Bæjarráð

3215. fundur 04. mars 2010
Bæjarráð - Fundargerð
3215. fundur
4. mars 2010   kl. 09:00 - 10:35
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Björk Jakobsdóttir formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Sigrún Stefánsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Oddur Helgi Halldórsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason áheyrnarfulltrúi
Hermann Jón Tómasson
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Sjallinn - brunavarnamál
2010020097
Lagt fram til kynningar erindi dags. 23. febrúar 2010 frá Þorbirni Haraldssyni, slökkviliðsstjóra Slökkviliðs Akureyrar, er varðar lokun á skemmtistaðnum Sjallanum, Glerárgötu 7, þar til úrbætur hafa verið gerðar í brunavarnamálum.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður mætti á fundinn undir þessum lið.

2.          Innkaupareglur Akureyrarbæjar - endurskoðun
2008020074
Bæjarlögmaður, Inga Þöll Þórgnýsdóttir og hagsýslustjóri, Jón Bragi Gunnarsson, leggja til að 22. gr. í núgildandi innkaupareglum falli niður en þess í stað komi ákvæði til bráðabirgða meðan rekstarumhverfi fyrirtækja er örðugt.
Áður á dagskrá bæjarráðs 25. febrúar sl.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir breytingu  á 22. gr. til bráðabirgða og vísar reglunum til  afgreiðslu bæjarstjórnar.
Oddur Helgi Halldórsson sat hjá við afgreiðslu.


3.          Gásakaupstaður ses - aðalfundur
2010030012
Erindi dags. 26. febrúar 2010 frá Haraldi Inga Haraldssyni f.h. Gásakaupstaðar ses þar sem boðað er til aðalfundar mánudaginn 15. mars nk. kl. 15:00 í veitingahúsinu Greifanum, Glerárgötu 20.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vera fulltrúi Akureyrarbæjar á fundinum.


4.          Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir 2010
2010010038
Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 25. febrúar 2010. Fundargerðin er í 7 liðum.
1. lið a) og 3. lið a) var svarað í viðtalstímanum.  
Bæjarráð vísar 1. lið b) og c), 3. lið b) og c), 4. lið a), 6. og 7. lið  til framkvæmdaráðs, 1. lið d) og 4. lið b) til  skipulagsnefndar, 2. lið til stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar og skólanefndar og 5. lið til félagsmálaráðs.


5.          Rannsóknasjóður Háskólans á Akureyri - úthlutun 2009
2010020094
Lagt fram til kynningar bréf dags. 22. febrúar 2010 frá Sigrúnu Stefánsdóttur f.h. Rannsóknasjóðs Háskólans á Akureyri þar sem fram kemur hverjir og hvaða verkefni fengu úthlutun úr sjóðnum árið 2009.

6.          Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa
2009090017
Tekin fyrir að nýju tillaga starfshóps um siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Akureyrarbæ, áður á dagskrá bæjarráðs 4. febrúar sl.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og felur bæjarstjóra að koma ábendingum og umræðum á fundinum á framfæri.


7.          Öldrunarheimili Akureyrar - umsókn um byggingu hjúkrunarrýma
2009070007
Lögð fram drög að samningi við félags- og tryggingamálaráðuneytið um byggingu og þátttöku í leigu hjúkrunarheimila.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.Fundi slitið.