Bæjarráð

3217. fundur 18. mars 2010
Bæjarráð - Fundargerð
3217. fundur
18. mars 2010   kl. 09:00 - 11:05
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Björk Jakobsdóttir formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Sigrún Stefánsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Oddur Helgi Halldórsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason áheyrnarfulltrúi
Hermann Jón Tómasson
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari1.          Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir 2010
2010010038
Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 11. mars 2010. Fundargerðin er í 5 liðum.
1. og 5. lið var svarað í viðtalstímanum. 2. lið er vísað til Akureyrarstofu, 3. lið til framkvæmdadeildar og 4. lið til skóladeildar.


2.          Lánasjóður sveitarfélaga - aðalfundur 2010
2010030060
Erindi dags. 15. febrúar 2010 frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf þar sem boðað er til aðalfundar föstudaginn 26. mars 2010 kl. 15:00 á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu. Vakin er athygli á því að rétt til að sækja aðalfund eiga allir sveitarstjórnarmenn.
Bæjarráð felur Sigrúnu Björk Jakobsdóttur formanni bæjarráðs að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.


3.          Tillaga til þingsályktunar um árlega ráðstefnu á Akureyri um málefni heimskautasvæðanna - þskj. 611-341. mál
2010030085
Erindi dags. 15. mars 2010 frá Kristjönu Benediktsdóttur skjalaverði nefndasviðs Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um árlega ráðstefnu á Akureyri um málefni heimskautasvæðanna, þskj. 611-341. mál. Óskað er eftir að umsögnin berist eigi síðar en 22. mars nk.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/138/s/0611.html
Bæjarráð tekur heilshugar undir ályktunina og telur að  hið opinbera ætti að styðja við ráðstefnuhald af þessu tagi  með öflugum hætti. Akureyri er miðstöð norðurslóðasamstarfs á Íslandi og tvær hinar fyrri ráðstefnur hafa tekist afar vel og mikilvægt að renna enn styrkari stoðum undir þátttöku landsins í heimskautarannsóknum.


4.          Þjóðaratkvæðagreiðslan 6. mars 2010
2010010238
Lagt fram bréf dags. 7. mars 2010 frá Helga Teiti Helgasyni formanni kjörstjórnar Akureyrarkaupstaðar varðandi þjóðaratkvæðagreiðsluna sem haldin var 6. mars sl. Fram kemur í bréfi hans meðal annars að kjörfundur á öllum kjörstöðum hafi gengið vel á kjördag og að 333 til 911 kjósendur hafi kosið á hverjum klukkutíma meðan á kosningu stóð í sveitarfélaginu.
Bæjarráð þakkar kjörstjórn og starfsmönnum fyrir vel unnin störf á kjördag.


5.          Þjóðaratkvæðagreiðslan 6. mars 2010
2010010238
Erindi dags. 12. mars 2010 frá dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu þar sem fram koma upplýsingar um greiðslur til sveitarfélaga vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem fram fór þann 6. mars sl. Einnig er óskað eftir að sveitarfélagið tilnefni tengilið við ráðuneytið vegna samantektar upplýsinga sem settar verða á kosningavefinn kosning.is vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor.
Bæjarráð tilnefnir Dagnýju Harðardóttur skrifstofustjóra Ráðhúss sem tenglið við ráðuneytið vegna komandi sveitarstjórnarkosninga.


6.          Íþróttahöllin - nýting á kjallara
2010030009
Tekinn fyrir að nýju 2. liður í fundargerð íþróttaráðs dags. 4. mars 2010:
Lagðar fram tillögur um nýtingu á kjallara Íþróttahallarinnar á Akureyri.
Íþróttaráð samþykkir að Golfklúbbi Akureyrar og Skotfélagi Akureyrar verði gert kleift að færa inniaðstöðu sína í kjallara Íþróttahallarinnar og leggur til við bæjarráð að leigu vegna þessa verði bætt við fjárhagsramma íþróttadeildar.
Bæjarráð frestaði afgreiðslu þann 11. mars sl.
Bæjarstjóri lagði fram minnisblað móttekið 17. mars 2010 um málið.
Bæjarráð samþykkir tillögu íþróttaráðs.


7.          Frímerkjasöfn í eigu Akureyrarbæjar
2010030089
Akureyrarbær á tvö frímerkjasöfn sem honum hafa verið gefin. Leitað er eftir heimild bæjarráðs til að láta meta söfnin.
Bæjarráð felur Karli Guðmundssyni bæjarritara að vinna áfram að málinu.


8.          Samningar vegna Hofs
2010030090
Lögð fram til kynningar drög að samningum um stjórnun Hofs og afnot af húsnæðinu. Jafnframt lögð fram til kynningar drög að samningum við Sinfóníuhljómsveitina og Leikfélag Akureyrar fyrir árið 2010.

9.          Byggingarmarkaðurinn á Akureyri - staðan í dag
2010030092
Lagt fram bréf ódags. frá Ásgeiri Magnússyni forstöðumanni skrifstofu Samtaka iðnaðarins á Akureyri varðandi stöðuna á byggingarmarkaðinum á Akureyri.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.


10.          Búsetudeild - ósk um leiguíbúð
2010020011
Búsetudeild óskar eftir leiguíbúð vegna fatlaðs einstaklings.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.


11.          Lánssamningur 2010 - Lánasjóður sveitarfélaga ohf
2010030100
Lagður fram lánssamningur nr. 10/2010 milli Lánasjóðs sveitarfélaga og Akureyrarkaupstaðar.
Bæjarráð samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf að fjárhæð 120.000.000 kr. til 14  ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja  fyrir fundinum, lánssamningur nr. 10/2010. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til endurfjármögnunar á eldri lánum Norðurorku hf sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er fjármálastjóra, Dan Jens Brynjarssyni, kt. 170160-5849, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Akureyrarkaupstaðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita, gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar sem tengjast lántöku þessari.
Fundi slitið.