Bæjarráð

3210. fundur 28. janúar 2010
Bæjarráð - Fundargerð
3210. fundur
28. janúar 2010   kl. 09:00 - 11:08
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Björk Jakobsdóttir formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Sigrún Stefánsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Oddur Helgi Halldórsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason áheyrnarfulltrúi
Hermann Jón Tómasson
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Strokkur Energy ehf - rammasamningur
2010010199
Eyþór Arnalds framkvæmdastjóri Strokks Energy ehf og Magnús Þór Ásgeirsson framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar mættu á fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir rammasamninginn fyrir sitt leyti og felur bæjarstjóra að undirrita hann. Samningurinn verður lagður fyrir á næsta fundi bæjarstjórnar.


2.          Almannaheillanefnd
2008100088
Fundargerð almannaheillanefndar dags. 22. janúar 2010.
Lagt fram til  kynningar.


3.          Akureyrarbær - niðurskurður í rekstri
2010010141
2. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 21. janúar 2010:
Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 14. janúar 2010. 2. liður heyrir undir bæjarráð:
Áslaug Ásgeirsdóttir, kt. 110853-5139, hringdi í viðtalstíma bæjarfulltrúa og spurðist fyrir um niðurskurð í rekstri Akureyrarbæjar.  Hún er mótfallin styrkveitingu til íþróttafélaga þegar á sama tíma helgarakstri hjá SVA var hætt í sumar.  Kvartaði líka yfir því að SVA bauð ekki upp á akstur um síðustu verslunarmannahelgi.
Áslaug vinnur hjá PBI og vinnutími hennar hefur verið skertur, hún hefur áhyggjur af frekari niðurskurði.
Lagt fram til kynningar.


4.          Þingvallastræti 23 - ráðstöfun fasteignarinnar
2010010172
Erindi dags. 18. janúar 2010 frá Stefáni B. Sigurðssyni rektor Háskólans á Akureyri þar sem fram kemur að alþingi hafi heimilað sölu á eignarhluta ríkisins í fasteigninni Þingvallastræti 23 en húseignin er einnig í eigu Akureyrarbæjar. Óskað er eftir samvinnu Akureyrarbæjar varðandi söluna.
Bæjarráð samþykkir að auglýsa Þingvallastræti 23 til sölu og felur fjármálastjóra frekari vinnslu málsins í samvinnu við HA.


5.          Héraðsnefnd Eyjafjarðar - slit nefndar og lokaársreikningur
2010010187
Erindi dags. 14. janúar 2010 frá Valtý Sigurbjarnarsyni framkvæmdastjóra Héraðsnefndar Eyjafjarðar þar sem hann óskar eftir að Akureyrarbær staðfesti lokaársreikning Héraðsnefnd Eyjafjarðar.
Bæjarráð staðfestir lokaársreikning Héraðsnefndar Eyjafjarðar.
Bæjarráð þakkar framkvæmdastjóra Héraðsnefndar Eyjafjarðar og nefndarmönnum fyrir vel unnin störf.


6.          Loftslagsráðstefna í Randers - 2010
2010010195
Tölvupóstur dags. 22. janúar 2010 frá Randers vinabæ Akureyrar í Danmörku þar sem boðað er til loftslagsráðstefnu sem haldin verður í Randers dagana 24.- 26. mars 2010.
Lagt fram til kynningar og vísað til umhverfisnefndar til frekari skoðunar.


7.          Landsmót hestamanna 2014
2010010163
Erindi dags. 12. janúar 2010 frá Erlingi Guðmundssyni formanni Hestamannafélagsins Léttis þar sem hann óskar eftir stuðningi Akureyrarbæjar við umsókn félagsins við að halda Landsmót hestamanna sumarið 2014 á félagssvæði sínu á Akureyri.
Bæjarráð lýsir yfir stuðningi við umsókn Hestamannafélagsins Léttis til Landssambands hestamanna vegna Landsmóts 2014 og býður fram aðstoð sína vegna kynningarmála fyrir LH. Starfsmönnum Akureyrarstofu falinn frekari undirbúningur málsins.


8.          Haítí - fjárstyrkur
2010010181
Lögð fram tillaga um að veita styrk til hjálparstarfsins vegna náttúruhamfaranna á Haítí. Upphæðin verður falin Rauða krossi Íslands til ráðstöfunar.
Bæjarráð samþykkir styrkveitingu að upphæð 100 krónur per íbúa Akureyrar vegna hjálparstarfsins.  Heildarupphæðin verður kr. 1.753.000 og verður tekin af styrkveitingum bæjarráðs.


9.          Þriggja ára áætlun 2011-2013
2010010114
Unnið að gerð þriggja ára áætlunar 2011-2013.


10.          Önnur mál
2010010117
Oddur Helgi Halldórsson ræddi um gatnamótin Glerárgata/Tryggvabraut/Borgarbraut og aukna umferð þar.


Fundi slitið.