Bæjarráð

3221. fundur 21. apríl 2010
Bæjarráð - Fundargerð
3221. fundur
21. apríl 2010   kl. 09:00 - 11:15
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Björk Jakobsdóttir formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Sigrún Stefánsdóttir varaformaður
Baldvin Halldór Sigurðsson
Oddur Helgi Halldórsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason áheyrnarfulltrúi
Hermann Jón Tómasson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2009
2009100098
Lagður fram ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2009.
Endurskoðendur frá KPMG þeir Arnar Árnason og Þorsteinn Þorsteinsson mættu á fundinn, skýrðu ársreikninginn og svöruðu fyrirspurnum.
Einnig sátu Ólafur Jónsson bæjarfulltrúi og Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar þeim Arnari og Þorsteini fyrir ítarlega yfirferð og þakkar þeim sérstaklega fyrir vel unnin störf fyrir Akureyrarbæ í gegnum árin, en þeir láta nú af störfum sem endurskoðendur  bæjarins.
Bæjarráð vísar ársreikningi Akureyrarbæjar fyrir árið 2009 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.


2.          Sorpmál - útboð 2010
2010020076
Helgi Már Pálsson deildarstjóri framkvæmdadeildar mætti á fundinn og kynnti niðurstöður á útboðinu  "Sorphirða í Akureyrarkaupstað - söfnun og flutningur  úrgangs".
Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Helga Má fyrir kynninguna.


3.          Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir 2010
2010010038
Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 15. apríl 2010.  Fundargerðin er í 4 liðum.
Bæjarráð vísar 1. lið a) og 4. lið til skipulagsnefndar, 1. lið b) og c), 2. og 3. lið til framkvæmdaráðs.


4.          Loftslagsráðstefna í Randers - 2010
2010010195
Lagður fram tölvupóstur frá Önnu Rodil f.h. Randers vinabæjar Akureyrarbæjar þar sem sagt er m.a. frá því að stýrihópur hafi verið stofnaður á loftlagsráðstefnunni sem haldin var í Randers dagana 24.- 26. mars sl. og er Akureyrarbæ boðið að skipa tvo fulltrúa í þann hóp.
Bæjarráð skipar deildarstjóra framkvæmdadeildar og formann umhverfisnefndar í stýrihópinn.


5.          Eyþing - verkefnastjórn um sameiningarkosti sveitarfélaga - tilnefning fulltrúa - 2010
2010040050
Erindi dags. 14. apríl 2010 frá Pétri Þór Jónassyni f.h. Eyþings þar sem  óskað er eftir tilnefningu eins fulltrúa og eins til vara til setu í verkefnastjórn um sameiningarkosti sveitarfélaga.
Bæjarráð tilnefnir bæjarstjóra í verkefnastjórnina og formann bæjarráðs til vara.


Þegar hér var komið vék formaður af fundi og varaformaður tók við stjórn kl. 10.55.


6.          Önnur mál
2010010117
Baldvin H. Sigurðsson óskar bókað að hann var með fyrirspurn um hvort til sé viðbúnaðaráætlun sem tekur á og rannsakar áhrif öskufalls á Akureyri og nágrenni, stóraukinni þungaumferð gegnum bæinn, aukinni aðsókn að sjúkrahúsi og tækniþjónustu ef hringvegurinn rofnar af völdum náttúruhamfara í Eyjafjalla- og Mýrdalsjökli.  Jafnframt verður að athuga hvort Akureyrarflugvöllur geti annað millilandaflugi fyrir landið til lengri eða skemmri tíma.
Bæjarstjóri upplýsti að á svæðinu er starfandi almannavarnanefnd og fyrir liggur viðbragðsáætlun sem virkjuð verður um leið og aðstæður kalla á það.


Fundi slitið.