Bæjarráð

3211. fundur 04. febrúar 2010
Bæjarráð - Fundargerð
3211. fundur
4. febrúar 2010   kl. 09:00 - 10:40
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Björk Jakobsdóttir formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Sigrún Stefánsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Oddur Helgi Halldórsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason áheyrnarfulltrúi
Hermann Jón Tómasson
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Meistarafélag byggingamanna á Norðurlandi - ályktun
2010020002
Lögð fram ályktun dags. 26. janúar 2010 frá stjórn Meistarafélags byggingamanna á Norðurlandi þar sem stjórnin lýsir yfir áhyggjum sínum af vaxandi verkefnaskorti iðnaðarmanna á starfssvæði félagsins og þá sérstaklega á Akureyri.
Ásgeir Magnússon, Stefán Jónsson, Hannes Óskarsson og Þórarinn V. Árnason mættu á fundinn undir þessum lið og kynntu ályktunina og fóru yfir stöðu og horfur í byggingaiðnaði.
Bæjarráð þakkar Ásgeiri, Stefáni, Hannesi og Þórarni yfirferðina og komuna á fundinn.


2.          Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir 2010
2010010038
Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 28. janúar 2010, fundargerðin er í 2 liðum.
Bæjarráð vísar 1. lið a) og 2. lið til framkvæmdadeildar.


3.          Þjóðaratkvæðagreiðsla
2010010238
Lagt fram erindi dags. 27. janúar 2010 frá formanni kjörstjórnar Akureyrar vegna komandi þjóðaratkvæðagreiðslu þann 6. mars nk.  Þar kemur fram tillaga kjörstjórnar um að Akureyrarkaupstað verði skipt í tólf kjördeildir tíu verði á Akureyri, ein í Hrísey og ein í Grímsey. Á Akureyri verði kjörstaður í Verkmenntaskólanum á Akureyri, í Hrísey verði kjörstaður í Grunnskólanum í Hrísey og í Grímsey verði kjörstaður í félagsheimilinu Múla. Einnig leggur kjörstjórnin til að kjörfundur standi frá kl. 09:00 til kl. 22:00 á Akureyri, en frá kl. 10:00 til kl. 18:00 í Hrísey og í Grímsey.
Bæjarráð samþykkir tillögur kjörstjórnar.


4.          Félag harmonikkuunnenda við Eyjafjörð - styrkur
2010020005
Lagt fram minnisblað frá fjármálastjóra og bæjarlögmanni vegna kaupa Félags harmonikkuunnenda við Eyjafjörð á 75% eignarhlut Lúðrasveitar Akureyrar í húseigninni Laxagötu 5. Lagt er til að Akureyrarbær veiti Félagi harmonikkuunnenda við Eyjafjörð styrk að upphæð kr. 1.300.000 vegna kaupanna. Styrkurinn yrði skilyrtur um að Akureyrarbær hafi forkaupsrétt að eigninni eða ef/þegar Akureyrarbær leysir til sín eignina af skipulagsástæðum þá komi styrkurinn framreiknaður til lækkunar á kaupverði. Jafnframt að Foreldrafélag blásarasveitar Tónlistarskólans á Akureyri, sem nú hefur tekið við eignarhluta Lúðrasveitarinnar í eigninni, leggi andvirði sölunnar í sérstakan sjóð sem nýttur verði í þágu starfsemi félagsins.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir styrkinn sem færist af styrkveitingum bæjarráðs.


5.          Geislagata 7 - dagsektir
2010010236
14. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 27. janúar 2010:
Lagt var fram bréf frá skipulagsstjóra dags. 21. janúar 2010 ásamt afriti af bréfi skipulagsstjóra til eiganda hússins nr. 7 við Geislagötu. Í bréfinu er gerð tillaga um tímafrest og beitingu dagsekta vegna ástands hússins og krafna um úrbætur.
Skipulagsnefnd samþykkir tillögu skipulagsstjóra og m.v.t. 1. mgr. 57 gr. skipulags- og byggingarlaga leggur nefndin til við bæjarráð  að tillagan verði samþykkt.
Ennfremur heimilar skipulagsnefnd skipulagsstjóra að gera nauðsynlegar úrbætur á húsinu á kostnað eiganda sbr. mgr. 210.2 í byggingarreglugerð ef ekki verður staðið við gefinn frest til úrbóta.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar.


6.          Oddeyri - eignir boðnar til kaups
2010020003
Erindi dags. 27. janúar 2010 frá Tómasi Þór Eiríkssyni f.h. RA eigna ehf þar sem fram kemur að fyrirtækið sé tilbúið til viðræðna við Akureyrarbæ um sölu allra þeirra eigna sem keyptar hafa verið á Oddeyrarsvæðinu á síðustu tveimur árum. Einnig lögð fram yfirlýsing dags. 27. janúar 2010 frá Jóni Þórissyni forstjóra f.h. VBS fjárfestingabanka ehf um sölu á fasteignum og lóðum á Oddeyrinni til Akureyrarbæjar.
Bæjarráð hafnar erindinu.


7.          Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa og ráðna stjórnendur Akureyrarbæjar
2009090017
3. liður í fundargerð stjórnsýslunefndar dags. 27. janúar 2010:
Lögð var fram tillaga starfshóps um siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Akureyrarbæ.  
Stjórnsýslunefnd óskar eftir að fastanefndir taki drögin til umræðu og skili athugasemdum til nefndarinnar fyrir 1. mars nk.
Afgreiðslu frestað til  næsta fundar.


8.          Skjaldarvík - leiga húsnæðis
2004010122
1. liður í fundargerð stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 22. janúar 2010:
Lagður fram samningur dags. 22. janúar 2010 við Concept ehf, kt. 410605-1710, um leigu á húsnæði dvalarheimilisins.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir leigusamninginn með 4 atkvæðum gegn atkvæði Jóns Erlendssonar og vísar honum til bæjarráðs.
Jón Erlendsson óskar bókað: Ég tel ekki rétt að leigja húsnæði í eigu bæjarins til einkaaðila í samkeppnisrekstri án útboðs eða undangenginnar auglýsingar.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir samninginn með 4 atkvæðum gegn atkvæði Baldvins H. Sigurðssonar.
       
Baldvin H. Sigurðsson óskar bókað:
   "Ég vara bæjarstjórn Akureyrar við því að leigja fasteignir Skjaldarvíkur til einkaaðila í samkeppnisrekstri án þess að auglýsa eignina til leigu opinberlega eða bjóða hana út með formlegum hætti og tel víst að bærinn eigi málssókn yfir höfði sér ef leigusamningur þessi gengur eftir óbreyttur.  Ég vil taka fram að ég ber fullt traust til leigutaka og fagna áformum hans um rekstur ferðaþjónustu í Skjaldarvík."9.          Byggðakvóti handa Hrísey og Grímsey - fiskveiðiárið 2009-2010
2009100051
Lagt fram bréf frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu dags. 31. janúar 2010 þar sem tilkynnt er um úthlutaðan byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2009-2010, 117 þorskígildistonn vegna Hríseyjar og 16 þorskígildistonn vegna Grímseyjar.  
Lagt fram til kynningar.


10.          Þriggja ára áætlun 2011-2013
2010010114
Unnið að gerð þriggja ára áætlunar 2011-2013.


Fundi slitið.