Bæjarráð

3214. fundur 25. febrúar 2010
Bæjarráð - Fundargerð
3214. fundur
25. febrúar 2010   kl. 09:00 - 11:15
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Björk Jakobsdóttir formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Sigrún Stefánsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Víðir Benediktsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason áheyrnarfulltrúi
Hermann Jón Tómasson
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Innkaupareglur Akureyrarbæjar - endurskoðun
2008020074
Bæjarlögmaður, Inga Þöll Þórgnýsdóttir og hagsýslustjóri, Jón Bragi Gunnarsson, lögðu til að 22. gr. í núgildandi innkaupareglum falli niður en þess í stað komi ákvæði til bráðabirgða meðan rekstarumhverfi fyrirtækja er örðugt.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.


2.          Dómur í máli nr. 220/2009 í Hæstarétti
2008060016
Lagður fram til kynningar dómur í máli nr. 220/2009 í Hæstarétti. Dóminn má finna á slóðinni:
http://www.haestirettur.is/domar?nr=6435
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.

3.          Innheimta hjá Akureyrarbæ
2010020092
Fjármálastjóri Dan Jens Brynjarsson fór yfir innheimtumál hjá Akureyrarbæ.
Almennar umræður.


4.          Tónræktin ehf - styrkbeiðni 2009
2009100070
Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 26. nóvember og 17. desember sl., en þá fól bæjarráð bæjarstjóra að vinna drög að samningi við Tónræktina ehf í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir bæjarráð.
Bæjarráð samþykkir styrk til Tónræktarinnar ehf að upphæð 750 þús. kr. á árunum 2010 og 2011. Fjárveiting umfram fjárhagsáætlun 250 þús. kr. verður tekin af styrkveitingum bæjarráðs.


5.          Haítí - fjárstyrkur
2010010181
Lagt fram til kynningar bréf dags. 18. febrúar 2010 frá Kristjáni Sturlusyni framkvæmdastjóra Rauða Kross Íslands þar sem fram kemur að Rauði Kross Íslands færir Akureyrarbæ alúðarþakkir fyrir framlag til hjálparsjóðs félagsins vegna jarðskjálftanna á Haítí þann 12. janúar sl.

6.          Hafnarstræti 88 - styrkbeiðni 2010
2010020085
Erindi móttekið 17. febrúar 2010 frá Sólveigu Dóru Hartmannsdóttur f.h. húsfélagsins Hafnarstræti 88 þar sem óskað er eftir styrk til að ljúka við framkvæmdir á Hafnarstræti 88.
Bæjarráð vísar erindinu til stjórnar Akureyrarstofu.


7.          Vegagerðin - þjóðvegir í þéttbýli - forgangsröðun
2008070051
4. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 19. febrúar 2010:
Deildarstjóri framkvæmdadeildar, Helgi Már Pálsson, lagði  fram endurskoðaða forgangsröðun vegaframkvæmda frá júlí 2008 vegna vinnu Vegagerðarinnar að gerð nýrrar samgönguáætlunar fyrir Alþingi. Áður samþykkt samgönguáætlun Vegagerðarinnar gerði ekki ráð fyrir fjármagni til Akureyrar fyrr en á árunum 2015-2018. Nú þegar á Vegagerðin óuppgert við Akureyrarbæ vegna framkvæmda við undirgöng undir Hörgárbraut á síðasta ári.  
Framkvæmdaráð samþykkir framlagðar tillögur og leggur áherslu á að núverandi skuld verði greidd sem fyrst og að fjármagn til framkvæmda á Akureyri skv. samþykktri þriggja ára áætlun Akureyrarbæjar verði tryggt.
Framkvæmdaráð beinir því til bæjarráðs að þrýsta á um að fjármagn fáist frá Vegagerðinni.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að málinu.


8.          Þriggja ára áætlun 2011-2013
2010010114
5. liður í fundargerð bæjarstjórnar dags. 16. febrúar 2010:
Fram kom tillaga um að vísa þriggja ára áætlun Akureyrarkaupstaðar 2011-2013 til bæjarráðs og síðari umræðu í bæjarstjórn og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Bæjarráð samþykkir áætlunina og vísar henni til seinni umræðu í bæjarstjórn.


9.          Endurskoðunarútboð 2009
2009110133
Hagsýslustjóri, Jón Bragi Gunnarsson, gerði grein fyrir niðurstöðu útboðs á endurskoðun á reikningum bæjarins fyrir árin 2010-2014.
Lagt er til að samið verði við lægstbjóðanda, Deloitte hf á grundvelli tilboðsins.
Bæjarráð samþykkir tilboðið og vísar því til afgreiðslu bæjarstjórnar.


10.          Árshátíð Akureyrarbæjar 2010
2009100095
Árshátíð Akureyrarbæjar 2010.
Bæjarráð samþykkir að bjóða starfsmönnum Akureyrarbæjar á árshátíð bæjarins.


11.          Mjólkursamsalan - kynning
2010020073
Fulltúum í bæjarráði Akureyrar boðið í heimsókn til Mjólkursamsölunnar þar sem þeim verður kynnt starfsemi fyrirtækisins.


Fundi slitið.