Bæjarráð

3206. fundur 17. desember 2009
Bæjarráð - Fundargerð
3206. fundur
17. desember 2009   kl. 09:00 - 11:50
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Björk Jakobsdóttir formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Helena Þ. Karlsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Oddur Helgi Halldórsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason áheyrnarfulltrúi
Hermann Jón Tómasson
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          TV einingar - úthlutanir árið 2010
2009120024

3. liður í fundargerð kjarasamninganefndar dags. 7. desember 2009:
Í ljósi aðstæðna leggur kjarasamninganefnd til að ekki verið úthlutað TV einingum vegna verkefna og hæfni á árinu 2010.
Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri mætti á fundinn undir þessum lið og gerði grein fyrir tillögu kjarasamninganefndar.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.


2.          Menningarhúsið Hof - rekstur
2008020172
Framkvæmdastjóri Hofs, Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir og framkvæmdastjóri Fasteigna Akureyrarbæjar, Guðríður Friðriksdóttir, komu á fundinn og fóru yfir stöðu mála.
Bæjarráð þakkar þeim Ingibjörgu og Guðríði fyrir upplýsingarnar.


3.          Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir 2009
2009010195
Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 10. desember 2009. Fundargerðin er í 3 liðum.
Bæjarráð vísar lið 1 a) og b) til íþróttaráðs og 1 c) og d) til skipulagsnefndar. Lið 2 er vísað til íþróttaráðs og lið 3 til framkvæmdaráðs.


4.          Tónræktin - styrkbeiðni 2009
2009100070
Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 26. nóvember sl. en þá fól bæjarráð bæjarstjóra að vinna að málinu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna drög að samningi við Tónræktina i samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir bæjarráð.

5.          Mótorhjólasafn Íslands - styrkbeiðni
2009120011
Tekið fyrir að nýju, bæjarráð frestaði afgreiðslu á fundi sínum þann 10. desember sl.
Bæjarráð samþykkir að styrkja Mótorhjólasafnið um 1 milljón kr. á ári í þrjú ár. Styrkurinn verði tekinn af styrkveitingum bæjarráðs.
Bæjarstjóra falið að ganga frá samningi þar að lútandi.


6.          Skólastígur 4 - forkaupsréttur
2009110070
Tölvupóstur dags. 15. desember  2009 frá Fasteignasölunni Byggð þar sem fram kemur að kauptilboð það sem lagt var fyrir bæjarráð í nóvember sl. sé fallið úr gildi og að samþykkt hafi verið kauptilboð frá öðrum aðila. Óskað er eftir afstöðu Akureyrarbæjar vegna forkaupsréttar bæjarins.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að Akureyrarbær muni ekki nýta sér forkaupsrétt við sölu Skólastígs 4, skv. kauptilboði dags. 8. desember 2009.  Akureyrarbær áréttar að kvaðir sem þinglýstar voru á eignina 14. ágúst 2009 um forkaupsrétt Akureyrarbæjar, heimilt notagildi fasteignar og umgengnisrétt og tengingar á lóð verði teknar inn í texta kaupsamnings við sölu hennar.


7.          Reiðhöll - hönnun og uppbygging
2005050026
Lagt fram afsal dags. 15. desember 2009 frá Hestamannafélaginu Létti  um 73%  eignarhluta bæjarins í Reiðhöllinni.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir afsalið.


8.          Afskriftir lána 2009
2009120039
2. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 14. desember 2009:
Lögð fram tillaga um afskriftir lána í fjárhagsaðstoð að upphæð kr. 671.816.
Félagsmálaráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir afskriftirnar.


9.          Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2010 - gjaldskrár
2009090066
Lögð fram tillaga að gjaldskrám Akureyrarbæjar 2010.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.

Gjaldskrá fyrir leigu á húsnæði í grunnskólum og æskulýðs- og íþróttamannvirkjum - tillaga um að afsláttur til æskulýðs- og íþróttafélaga á Akureyri verði óbreyttur var samþykkt samhljóða.

Gjaldskrá fyrir heimaþjónustu var borin upp sérstaklega og samþykkt með 4 atkvæðum.
Oddur Helgi Halldórsson sat hjá við afgreiðslu.

Gjaldskrá félags- og tómstundastarfs fyrir eldri borgara var borin upp sérstaklega og samþykkt með 4 atkvæðum.
Oddur Helgi Halldórsson sat hjá við afgreiðslu.

Gjaldskrá sundlauga Akureyrar  var borin  upp sérstaklega og samþykkt með 3 atkvæðum.
Oddur Helgi Halldórsson greiddi atkvæði á móti afgreiðslu.
Baldvin H. Sigurðsson sat hjá við afgreiðslu.
Jóhannes Gunnar Bjarnason óskar bókað að hann sé andvígur gjaldskrárbreytingum hjá sundlaugum Akureyrar.

Gjaldskrá fyrir fastleigustæði og stöðubrotagjöld Bifreiðastæðasjóðs verður óbreytt og verður tekin til endurskoðunar í upphafi næsta árs.

Gjaldskrá fyrir sorphreinsun - tillaga að sorphreinsunargjaldi kr. 22.000 var borin upp sérstaklega og samþykkt samhljóða.

Bæjarráð samþykkir aðra liði í tillögum að gjaldskrám og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.


10.          Álagning gjalda árið 2010 - fasteignagjöld
2009120068
Lögð fram tillaga um álagningu fasteignagjalda fyrir árið 2010:

          a)       i   Fasteignaskattur verði 0,3328% af fasteignamati íbúðarhúsa og lóða.
               ii  Fasteignaskattur verði 0,572% af fasteignamati  hesthúsa og lóða.
           b)      Fasteignaskattur á sjúkrastofnanir, skóla, heimavistir, leikskóla, íþróttahús og bókasöfn verði 1,32% af fasteignamati og lóðarréttindum.
           c)      Fasteignaskattur á annað húsnæði en a) og b) lið  verði  1,65% af fasteignamati húsa og lóða.
           d)      Lóðarleiga verði 0,5% af fasteignamati lóða fyrir íbúðarhúsnæði.
           e)      Lóðarleiga verði 2,8% af fasteignamati lóða vegna b) og c) liðar.
            f)      Vatnsgjald íbúðarhúsnæðis verði fast gjald 6.689 kr. pr. íbúð og 100,34 kr. pr. fermetra.
           g)      Vatnsgjald af öðru húsnæði en íbúðum  verði fast gjald 13.378 kr. pr. eign og 100,34 kr. pr. fermetra.
           h)       Fráveitugjald verði 0,15% af fasteignamati húsa og lóða.

            Vatnsgjald og fráveitugjald (holræsagjald) leggst á nýjar eignir þegar þær teljast fokheldar skv. fasteignamati.
            Almennir gjalddagar fasteignagjalda á árinu 2010 eru átta, 3. dagur hvers mánaðar frá febrúar til september. Gjalddagi fasteignagjalda, að lægri fjárhæð en 9.000 kr., er 3. febrúar 2010.
            Gjalddagar fasteignagjalda, sem lögð eru á nýjar eignir á árinu, eru jafn margir og almennu gjalddagarnir sem eftir eru ársins þegar álagning fer fram.
            Frá 1. september er einn gjalddagi vegna nýrra eigna, 3. dagur  hvers mánaðar eftir álagningu.  Bæjarráð samþykkir tillögu um álagningu fasteignagjalda fyrir árið 2010 og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.


11.          Álagning gjalda árið 2010 - fasteignaskattur - reglur um afslátt af fasteignaskatti
2009120092
Lögð fram tillaga að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2010.
Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.


12.          Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2010
2009090066
7. liður í fundargerð bæjarstjórnar dags. 8. desember 2009:
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2010 til frekari yfirferðar í bæjarráði og til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjóri og hagsýslustjóri gerðu grein fyrir þeirri vinnu sem farið hefur fram á milli umræðna svo og þeim breytingum sem gerðar hafa verið á frumvarpinu.

Áætlunin tekur til eftirfarandi þátta:
Samstæðureikningur Akureyrarbæjar A og B-hluti
Rekstraryfirlit samstæðureiknings
Framkvæmdayfirlit Akureyrarbæjar

A-hluta stofnanir:
Aðalsjóður
Fasteignir Akureyrarbæjar
Framkvæmdamiðstöð
Eignasjóður gatna o.fl.

B-hluta stofnanir:
Félagslegar íbúðir
Fráveita Akureyrar
Strætisvagnar Akureyrar
Öldrunarheimili Akureyrar
Framkvæmdasjóður Akureyrar
Norðurorka hf
Bifreiðastæðasjóður Akureyrar
Byggingarsjóður Náttúrufræðistofnunar
Gjafasjóður Hlíðar og Skjaldarvíkur
Hafnasamlag Norðurlands
Heilsugæslustöðin á Akureyri

Þegar hér var komið vék Baldvin H. Sigurðsson af fundi kl. 11.38.

Bæjarráð vísar frumvarpinu til bæjarstjórnar til síðari umræðu og afgreiðslu og lítur svo á að með afgreiðslu frumvarpsins hafi verið afgreidd erindi og tillögur um fjárveitingar sem borist hafa bæjarráði og vísað hefur verið til gerðar fjárhagsáætlunar.


13.          Önnur mál
2009010001
Bæjarráð fagnar þeirri höfðinglegu gjöf sem Samherji afhenti íþróttafélögum og félagasamtökum á Akureyri nýverið.


Í lok fundar óskaði formaður bæjarráðs bæjarráðsmönnum og starfsmönnum Akureyrarbæjar gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári og þakkaði samstarfið á árinu.Fundi slitið.