Bæjarráð

3218. fundur 25. mars 2010
Bæjarráð - Fundargerð
3218. fundur
25. mars 2010   kl. 09:00 - 10:46
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Björk Jakobsdóttir formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Sigrún Stefánsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Oddur Helgi Halldórsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason áheyrnarfulltrúi
Hermann Jón Tómasson
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Vinnuskóli 2010 - laun
2010030127
Lögð fram tillaga að launum 14, 15 og 16 ára unglinga í Vinnuskóla Akureyrarbæjar sumarið 2010.
Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að laun unglinga í Vinnuskóla Akureyrarbæjar sumarið 2010 verði sem hér segir:
8. bekkur (14 ára) kr. 359
9. bekkur (15 ára) kr. 410
10. bekkur (16 ára) kr. 539
10,17% orlof er innifalið.


2.          Deildarstjóri heimahjúkrunar - ósk um endurskoðun
2009110068
1. liður í fundargerð kjarasamninganefndar dags. 22. mars 2010:
Tekið fyrir að nýju erindi frá Margréti Guðjónsdóttur framkvæmdastjóra Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri sem áður var á dagskrá kjarasamninganefndar 7. desember sl. og afgreiðslu frestað.
Kjarasamninganefnd leggur til við bæjarráð þá skipulagsbreytingu á Heilsugæslustöðinni á Akureyri að frá og með 1. apríl 2010 verði starf deildarstjóra heimahjúkrunar skilgreint sem forstöðumannsstarf þar sem næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri HAK.  Lagt er til að greitt verði stjórnendaálag vegna starfsins enda sinni stjórnandinn þeim verkefnum sem krafist er skv. reglum Akureyrarbæjar um greiðslu stjórnendaálags.  
Kjarasamninganefnd hvetur jafnframt til þess að vinnu við endurskoðun á skipuriti Öldrunarheimila Akureyrar verði hraðað eins og kostur er.
Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögu kjarasamninganefndar.


3.          Tækifæri hf - aðalfundur 2010
2010030105
Erindi dags. 15. mars 2010 frá Birni Gíslasyni f.h. Tækifæris hf þar sem boðað er til aðalfundar þriðjudaginn 30. mars nk. kl. 14:00 að Strandgötu 3, 3. hæð.
Bæjarráð felur bæjarstjóra, Hermanni Jóni Tómassyni, að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum.


4.          Flokkun Eyjafjörður ehf  - hluthafafundur 2010 (aukafundur)
2010030118
Erindi dags. 18. mars 2010 frá Eiði Guðmundssyni framkvæmdastjóra Flokkunar Eyjafjörður ehf þar sem boðað er til auka hluthafafundar fimmtudaginn 25. mars 2010 kl. 14:00 í bæjarstjórnarsalnum í Ráðhúsinu, Geislagötu 9, Akureyri.
Bæjarráð felur fjármálastjóra, Dan Jens Brynjarssyni, að fara með umboð Akureyrarbæjar á hluthafafundinum.


5.          Norðurskel ehf - hluthafafundur 2010 (aukafundur)
2010030131
Erindi dags. 22. mars 2010 frá Bjarna Jónassyni formanni stjórnar Norðurskeljar ehf þar sem boðað er til auka hluthafafundar félagsins á skrifstofu Íslenskra verðbréfa, Strandgötu 3, mánudaginn 29. mars nk. kl. 15:00.
Bæjarráð felur bæjarstjóra, Hermanni Jóni Tómassyni, að fara með umboð Akureyrarbæjar á hluthafafundinum.


6.   Tillaga til þingsályktunar um olíu- og gasrannsóknir á landgrunni Íslands undan Norðausturlandi þskj. 651 - 358. mál
2010030111
Erindi dags. 17. mars 2010 frá Kristjönu Benediktsdóttur skjalaverði nefndasviðs Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um olíu- og gasrannsóknir á landgrunni Íslands undan Norðausturlandi, 358. mál. Æskir nefndin þess að svar berist eigi síðar en 6. apríl 2010. Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/138/s/0651.html
Bæjarráð styður heilshugar þingsályktunartillögu þar sem því er beint til iðnaðarráðherra að hann hlutist til um að nú þegar verði hafist handa um framhald rannsókna á hugsanlegum kolvetnisauðlindum undan Norðausturlandi.


7.          Gatnagerðargjöld - endurskoðun 2010
2010030125
Lögð fram tillaga um breytingu á gatnagerðargjöldum.
Bæjarráð samþykkir að 5.1 gr. c. liður gjaldskrár verði eftirfarandi:
Vegna stækkunar íbúðarhúss sem er a.m.k. 15 ára skal greiða 40% af venjulegu gatnagerðargjaldi skv. 1.? 5. tl. greinar 4.3 enda nemi stækkunin ekki meira en 30 fermetrum á hverja íbúð á hverju 10 ára tímabili. Tilheyri stækkunin sameign fjöleignarhúss skal meta hana eins og ef um stækkun vegna einnar íbúðar væri að ræða. Ef stækkunin er meiri en 30 fermetrar skal greiða fullt gatnagerðargjald af því sem umfram er.
Við 6. grein bætist eftirfarandi málsgrein:
Frá og með 1. apríl 2010 verða fjárhæðir gjalda fastar og breytast ekki m.v. vísitölu byggingarkostnaðar.
Bæjarráð vísar gjaldskránni til afgreiðslu bæjarstjórnar.


8.          Bifreiðastæðasjóður - gjaldskrárbreyting
2010030126
Lögð fram tillaga að breyttri gjaldskrá.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir gjaldskrárbreytinguna og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Oddur Helgi Halldórsson er mótfallinn afgreiðslunni.
       
Oddur Helgi óskar bókað:
Ég er mótfallinn hækkun á aukastöðugjöld/aukastöðubrot, en styð að gjald fyrir stöðubrot þegar lagt er í stæði fatlaðra hækki.

9.          SÁÁ göngudeild á Akureyri
2010010194
Lagt fram bréf dags. 19. mars 2010 frá Sigmundi Sigfússyni forstöðulækni Geðdeildar FSA þar sem fram koma hugmyndir um samstarf um rekstur göngudeildar SÁÁ.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.Fundi slitið.