3219. fundur
08. apríl 2010
Bæjarráð - Fundargerð
3219. fundur
8. apríl 2010 kl. 09:00 - 11:43
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
| Starfsmenn
|
| Sigrún Björk Jakobsdóttir formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Sigrún Stefánsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Oddur Helgi Halldórsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason áheyrnarfulltrúi
|
| Hermann Jón Tómasson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari |
1. Hættumatsnefnd
Akureyrarbæjar
2010030172
Lagðar fram fundargerðir hættumatsnefndar
Akureyrarbæjar dags. 22. apríl 2008, 23. febrúar og 16. mars 2010.
Ítarefni vegna hættumatsins má finna
á slóðinni:
http://www.vedur.is/ofanflod/haettumat/stadir/akureyri
Fulltrúar úr hættumatsnefnd Gunnar Guðni
Tómasson formaður og Helgi Már Pálsson deildarstjóri framkvæmdadeildar,
Eiríkur Gíslason og Tómas Jóhannesson frá Veðurstofu Íslands og Halldór
Pétursson frá Náttúrufræðistofnun Íslands mættu á fundinn undir þessum
lið og kynntu niðurstöðu hættumats fyrir Akureyri. Opinn kynningarfundur
er í dag í Zontahúsinu, Aðalstræti 54 og tillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofunum
næstu fjórar vikurnar.
Bæjarráð þakkar kynninguna.
2. Samningar
vegna reksturs Menningarhússins Hofs
2010030090
2. liður í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu
dags. 26. mars 2010:
Lagðir fram til samþykktar samningur
Akureyrarbæjar og Menningarfélagsins Hofs um rekstur hússins á árunum 2010
og 2011 og samskipta- og þjónustusamningur milli Akureyrarstofu og Menningarfélagsins
Hofs fyrir sömu ár.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samningana
fyrir sitt leyti með áorðnum breytingum.
Þórgnýr Dýrfjörð framkvæmdastjóri Akureyrarstofu
mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir samninginn
og vísar mismun á samningsfjárhæðum og fjárhagsáætlun áætlað allt að 15.0
m.kr. til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
Oddur Helgi Halldórsson greiddi atkvæði
á móti afgreiðslunni.
3. Sinfóníuhljómsveit
Norðurlands - endurnýjun samnings 2010
2010030114
2. liður í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu
dags. 18. mars 2010:
Lögð fram til umræðu drög að endurnýjun
samnings milli Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og Akureyrarbæjar. Samningsdrögin
ná aðeins til ársins 2010 og ráðgert að ganga frá lengri samningi fyrir
árslok.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samninginn
fyrir sitt leyti.
Bæjarráð samþykkir samninginn og
vísar mismun á samningsfjárhæð og fjárhagsáætlun 1.0 m.kr. til endurskoðunar
fjárhagsáætlunar.
Oddur Helgi Halldórsson sat hjá við
afgreiðslu.
4. Viðtalstímar
bæjarfulltrúa - fundargerðir 2010
2010010038
Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa
dags. 25. mars 2010. Fundargerðin er í 10 liðum.
Bæjarráð vísar 1. lið til félagsmálaráðs,
2., 3., 4., 5., 7., 9. lið a) og 10. lið er vísað til framkvæmdaráðs,
6. og 8. lið til skipulagsnefndar og 9. lið b) til skólanefndar.
5. Almannaheillanefnd
2008100088
Lögð fram til kynningar fundargerð almannaheillanefndar
dags. 26. mars 2010.
6. Norðurskel
ehf - aðalfundur 2010
2010040008
Erindi dags. 30. mars 2010 frá stjórn
Norðurskeljar ehf þar sem boðað er til aðalfundar miðvikudaginn 14. apríl
nk. að Sandhorni í Hrísey kl. 14.00.
Bæjarráð felur bæjarstjóra Hermanni
Jóni Tómassyni að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum.
7. Frumvarp
til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 45/1998 með síðari breytingum
- 452. mál
2010030140
Erindi dags. 24. mars 2010 frá Kristjönu
Benediktsdóttur skjalaverði nefndasviðs Alþingis þar sem óskað er umsagnar
um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 45/1998 með
síðari breytingum, 452. mál. Óskað er eftir að svar berist eigi síðar
en 12. apríl 2010. Þingskjalið má finna á slóðinni: http://www.althingi.is/altext/138/s/0779.html
Lögð fram umsögn Ingu Þallar Þórgnýsdóttur
bæjarlögmanns og Dans Jens Brynjarssonar fjármálastjóra.
Bæjarlögmaður mætti á fundinn undir
þessum lið.
Bæjarráð tekur undir umsögnina og
felur bæjarlögmanni að koma henni á framfæri við Alþingi.
8. Skólavistun
Árholti - sumarvistun 2010 - breyting á gjaldskrá
2010020105
1. liður í fundargerð skólanefndar dags.
29. mars 2010:
Tölvupóstur dags. 22. mars 2010 frá
Láru Ósk Garðarsdóttur þar sem spurt er hvort eðlilegt sé að sama gjaldskrá
gildi í Árholti, sem er lengd viðvera fyrir fötluð börn, fyrir sumarvistun
eins og vistun á veturna. Á sumrin eru börnin almennt í mun lengri vistun
en á veturna, eða allt að 8 klst. á dag. Fram kom á fundinum að ef gjaldskráin
verður óbreytt er um mjög mikla hækkun á greiðslum foreldra að ræða þar
sem ekki er lengur í gjaldskránni ákvæði um hámarksgjald eins og var í
eldri gjaldskrá. Fyrir fundinn voru því lagðar nokkrar hugmyndir að gjaldskrá
fyrir sumarvistun í Árholti.
Skólanefnd samþykkir að leggja það til
við bæjarráð að gjaldskrá fyrir sumarvistun í Árholti miðist við að foreldrar
greiði 150 kr. fyrir hverja klukkustund. Þannig verður gjaldskrá sumarvistunar
í Árholti sambærileg gjaldskrá leikskóla.
Bæjarráð samþykkir tillögu skólanefndar.
9. Landsmót
æskulýðsfélaga kirkjunnar - Akureyri 2010
2010030175
Erindi móttekið 30. mars 2010 frá Jónu
Lovísu Jónsdóttur framkvæmdastjóra ÆSKÞ þar sem hún óskar eftir samvinnu
bæjaryfirvalda við undirbúning landsmóts æskulýðsfélaga kirkjunnar sem
haldið verður á Akureyri helgina 15.- 17. október nk.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið
og felur starfsfólki Akureyrarstofu frekari úrvinnslu málsins.
10. Vatnsaflsvirkjun
á Glerárdal - frumathugun
2010030142
Erindi dags. 23. mars 2010 frá Andra
Teitssyni framkvæmdarstjóra Fallorku ehf þar sem hann kynnir hugsanlega
vatnsaflsvirkjun á Glerárdal.
Bæjarráð óskar eftir umsögn skipulagsnefndar
og umhverfisnefndar um hugmyndina.
11. Reykjavíkurflugvöllur
- framtíðarstaðsetning
2007110127
Lagt fram til kynningar bréf dags. 25.
mars 2010 frá Félagi íslenskra atvinnuflugmanna þar sem hvatt er til að
sveitarfélög vinni að því að núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar
verði til frambúðar í samræmi við fyrri ályktanir FÍA. Einnig eru samgönguyfirvöld
hvött til að hefja nú þegar byggingu nýrrar samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýrinni
til að bæta aðbúnað við farþega svo íbúar landsins megi búa við sem bestar
flugsamgöngur til og frá höfuborginni.
Bæjarráð þakkar bréfið og tekur heilshugar
undir þau sjónarmið sem fram koma í bréfinu og vísar til fyrri bókana sinna
í þessu sambandi.
Þegar hér var komið fundi viku Oddur
Helgi Halldórsson og Baldvin H. Sigurðsson af fundi.
12. Önnur
mál
2010010117
Jóhannes Gunnar Bjarnason gerði athugasemdir
við bókun skólanefndar í 6. lið fundargerðar dags. 29. mars sl. og óskar
eftirfarandi bókað:
Ég vil lýsa yfir mikilli furðu og vonbrigðum
með störf skólanefndar varðandi málefni leikskólanna Flúða og Pálmholts.
Sú ákvörðun nefndarinnar að sameina leikskólana var tekin án vitneskju
flestra bæjarfulltrúa og teljast það afar sérkennileg vinnubrögð að taka
jafn afdrifaríka ákvörðun án nokkurs faglegs undirbúnings og pólitískrar
umræðu. Þessi niðurstaða nefndarinnar er svar við ósk foreldra á
leikskólanum Pálmholti um umbætur í salernismálum einnar deildar og verður
málsmeðferð skólanefndar að teljast með ólíkindum. Sameining tveggja
skóla er viðkvæmt ferli og verður aldrei framkvæmt nema með vandlegum og
faglegum undirbúningi en ekki vegna innkomins erindis foreldra. Ég
skora á skólanefnd að endurskoða ákvörðun sína.
Elín Margrét Hallgrímsdóttir óskar bókað:
Skólanefnd hefur í störfum sínum undanfarið
leitað allra leiða til hagræðingar í rekstri skólanna án þess að það komi
niður á gæðum skólastarfs. Í því sambandi er umrædd tillaga skólanefndar
sett fram.
Fundi slitið.