Bæjarráð

3208. fundur 14. janúar 2010

Bæjarráð - Fundargerð
3208. fundur
14. janúar 2010   kl. 09:00 - 11:04
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


 

Nefndarmenn Starfsmenn   Sigrún Björk Jakobsdóttir formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Sigrún Stefánsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Oddur Helgi Halldórsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason áheyrnarfulltrúi
  Hermann Jón Tómasson
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari

 
1.          Malbiksframleiðsla - samkeppni
2009110135
1. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 26. nóvember 2009:
Steindór Sigursteinsson mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa og ræddi malbiksframleiðslu á vegum bæjarins og samkeppni við einkaaðila.  Hann sem starfsmaður Norðurbiks ehf telur bæinn í samkeppni við fyrirtækið, sem hafi áhrif á starfsemi þess og starfsmenn.  Hann taldi óeðlilegt að bærinn seldi malbik til einkaaðila.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Helgi Már Pálsson deildarstjóri framkvæmdadeildar sátu fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð felur framkvæmdaráði að móta verklagsreglur um sölu á malbiki.


2.          Sjúkraflutningar - endurskoðun samnings 2009-2010
2010010094
3. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 8. janúar 2010:
Lögð voru fram drög að samkomulagi milli Sjúkratrygginga Íslands og Akureyrarkaupstaðar.
Framkvæmdaráð samþykkir samkomulagið fyrir sitt leyti og vísar því til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir samkomulagið.


3.          Oddeyri - austan Glerárgötu sunnan Glerár
2008080096
Tekið fyrir að nýju, bæjarráð frestaði afgreiðslu á fundi sínum þann 7. janúar sl.
2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. desember 2009:
Skipulagsstjóri lagði fram á ný greinargerð frá vinnuhópi sem hafði það hlutverk að rýna stöðu Oddeyrar austan Glerárgötu og sunnan Glerár m.t.t. skipulags og byggðaþróunar til framtíðar.
Skipulagsnefnd þakkar vinnuhópi um málefni Oddeyrar fyrir framlagða greinargerð. Greinargerðin dregur saman á einn stað stöðu mála á svæðinu og gerir jafnframt grein fyrir sjónarmiðum hinna ýmsu hagsmunaaðila sem starfsemi hafa á svæðinu auk sjónarmiðs hverfisnefndar Oddeyrar fyrir hönd íbúa.
Meirihluti bæjarráðs er sammála greinargerð vinnuhópsins í meginatriðum og felur skipulagsnefnd að  hefja undirbúning að endurskoðun á aðal- og deiliskipulagi Oddeyrar.  Aðrar tillögur hópsins þarf að skoða nánar í samráði við íbúa, hafnaryfirvöld og hagsmunaðila.
Oddur Helgi Halldórsson og Baldvin H. Sigurðsson sátu hjá við afgreiðslu.

       
Oddur Helgi Halldórsson óskaði eftirfarandi bókað:
   "Ég greiddi atkvæði gegn aðalskipulaginu.  Ástæðan var m.a. vegna skipulags sem nær yfir eyrina.
Ég er sammála  hugmyndum um uppbyggingu á Eyrinni, en er mjög ósáttur hvernig skipulagið tekur á umferðarleiðum.  Ég er líka mótfallinn þeim hugmyndum að breyta Glerárgötu þannig að aðeins ein akrein verði í hvora átt.  Ég get því ekki tekið undir greinargerð vinnuhópsins."

4.          Reykjavíkurflugvöllur - athugasemdir frá Samtökum um betri byggð
2008100078
Lagt fram erindi dags. 6. janúar 2010 frá stjórn Samtaka um betri byggð þar sem gerðar eru athugasemdir við bókun  bæjarstjórnar  Akureyrarkaupstaðar á fundi þann 22. desember sl. um Reykjavíkurflugvöll og samgöngumiðstöð í Vatnsmýrinni.
Bæjarráð Akureyrar þakkar stjórn Samtaka um betri byggð fyrir bréfið. Reykjavík er höfuðborg alls landsins og því skipta samgöngur við höfuðborgina alla landsmenn máli. Af þeim sökum er það mjög eðlilegt að þeir sem búa utan höfuðborgarsvæðisins láti sig varða um framtíð flugvallarins þar og álykti þar um. Fordæming Samtaka um betri byggð á ályktun bæjaryfirvalda á Akureyri hefur því ekkert gildi í sjálfu sér.


5.          Náttúrustofa Vesturlands - greinargerð um umhverfisvottun Íslands
2009120110
Lögð fram greinargerð Náttúrustofu Vesturlands um umhverfisvottun Íslands. Hægt er að nálgast greinargerðina á slóðinni: http://nsv.is/NSV_skyrslur/Umhverfisvottad_Island.pdf
Bæjarráð vísar málinu til umhverfisnefndar til frekari skoðunar og óskar eftir greinargerð frá nefndinni um umfang verkefnisins fyrir Akureyrarbæ.


6.          Skógræktarfélag Íslands - atvinnuátak 2010
2010010118
Erindi dags. 8. janúar 2010 frá Magnúsi Gunnarssyni formanni Skógræktarfélags Íslands þar sem hann f.h. Skógræktarfélags Íslands óskar eftir að Akureyrarbær taki þátt í atvinnuátaksverkefnum á vegum Skógræktarfélags Íslands og Skógræktarfélags Eyfirðinga á árinu 2010.
Bæjarráð lýsir yfir áhuga á að taka þátt í atvinnuátaksverkefninu og felur stjórn Akureyrarstofu að vinna áfram að málinu.


7.          Yfirfærsla á málefnum fatlaðra til sveitarfélaga
2009110111
2. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 11. janúar 2010:
Kristín Sóley Sigursveinsdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar og Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri fjölskyldudeildar kynntu tillögu að greinargerð félagsmálaráðs til bæjarráðs um helstu verkefni og tækifæri í tengslum við væntanlegan tilflutning málefna fatlaðra til sveitarfélaga. Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri HAK var viðstödd við umræðu málsins.
Félagsmálaráð samþykkir drögin með þeim orðalagsbreytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar þeim til bæjarráðs.
Bæjarráð þakkar fyrir greinargerðina og felur félagsmálaráði að vinna áfram á grundvelli hennar.


8.          Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2009
2009050054
Yfirlit um rekstur aðalsjóðs janúar til nóvember 2009.
Lagt fram til kynningar.Fundi slitið.