Bæjarráð

3220. fundur 15. apríl 2010
Bæjarráð - Fundargerð
3220. fundur
15. apríl 2010   kl. 09:00 - 11:07
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Björk Jakobsdóttir formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Sigrún Stefánsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Oddur Helgi Halldórsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason áheyrnarfulltrúi
Hermann Jón Tómasson
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Fóðurverksmiðjan Laxá hf - aðalfundur 2010
2010040015
Erindi ódags. 2010 frá rekstrarstjóra Fóðurverksmiðjunnar Laxár hf þar sem boðað er til aðalfundar þann 19.  apríl nk. kl. 15:00 í fundarsal Greifans á 2. hæð.
Bæjarráð felur fjármálastjóra Dan Jens Brynjarssyni að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.


2.          Stapi lífeyrissjóður - ársfundur 2010
2010040016
Erindi dags. 7. apríl 2010 frá Kára Arnóri Kárasyni f.h. stjórnar Stapa lífeyrissjóðs þar sem boðað er til ársfundar sjóðsins fimmtudaginn 6. maí nk. í Skjólbrekku í Mývatnssveit og hefst fundurinn kl. 14:00.
Bæjarráð felur formanni bæjarráðs Sigrúnu Björk Jakobsdóttur að vera fulltrúi  Akureyrarbæjar á fundinum.

Þegar hér var komið mætti Oddur Helgi Halldórsson á fundinn kl. 09.04.


3.          Hrísey - ferjumál
2010020051
Lagt fram til kynningar afrit af bréfi dags. 30. mars 2010 frá Lindu Maríu Ásgeirsdóttur formanni hverfisráðs Hríseyjar til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og Vegagerðarinnar þar sem ítrekuð eru sjónarmið íbúa varðandi niðurskurð til reksturs Hríseyjarferjunnar Sævars.


4.          Samtök iðnaðarins - upplýsingar um fjölda íbúða á byggingastigi 4, 5 og 6
2010010142
Á fundi sínum þann 21. janúar sl. fól bæjarráð skipulagsstjóra að taka saman upplýsingar sem Samtök iðnaðarins óskuðu eftir um hve margar íbúðir séu skráðar á byggingastigi 4, 5 og 6 samkvæmt ÍST 51 í fjölbýlishúsum, raðhúsum, parhúsum og einbýlishúsum, sundurliðað eftir húsgerðum og hverfum. Einnig var óskað eftir upplýsingum, ef til væru, um nýjar íbúðir á byggingastigi 7 sem væru ónýttar og til sölu.
Svar skipulagsstjóra lagt fram til kynningar.
Umræðum frestað til næsta fundar.


5.          Vistbyggðarráð
2010040021
Lagt fram til kynningar erindi dags. 7. apríl 2010 frá VSÓ Ráðgjöf ehf þar sem Akureyrarbæ er boðið að vera stofnfélagi Vistbyggðarráðs. Tilgangur Vistbyggðarráðs er að vera leiðandi vettvangur á sviði sjálfbærrar þróunar við skipulag,  hönnun,  byggingu,  rekstur og viðhald mannvirkja á Íslandi. Markmiðið er að hvetja til stöðugra umbóta í anda sjálfbærrar þróunar í mannvirkjagerð og skipulagi og stuðla þannig að því að þjóðin geti til framtíðar búið við heilbrigð og góð lífsskilyrði í vistvænni byggð.


6.          Öldrunarheimili Akureyrar - umsókn um byggingu hjúkrunarrýma
2009070007
Kynnt staðan í viðræðum samráðsnefndar sveitarfélaganna við félags- og tryggingamálaráðuneytið varðandi útfærslu svokallaðrar leiguleiðar í fjármögnun byggingar hjúkrunarheimila. Lögð fram fundargerð frá fundi samráðsnefndarinnar frá 6. apríl 2010.
Lagt fram minnisblað dags. 13. apríl 2010 frá fjármálastjóra, Dan Jens Brynjarssyni og framkvæmdastjóra Fasteigna Akureyrarbæjar, Guðríði Friðriksdóttur.
Bæjarstjóra falin frekari úrvinnsla málsins og að undirbúa gerð samnings við félagsmálaráðuneytið byggðan á fyrirliggjandi gögnum og leggja fyrir bæjarráð.


7.          Norðurorka hf
2010030042
Franz Árnason forstjóri Norðurorku hf og Ásgeir Magnússon formaður stjórnar mættu á fundinn og fóru yfir stöðu fyrirtækisins og framtíðarhorfur.
Bæjarráð þakkar fulltrúum Norðurorku fyrir komuna á fundinn.


8.          Önnur mál
2010010117
Baldvin H. Sigurðsson óskar bókað að hann fór fram á að bæjarráð léti gera könnun á fátækt meðal bæjarbúa.
Bæjaráð felur almannaheillanefnd að móta tillögur að könnun á greiðsluerfiðleikum meðal bæjarbúa og leggja fyrir bæjarráð.Fundi slitið.