Bæjarráð

3223. fundur 06. maí 2010
Bæjarráð - Fundargerð
3223. fundur
6. maí 2010   kl. 09:00 - 11:50
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Stefánsdóttir varaformaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Oddur Helgi Halldórsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason áheyrnarfulltrúi
Hermann Jón Tómasson
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Staðardagskrá 21 - endurskoðun
2007120047
2. liður í fundargerð umhverfisnefndar dags. 29. apríl 2010:
Sigríður Stefánsdóttir verkefnastjóri og Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála fóru yfir vinnu sem unnin hefur verið við endurskoðun Staðardagskrár 21.
Umhverfisnefnd leggur til að bæjarstjórn samþykki endurskoðaða verkáætlun fyrir Staðardagskrá 21 fyrir Akureyri. Grunnur er sú Staðardagskrá sem samþykkt var fyrir Akureyri árið 2006 og sérstök dagskrá sem unnin hafði verið í Hrísey. Nefndin leggur til að á næsta kjörtímabili verði unnin ný Staðardagskrá með þátttöku sem flestra bæjarbúa og víðtæku samráði innan bæjarkerfisins. Vinnan taki einnig til Grímseyjar, þar sem ekki liggur fyrir sérstök Staðardagskrá.
Sigríður Stefánsdóttir verkefnastjóri og Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála mættu á fund bæjarráðs og fóru yfir stöðuna.
Bæjarráð þakkar Sigríði og Jóni Birgi kynninguna.
Bæjarráð vísar tillögu um endurskoðaða verkáætlun fyrir Staðardagskrá 21 til afgreiðslu bæjarstjórnar.


2.          Sorpmál - útboð 2010
2010020076
3. liður í fundargerð umhverfisnefndar dags. 29. apríl 2010:
Helgi Már Pálsson deildarstjóri framkvæmdadeildar og Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála kynntu niðurstöður útboðs í sorphirðu í Akureyrarkaupstað - söfnun og flutning úrgangs og tillögur að næstu skrefum í málinu.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarráð að samið verði við Gámaþjónustu Norðurlands ehf um leið A í sorphirðu á grundvelli tilboðs þeirra frá 13. apríl 2010.

1. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 30. apríl 2010:
Lagðar fram niðurstöður útboðs á sorphirðu í Akureyrarkaupstað.  
Hjalti Jón Sveinsson, Jón Ingi Cæsarsson, Klara Sigríður Sigurðardóttir og Petrea Ósk Sigurðardóttir fulltrúar í umhverfisnefnd sátu fundinn undir þessum lið.
Sex tilboð bárust frá eftirtöldum aðilum í sorphirðu og hafa þau verið yfirfarin og leiðrétt.

Leið A:  Sorphirða, þar sem íbúar geta flokkað úrgang við heimili í þrjú ílát, þ.e. óflokkaðan hluta, lífrænan eldhúshluta og endurvinnanlegan hluta, rekstur eins gámavallar, kynning og fræðsla fyrir íbúa.

Aðaltilboð
Leið A
Íslenska Gámafélagið ehf
932.572.000
Gámaþjónusta Norðurlands ehf
.
762.505.278
G.V. Gröfur ehf
1.176.909.632
Gullvagninn ehf
1.235.251.072
Árni Helgason ehf
1.318.947.760
Kostnaðaráætlun hönnuða
1.415.669.600


Leið B:  Sorphirða, þar sem íbúar geta flokkað úrgang við heimili í tvö ílát, þ.e. óflokkaðan hluta og lífrænan eldhúshluta (annan flokkaðan úrgang fara íbúar með á grenndarstöðvar eða á gámavöll), rekstur 12 grenndarstöðva, rekstur eins gámavallar, kynning og fræðsla fyrir íbúa.

Aðaltilboð
 Leið B
Íslenska Gámafélagið ehf
934.300.480
Gámaþjónusta Norðurlands ehf
.
622.290.102
G.V. Gröfur ehf
1.146.282.752
Gullvagninn ehf
4.842.000.000
Árni Helgason ehf
1.091.273.920
Kostnaðaráætlun hönnuða
1.130.952.800


Meirihluti framkvæmdaráðs samþykkir leið A, þriggja íláta tilboði Gámaþjónustu Norðurlands ehf, sem nefndin telur hagkvæmasta tilboðið, en Gámaþjónusta Norðurlands ehf var með lægsta tilboðið í báðum tilvikum.
Starfsmönnum framkvæmdadeildar eru þökkuð vel unnin störf við undirbúning og framkvæmd útboðsins.
Gerður Jónsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.

Helgi Már Pálsson deildarstjóri framkvæmdadeildar og  Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið og fóru yfir málið.
Bæjarráð þakkar Helga Má og Jóni Birgi kynninguna.
Í ljósi nýrra upplýsinga vísar bæjarráð málinu aftur til framkvæmdaráðs.


3.          Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir 2010
2010010038
Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 29. apríl 2010. Fundargerðin er í 7 liðum.
Bæjarráð vísar 1. og 6. lið til framkvæmdaráðs, 4. lið til skipulagsdeildar, 5. lið til skóladeildar.
Bæjarráð felur fjármálastjóra að bregðast við 7. lið.
2. liður var afgreiddur á í viðtalstímanum.


4.          Grasrót - Iðngarðar og nýsköpun - styrkbeiðni 2010
2010040102
Erindi dags. 29. apríl 2010 frá George Hollanders fyrir hönd stjórnar Grasrótar - Iðngarða og nýsköpunar þar sem þess er óskað að Akureyrarbær styrki starfsemi Iðngarða með fjárframlagi til 3ja ára um 28 milljónir króna á ári.
Bæjarráð vísar erindinu til Akureyrarstofu með ósk um að gerð verði úttekt á starfsemi Grasrótar-Iðngarða til þessa, metin þörf fyrir aukningu starfseminnar og lagðar fram tillögur um viðbrögð við erindinu.


5.          Sauðfjárbeit í Hrísey - könnun samhliða sveitarstjórnarkosningunum 29. maí 2010
2010040076
1. liður í fundargerð hverfisráðs Hríseyjar dags. 13. apríl 2010:
Niðurstaða íbúafundar 25. mars  2010:  Almenn ánægja er með kynningu sem þar fór fram á gróðurskýrslunni. Niðurstaðan rædd.
Hverfisráð leggur til að gerð verði könnun samhliða sveitarstjórnarkosningunum um sauðfjárbeitina.
Bæjarráð telur ekki rétt að efna til sérstakrar könnunar um málið. Mikilvægt er að áfram verði leitað leiða til þess að bregðast við þeim vágesti sem útbreiðsla skógarkerfils er í Hrísey og því er eðlilegt að gera tilraun með sauðfjárbeit í afmörkuðum hólfum til að bregðast við þessum vanda. Nauðsynlegt að fyrir liggi jákvæð afstaða viðkomandi yfirvalda til þessarar leiðar áður en lengra er haldið.


6.          Frumvarp til laga um rannsókn á fjárhagsstöðu skuldugra heimila - 570. mál
2010040085
Erindi dags. 28. apríl 2010 frá nefndasviði Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um rannsókn á fjárhagsstöðu skuldugra heimila. Umsögnin þarf að berast eigi síðar en 12. maí nk.
Þingskjalið er að finna á slóðinni:
http://www.althingi.is/altext/138/s/0961.html
Bæjarráð er sammála um mikilvægi frumvarpsins og gerir ekki athugasemdir við efni þess.


7.          Tillaga til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2009?2012
2010050004
Erindi dags. 3. maí 2010 frá nefndasviði Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2009?2012. Umsögnin þarf að berast fyrir 14. maí nk. Þingskjalið er að finna á slóðinni http://www.althingi.is/altext/138/s/0973.html
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá umsögn um fjögurra ára samgönguáætlun og leggja fram á næsta fundi.


8.          Vatnsaflsvirkjun í Glerárdal - frumathugun
2010030142
3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 28. apríl 2010:
Bæjarráð óskaði á fundi 8. apríl 2010 eftir umsögn skipulagsnefndar á hugmynd um hugsanlega vatnsaflsvirkjun á Glerárdal. Fulltrúi Fallorku og hönnuður mættu á fundinn og kynntu hugmyndina.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulagsnefnd bóka eftirfarandi:
Við teljum eðlilegt að skoða frekar möguleika á rennslisvirkjun í efsta hluta Glerár með hliðsjón af þeim gögnum sem Fallorka lagði fram á fundinum.
Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna bóka eftirfarandi:
Ekki er gert ráð fyrir vatnsaflsvirkjun í Glerárdal í aðalskipulagi. Gilið er á skrá sem verndarsvæði í aðalskipulagi og á skrá sem náttúruminjar samkvæmt skrá Náttúrverndar ríkisins.
Fyrir liggur stefnumörkun varðandi Glerárdal sem gerir ráð fyrir að hann gegni hlutverki sem útvistarparadís og í framtíðinni fólkvangur fyrir bæjarbúa og gesti þeirra. Undirbúningur deiliskipulagningar dalsins er hafin samkvæmt þeirri stefnumörkun. Það er því mat okkar að ekki beri að víkja frá þeirri stefnumörkun enda vandséð að það þjóni heildarhagsmunum Akureyrar og íbúum bæjarins til framtíðar.
Fulltrúi L-lista sat hjá við afgreiðsluna.

1. liður í fundargerð umhverfisnefndar dags. 29. apríl 2010:
Tekið fyrir erindi frá Andra Teitssyni framkvæmdastjóra Fallorku ehf sem vísað var til umhverfisnefndar úr bæjarráði þann 8. apríl 2010.  
Andri Teitsson mætti á fundinn og kynnti hugmyndir að hugsanlegri vatnsaflsvirkjun á Glerárdal.
A) Fyrir liggur stefnumörkun um að Glerárdalur verði útivistar og fólkvangur til framtíðar. Vinna við það verkefni er hafin.
B) Verndarsvæði skv. aðalskipulagi Akureyrar 1998-2018 og náttúruminjar skv. skrá Náttúruverndar ríkisins eru:
Hólmarnir í Eyjafjarðará
Glerárgil frá Bandagerðisbrú upp á móts við Hlífá á Glerárdal
Krossanesborgir frá túnum í Ytra-Krossanesi og út fyrir Lónið.
Fyrir liggur í lýsingu á verkefni þessu að til stendur að gera stíflu, allt að þriggja metra háa innan hins verndaða svæðis. Á þeim tímum sem áin er lítil mun vatnsmiðlun taka nánast allt tiltækt vatn úr ánni og hún því alveg horfin í gilinu verulegan hluta ársins. Að mati umhverfisnefndar er gilið, áin og umhverfi þess verndað og því kemur ekki til greina að brjóta gegn þeirri verndun eða breyta áður gerðri stefnumörkun nefndarinnar varðandi Glerárdal og Glerá.

Petrea Ósk Sigurðardóttir óskar bókað að ef farið verður út í virkjun á þessu svæði þá verði Fallorku ehf falin sú framkvæmd.

Í ljósi svara umhverfisnefndar og skipulagsnefndar við erindi bæjarráðs og í ljósi þess að hér er ekki um hagkvæman virkjunarkost að ræða miðað við núverandi forsendur telur bæjarráð ekki rétt að gefa vilyrði af þessu tagi að svo stöddu.


9.          Öldrunarheimili Akureyrar - bygging hjúkrunarrýma
2009070007
Lögð fram greinargerð bygginganefndar um staðarval fyrir hjúkrunarheimili.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.


Jóhannes Gunnar Bjarnason vék af fundi kl. 11.37.


10.          Atvinnuátaksverkefni
2010050002
Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri mætti fundinn undir þessum lið .
Bæjarráð samþykkir að Akureyrarbær taki þátt í átaksverkefni fyrir námsmenn á vegum félagsmálaráðherra/Atvinnuleysistryggingasjóðs og felur starfsmannastjóra að vinna að málinu.Fundi slitið.