Bæjarráð

3213. fundur 18. febrúar 2010
Bæjarráð - Fundargerð
3213. fundur
18. febrúar 2010   kl. 09:00 - 10:35
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Björk Jakobsdóttir formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Sigrún Stefánsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Oddur Helgi Halldórsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason áheyrnarfulltrúi
Hermann Jón Tómasson
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari1.          Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir 2010
2010010038
Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 11. febrúar sl. Fundargerðin er í 5 liðum.
1. liður er bókaður í trúnaðarbók, 2. og 4. lið b) er vísað til fjármálastjóra, 3. og 4. lið a) til framkvæmdadeildar og 5. lið til skipulagsdeildar.


2.          Umsagnir til Sýslumannsins á Akureyri
2010020072
Lagt fram til kynningar yfirlit bæjarlögmanns dags. 9. febrúar 2010 um umsagnir til Sýslumannsins á Akureyri vegna leyfisveitinga til veitinga- og gistihúsa á árinu 2009.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir sat fundinn undir þessum lið.


3.          Almannaheillanefnd
2008100088
Lögð fram til kynningar fundargerð almannaheillanefndar dags. 12. febrúar 2010.


4.          Markaðsstofa ferðamála á Norðurlandi - áskorun til stjórnvalda um stækkun flugstöðvarinnar á Akureyri
2010010169
Lögð fram áskorun stjórnar Markaðsstofu ferðamála á Norðurlandi þar sem skorað er á stjórnvöld að bjóða út hið fyrsta framkvæmdir við stækkun flugstöðvarinnar á Akureyrarflugvelli.
Bæjarráð Akureyrar tekur undir áskorun Markaðsstofu ferðamála á Norðurlandi um að hið  fyrsta verði ráðist í framkvæmdir við stækkun flugstöðvar og flughlaðs á Akureyrarflugvelli. Millilandaflug á heilsársgrundvelli kemur til með að skapa ferðaþjónustunni á Norður- og Austurlandi algjörlega nýjan rekstrargrundvöll, efla arðsemi, nýsköpun og þróun í ferðaþjónustu og mun hafa jákvæð áhrif á aðra atvinnustarfsemi á landsbyggðinni, sérstaklega yfir vetrartímann. Með lengingu flugbrautar var lagður grunnur að því að reglulegt millilandaflug gæti hafist en til þess að sú fjárfesting nýtist að fullu þarf að klára verkefnið, þ.e. að stækka flughlaðið og flugstöðvarbygginguna. Bæjarráð telur eðlilegt að framkvæmdin verði greidd af samgönguáætlun eins og fordæmi eru fyrir annars staðar á landinu og telur ekki rétt að leggja þann kostnað eingöngu á flugrekendur og þar með notendur mannvirkisins.
Bæjaryfirvöld eru tilbúin til samstarfs við stjórnvöld og hagsmunaaðila í ferðaþjónustu um markaðssetningu og kynningarmál og leggja áherslu á að í það verði ráðist sem fyrst.


5.          Sunnutröð 2 - framkvæmdir án leyfis
2010020058
14. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 10. febrúar 2010:
Lagt var fram bréf frá skipulagsstjóra dags. 4. febrúar 2010 ásamt afriti af bréfi skipulagsstjóra til lóðarhafa nr. 2 við Sunnutröð. Í bréfinu er gerð tillaga um tímafrest og beitingu dagsekta til þess að knýja fram að fjarlægja tré sem eru gróðursett í andstöðu við gildandi deiliskipulag sem byggir á gr. 11.2 í byggingareglugerð 441/1998.
Skipulagsnefnd samþykkir tillögu skipulagsstjóra og m.v.t. 1. mgr. 57 gr. skipulags- og byggingarlaga leggur nefndin til við bæjarráð  að tillagan verði samþykkt.
Ennfremur heimilar skipulagsnefnd skipulagsstjóra að gera nauðsynlegar úrbætur á húsinu á kostnað eiganda sbr. mgr. 210.2 í byggingareglugerð ef ekki verður staðið við gefinn frest til úrbóta.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar.


6.          Norðurgata 12 - framkvæmd án leyfis
2010020059
15. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 10. febrúar 2010:
Lagt var fram bréf frá skipulagsstjóra dags. 4. febrúar 2010 ásamt afriti af bréfi skipulagsstjóra til eiganda hússins nr. 12 við Norðurgötu. Í bréfinu er gerð tillaga um tímafrest og beitingu dagsekta til þess að knýja fram að sótt verði um byggingarleyfi fyrir framkvæmdum og skilað inn hönnunargögnum fyrir breytingum á skúr á lóðinni.
Skipulagsnefnd samþykkir tillögu skipulagsstjóra og m.v.t. 1. mgr. 57 gr. skipulags- og byggingarlaga leggur nefndin til við bæjarráð  að tillagan verði samþykkt en fresturinn sem er til 19. febrúar 2010 verði framlengdur til 5. mars 2010.
Ennfremur heimilar skipulagsnefnd skipulagsstjóra að gera nauðsynlegar úrbætur á húsinu á kostnað eiganda sbr. mgr. 210.2 í byggingareglugerð ef ekki verður staðið við gefinn frest til úrbóta.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar.


7.          Þriggja ára áætlun 2011-2013
2010010114
Unnið að gerð þriggja ára áætlunar 2011-2013.

8.          Oddeyrin - uppbygging
2010020003
Erindi dags. 16. febrúar 2010 frá Guðmundi Hallvarðssyni stjórnarformanni stjórnar Sjómannadagsráðs og Hrafnistuheimilanna þar sem hann fyrir hönd stjórnar óskar eftir viðræðum við bæjaryfirvöld um hugsanlega aðkomu Sjómannadagsráðs og Hrafnistu að uppbyggingu á Oddeyrinni, þ.e. þjónustu fyrir eldri borgara, hjúkrunarheimili, þjónustumiðstöð og öryggis- og þjónustuíbúðir.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og formanni bæjarráðs að vinna áfram að málinu.


9.          Önnur mál
2010010117
Rætt um málefni SÁÁ á Akureyri.


Fundi slitið.