Bæjarráð

3212. fundur 11. febrúar 2010
Bæjarráð - Fundargerð
3212. fundur
11. febrúar 2010   kl. 09:00 - 10:35
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Björk Jakobsdóttir formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Helena Þ. Karlsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Oddur Helgi Halldórsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason áheyrnarfulltrúi
Hermann Jón Tómasson
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Lánasjóður sveitarfélaga - upplýsingar um stöðu lána
2010020021
Erindi dags. 24. janúar 2010 frá Lánasjóði sveitarfélaga þar sem sjóðurinn fer fram á að sveitarstjórn veiti almenna heimild fyrir því að lánasjóðurinn birti upplýsingar um stöðu lána sveitarfélagsins hjá sjóðnum.
Lögð fram eftirfarandi drög að samþykki:
   "Hér með veitir bæjarráð Akureyrar, með vísan til 60. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, Lánasjóði sveitarfélaga heimild að miðla upplýsingum um lán Akureyrarbæjar hjá lánasjóðnum opinberlega og til fjárfesta, þ.m.t. upplýsingar um nafn skuldara, tilgang láns, stöðu láns, lánstíma og önnur kjör. Upplýsingunum er miðlað í þeim tilgangi að fjárfestar hafi sem besta mynd af útlánasafni og starfsemi lánveitanda og mun miðlunin einkum eiga sér stað í gögnum frá lánveitanda s.s. í ársreikningum, árshlutareikningum, fjárfestakynningum og afmælisritum."
Bæjarráð samþykkir samþykktina.


2.          Endurskoðunarnefnd Akureyrarbæjar
2009050053
Lagt til að endurskoðunarnefnd Akureyrarbæjar verði lögð niður. Staða skoðunarmanna bæjarins verður eftir sem áður óbreytt.
Bæjarráð samþykkir á grunni álits Sambands íslenskra sveitarfélaga og samgönguráðuneytisins að leggja endurskoðunarnefndina niður en áfram verði viðhaldið því gamalgróna fyrirkomulagi varðandi skoðunarmenn reikninga bæjarsjóðs.


3.          Hrísey - ferjumál
2010020051
Lagt fram afrit af tölvupósti frá Lindu Maríu Ásgeirsdóttur formanni Hverfisráðs Hríseyjar sem sendur var 28. janúar sl. til Vegagerðarinnar og ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnamála. Í tölvupóstinum kemur fram að íbúar Hríseyjar eru afar óánægðir með þær breytingar sem gerðar hafa verið á ferjuáætlun Hríseyjarferjunnar Sævars og hækkun gjaldskrár.
Bæjarráð tekur undir mótmæli Hríseyinga varðandi niðurskurð á ferðum Hríseyjarferjunnar Sævars og leggur áherslu á að ferjan er þjóðvegur á sjó og eina aðkomuleiðin til eyjarinnar. Bæjarráð skorar á samgönguyfirvöld að endurskoða þessa ákvörðun.


4.          Þjóðaratkvæðagreiðsla 2010 - undirkjörstjórnir
2010010238
Rætt um tilnefningu flokkanna í undirkjörstjórnir vegna fyrirhugaðar þjóðaratkvæðagreiðslu þann 6. mars nk.
Fulltrúum flokkanna falið að vinna áfram að málinu.


5.          Þriggja ára áætlun 2011-2013
2010010114
Unnið að gerð þriggja ára áætlunar 2011-2013.
Bæjarráð vísar þriggja ára áætlun 2011-2013 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.Fundi slitið.