Bæjarráð

3209. fundur 21. janúar 2010
Bæjarráð - Fundargerð
3209. fundur
21. janúar 2010   kl. 09:00 - 10:52
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Stefánsdóttir varaformaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Oddur Helgi Halldórsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason áheyrnarfulltrúi
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          RES Orkuskóli - leiga á Skjaldarvík
2008120002

Leiga á Skjaldarvík til RES Orkuskólans.
Björn Gunnarsson rektor skólans og Guðjón Steindórsson framkvæmdastjóri Orkuvarðar ehf mættu á fundinn undir þessum lið og fóru yfir stöðu mála.
Bæjarráð þakkar Birni og Guðjóni fyrir kynninguna.
Bæjarráð samþykkir hlutafjárframlag úr Framkvæmdasjóði Akureyrar að upphæð krónur 800.000 á mánuði, allt að 9,6 milljónir á árinu 2010 til RES Orkuskóla. Framlagið verður greitt með jöfnum mánaðarlegum greiðslum og er ætlað að standa straum af hluta af húsnæðiskostnaði nemenda.


2.          Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir 2010
2010010038
Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 14. janúar 2010. Fundargerðin er í 3 liðum.
1. lið er vísað til félagsmálaráðs, 2. liður heyrir undir bæjarráð og 3. lið er vísað til skóladeildar og hagþjónustu.


3.          Hríseyjarviti
2009070022
Svarbréf dags. 18. janúar 2010 frá Lindu Maríu Ásgeirsdóttur formanni hverfisráðs Hríseyjar til bæjarráðs vegna erindis dags. 8. júlí 2009 frá Sigurbjörgu Árnadóttur formanni félagsins Íslenska vitafélagið - félagi um íslenska strandmenningu, þar sem bent var á aðskotahluti utan á Hríseyjarvita og skorað á hlutaðeigandi að fjarlægja þá hið fyrsta.  Bæjarráð vísaði á fundi sínum 10. september 2009 erindi Sigurbjargar til hverfisráðs Hríseyjar og óskaði eftir svörum.
Lagt fram til kynningar.


4.          Samtök iðnaðarins - upplýsingar um framboð á nýju íbúðahúsnæði
2010010142
Erindi dags. 13. janúar 2010 frá Jóni Bjarna Gunnarssyni og Friðriki Ág. Ólafssyni fh. Samtaka iðnaðarins þar sem þeir óska eftir upplýsingum um hve margar íbúðir séu skráðar á byggingastigi 4, 5 og 6 samkvæmt ÍST 51 í fjölbýlishúsum, raðhúsum, parhúsum og einbýlishúsum sundurliðað eftir húsgerðum og hverfum. Einnig óska þeir eftir upplýsingum ef til eru um nýjar íbúðir á byggingastigi 7 sem eru ónýttar og til sölu.
Bæjarráð felur skipulagsstjóra að taka saman þessar upplýsingar og senda Samtökum iðnaðarins. Afrit af svarinu verður kynnt bæjarráði.


5.          Almannavarnir Eyjafjarðar - sameining almannavarnanefnda
2010010153
Lagt fram erindi dags. 15. janúar 2010 frá Ólafi Ásgeirssyni f.h. almannavarnanefndar Eyjafjarðar þar sem fram kemur að á fundi almannavarnanefndar Eyjafjarðar sem haldinn var þann 13. janúar sl. hafi eftirfarandi verið samþykkt einróma:
„Almannavarnanefnd Eyjafjarðar leggur til við aðildarsveitarfélög nefndarinnar að leitað verði eftir samkomulagi við Fjallabyggð um sameiningu almannavarnanefnda Eyjafjarðar og Fjallabyggðar þannig að ein almannavarnanefnd verði í umdæmi lögreglustjórans á Akureyri. Að fengnu samþykki sveitarfélaganna verði teknar upp viðræður við almannavarnanefnd Fjallabyggðar um sameiningu og gengið frá samkomulagi þar um. Að því búnu verði samkomulagið sent sveitarstjórnum til staðfestingar.“
Bæjarráð samþykkir sameiningu nefndanna fyrir sitt leyti.


6.          Undirkjörstjórnir
2010010157
Rætt um skipan undirkjörstjórna fyrir komandi kosningar.
Bæjarráð felur stjórnsýslunefnd frekari skoðun og tillögugerð.
Oddur Helgi Halldórsson sat hjá við afgreiðslu.


7.          Önnur mál
2010010117
a)  Jóhannes G. Bjarnason tók til umræðu hugsanlega lokun á starfsemi SÁÁ á Akureyri.

b)  Jóhannes G. Bjarnason ræddi reglur um kattahald á Akureyri og lagði fram tillögu um að vísa málinu til framkvæmdaráðs þar sem reglur um kattahald verði endurskoðaðar.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.


Fundi slitið.