3216. fundur
11. mars 2010
Bæjarráð - Fundargerð
3216. fundur
11. mars 2010 kl. 09:00 - 10:43
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
| Starfsmenn
|
| Sigrún Stefánsdóttir varaformaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Oddur Helgi Halldórsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason áheyrnarfulltrúi
|
| Hermann Jón Tómasson
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari |
1. Atvinnuátak
17-25 ára skólafólks - sumarið 2010
2010030044
Farið yfir hugmyndir að fyrirkomulagi
sumarið 2010.
Bæjarráð felur Höllu Margréti Tryggvadóttur
starfsmannastjóra að vinna áfram að undirbúningi málsins á grundvelli þeirra
tillagna sem voru kynntar á fundinum.
2. Almannaheillanefnd
2008100088
Lögð fram til kynningar fundargerð almannaheillanefndar
dags. 5. mars 2010.
3. Globodent
- aðalfundur 2010
2010030041
Erindi dags. 1. mars 2010 frá stjórn
Globodent á Íslandi ehf þar sem boðað er til aðalfundar þriðjudaginn 16.
mars 2010 á Hótel Kea á Akureyri og hefst hann kl. 10:00.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara
með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.
4. Norðurorka
hf - aðalfundur 2010
2010030042
Erindi dags. 2. mars 2010 frá Franz
Árnasyni forstjóra Norðurorku hf þar sem boðað er til aðalfundar fyrirtækisins
9. apríl nk. kl. 16:00.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara
með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.
5. Afgeiðslur
fjármálastjóra
2010030045
Lagt fram til kynningar minnisblað dags.
9. mars 2010 um afgreiðslur fjármálastjóra í umboði bæjarstjórnar
á árinu 2009.
6. Laun
stjórnenda hjá Akureyrarbæ
2010030046
Rætt um laun stjórnenda hjá Akureyrarbæ.
Til kynningar.
7. Íþróttahöllin
- nýting á kjallara
2010030009
2. liður í fundargerð íþróttaráðs dags.
4. mars 2010:
Lagðar fram tillögur um nýtingu á kjallara
Íþróttahallarinnar á Akureyri.
Íþróttaráð samþykkir að Golfklúbbi Akureyrar
og Skotfélagi Akureyrar verði gert kleift að færa inniaðstöðu sína í kjallara
Íþróttahallarinnar og leggur til við bæjarráð að leigu vegna þessa verði
bætt við fjárhagsramma íþróttadeildar.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.
8. Nýsköpunarsjóður
námsmanna - styrkbeiðni 2010
2010030027
Erindi dags. 26. febrúar 2010 frá Guðnýju
Hallgrímsdóttur f.h. Nýsköpunarsjóðs námsmanna þar sem óskað er eftir að
Akureyrarbær styrki sjóðinn um kr. 1.000.000.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
9. Hús
skáldanna - Davíðshús og Sigurhæðir - gjaldskrá 2010
2010020086
3. liður í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu
dags. 3. mars 2010:
Lögð fram tillaga frá forstöðumanni
Menningarmiðstöðvarinnar í Listagili um breytingar á gjaldskránni frá því
sem ákveðið var í tengslum við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2010.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir tillöguna,
en þó með þeirri breytingu að gjöld fyrir misserisnot í Sigurhæðum verði
kr. 15.000.
Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu
bæjarstjórnar.
10. Góðvinir
Háskólans á Akureyri - skipan í fulltrúaráð
2010030054
Tölvupóstur dags. 9. mars 2010 frá Dagmar
Ýr Stefánsdóttur forstöðumanni markaðs- og kynningarsviðs Háskólans á Akureyri
þar sem hún kynnir að nú standi yfir endurskipulagning á félaginu Góðvinir
Háskólans á Akureyri og að markmiðið sé að auka vægi þess innan háskólasamfélagsins
og út á við og gera það virkara en verið hefur. Hún óskar eftir að Akureyrarbær
skipi einn fulltrúa í fulltrúaráð Góðvina Háskólans á Akureyri.
Bæjarráð skipar bæjarstjóra í fulltrúaráð
Góðvina Háskólans á Akureyri.
Fundi slitið.