjörstjórninni á Akureyri vegna kosningar um bann við katta- og hundahaldi í Grímsey samhliða sveitarstjórnarkosningunum þann 29. maí nk. Kjörstjórnin gerir það að tillögu sinni að spurningin á kjörseðlinum vegna þessarar kosningar verði orðuð með eftirfarandi hætti: ?Skal bæjarstjórn Akureyrar banna katta- og hundahald í Grímsey?? og að svarmöguleikar verði tveir, já eða nei. Ákveðið hefur verið að kjörseðilinn muni verða bleikur að lit.
Kjörstjórn óskar umfjöllunar í bæjarráði um framangreinda tillögu að spurningu vegna samþykktar bæjarstjórnar um bann við katta- og hundahaldi í Grímsey en niðurstaða bæjarráðs verður sú spurning sem lögð verður fyrir í kosningunni í Grímsey þann 29. maí nk.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að spurningarnar verði tvær og hljómi þannig:
Ertu samþykk/ur því að leyfa hundahald í Grímsey? Svarmöguleikar eru já eða nei.
Ertu samþykk/ur því að leyfa kattahald í Grímsey?  Svarmöguleikar eru já eða nei.
Bæjarlögmanni falið að senda gildandi reglur um hunda- og kattahald ásamt spurningum sem fram munu koma á atkvæðaseðlum til íbúa Grímseyjar.


2.          Fjölskylduhátíð í Hrísey 2010 - styrkbeiðni
2010050018
Erindi dags. 4. maí 2010 frá Kristni F. Árnasyni f.h. undirbúningsnefndar Fjölskylduhátíðarinnar þar sem óskað er eftir fjárframlagi fyrir Fjölskylduhátíðina í Hrísey sem haldin verður dagana   16.- 18. júlí 2010.
Bæjarráð vísar erindinu til stjórnar Akureyrarstofu.


3.          Tillaga til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2009?2012
2010050004
Á fundi sínum þann 6. maí sl. fól bæjarráð bæjarstjóra að ganga frá umsögn um fjögurra ára samgönguáætlun og leggja fyrir næsta fundi bæjarráðs.
Þingskjalið er að finna á slóðinni http://www.althingi.is/altext/138/s/0973.html

Bæjarráð samþykkir eftirfarandi athugasemdir við  drög að nýrri samgönguáætlun:

1. Akureyrarflugvöllur
Bæjarráð leggur mikla áherslu á nauðsynlega stækkun flugstöðvar og flughlaðs vegna öryggis og aukinnar umferðar.  Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir að ráðist verði í þessi verkefni með sérstakri fjármögnun samkvæmt ákvörðun Alþingis. Bæjarráð leggur áherslu á að þessi aðferð megi ekki leiða til sérstakra skatta á þá sem um völlinn fara.

2. Vaðlaheiðargöng
Samkvæmt samgönguáætlun er gert ráð fyrir að ráðist verði í þetta verkefni með sérstakri fjármögnun samkvæmt nánari ákvörðun Alþingis. Bæjarráð væntir þess að samkomulag náist við lífeyrissjóðina um þessa framkvæmd en vill benda á að til þess að væntanleg veggjöld verði innan skynsamlegra marka þurfi ríkið að leggja fram fjármuni til verksins.

3. Hafnamál
Hafnasamlag Norðurlands gerir athugasemdir við þann hluta áætlunarinnar sem lýtur að þeirra starfsemi og mannvirkjum.

4. Samgöngur milli Akureyrar og höfuðborgarsvæðisins
Bæjarráð ítrekar fyrri ályktanir sínar um nauðsyn þess að stytta vegalengdir milli Akureyrar og höfuðborgarsvæðisins. Flutningskostnaður er alltof hár í dag og brýn nauðsyn að lækka hann.

5. Fjármunir til þjóðvega á Akureyri
Bæjarráð ítrekar erindi bæjarstjóra dags. 17. mars 2010 til Samgönguráðs þar sem þess er óskað að tryggðir verði fjármunir til mikilvægra verkefna til þjóðvega á Akureyri í Samgönguáætlun 2009-2012.


4.          Öldrunarheimili Akureyrar - bygging hjúkrunarrýma
2009070007
Áður á dagskrá bæjarráðs 6. maí sl. en þá frestaði bæjarráð ákvörðun um staðarval fyrir hjúkrunarheimili.
Meiri hluti bæjarráðs samþykkir að hjúkrunarheimilið verði staðsett í Naustahverfi.
Oddur Helgi Halldórsson greiddi atkvæði á móti afgreiðslunni.
       
Sigrún Stefánsdóttir óskar bókað:
Ég hefði talið æskilegra að nýtt hjúkrunarheimili risi við Vestursíðu, þar sem kostir Vestursíðunnar eru fleiri þegar tillit er tekið til nánasta umhverfis og verið er að reisa hjúkrunarheimili sem mun þjóna Akureyringum í tugi ára, en samþykki að það rísi á Naustahverfisreit sem hentar ágætlega undir þessa starfsemi og til að tryggja að verkið geti hafist sem fyrst.


5.          Styrktarsjóður EBÍ - 2010
2010050024
Lagt fram til kynningar erindi dags. 6. maí 2010 frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands það sem fram kemur að stjórn EBÍ hefur samþykkt að þetta árið yrði ekki óskað eftir umsóknum í sjóð EBÍ heldur myndi stjórnin verja úthlutunarfé hans til sérstakra brýnna verkefna í sveitarfélögum. Þessi ákvörðun er tekin þetta árið vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem eru nú hér á landi og er m.a. horft til þeirra hamfara sem hafa orðið í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli.


6.          Húsverndarsjóður - styrkir til atvinnumála
2010050015
4. liður í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dags. 5. maí 2010:
Í fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2010 voru fjárheimildir Húsverndarsjóðs skornar niður þannig að ekki var mögulegt að auglýsa eftir styrkumsóknum. Í ljós hefur komið að eftirspurn er eftir styrkjum og ljóst að verkefni á sviði húsverndar geta stuðlað að atvinnutækifærum fyrir iðnaðarmenn.
Í ljósi stöðunnar óskar stjórn Akureyrarstofu eftir því við bæjarráð að 2,5 mkr. verði veitt til Húsverndarsjóðs svo unnt verði að auglýsa eftir umsóknum fyrir sumarið.
Meiri hluti bæjarráðs hafnar erindinu.
Baldvin H. Sigurðsson greiddi atkvæði á móti afgreiðslunni.
Elín Margrét Hallgrímsdóttir sat hjá við afgreiðslu.


7.          Laxdalshús - leigusamningur
2009120096
5. liður í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dags. 5. maí 2010:
Lagður fram til afgreiðslu samningur milli Akureyrarstofu og Laxdalshúss ehf um greiðasölu, sýningar og viðburðahald í Laxdalshúsi.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.
Bæjarráð samþykkir samninginn en felur bæjarlögmanni að skoða uppsagnarákvæði samningsins.


8.          Önnur mál
2010010117
Sigrún Björk Jakobsdóttir gerði grein fyrir fundi með útvarpsstjóra og stjórnarformanni RÚV og stjórn Eyþings sem fram fór 11. maí sl.

Oddur Helgi Halldórsson spurðist fyrir um auglýsingu á húsnæði bæjarins á horni Strandgötu og Glerárgötu.  Óskar hann eftir að auglýsing sem er á veggnum, sem vera átti undir listaverk, verði fjarlægð.  Einnig telur hann að þetta sé í andstöðu við skiltareglugerð Akureyrarkaupstaðar.
Fundi slitið.