Bæjarráð

3205. fundur 10. desember 2009
Bæjarráð - Fundargerð
3205. fundur
10. desember 2009   kl. 09:00 - 10:55
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Björk Jakobsdóttir formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Sigrún Stefánsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Oddur Helgi Halldórsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason áheyrnarfulltrúi
Hermann Jón Tómasson
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Mótorhjólasafn Íslands - styrkbeiðni
2009120011

Erindi dags. 26. nóvember 2009 frá Jóni Dan Jóhannssyni f.h. stjórnar Mótorhjólasafns Íslands þar sem hann fer þess á leit við Akureyrarbæ að gatnagerðargjöld af lóð safnsins verði felld niður og þau endurgreidd safninu.
Bæjarráð frestar afgreiðslunni.


2.          Íþróttafélagið Þór - ósk um viðræður vegna hvatagreiðslu
2009110127
Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 3. desember sl.
Bæjarráð hafnar erindinu.
Sigrún Stefánsdóttir og Baldvin H. Sigurðsson sátu hjá við afgreiðslu.


3.          Molta ehf - fjármögnun jarðgerðarstöðvar
2009120030
Lagt fram minnisblað, ódags., frá Hermanni Jóni Tómassyni formanni stjórnar Flokkunar ehf og Guðmundi Sigvaldasyni formanni stjórnar Moltu ehf um fjármögnun jarðgerðarstöðvar Moltu ehf á Þveráreyrum.
Bæjarráð samþykkir tillögu stjórnar Flokkunar ehf um aukningu hlutafjár og felur bæjarstjóra að ganga frá samkomulagi þar að lútandi.  Fjárveitingin komi úr Framkvæmdasjóði.
Oddur Helgi Halldórsson sat hjá við afgreiðslu.


4.          Landskerfi bókasafna - samþætt leitarvél fyrir Ísland
2009120014
Bréf dags. 30. nóvember 2009 frá Sveinbjörgu Sveinsdóttur framkvæmdastjóra Landskerfis bókasafna hf þar sem hluthafar Landskerfis bókasafna hf eru upplýstir um þá ákvörðun stjórnar að ganga til samninga við Ex Libris og Konunglega bókasafnið um fyrsta áfanga verkefnisins „Samþætt leitargátt fyrir Ísland“ sem byggi á Primo hugbúnaðinum og hefja vinnu við hann á næsta ári.
Lagt fram til kynningar.5.          Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2010
2009090066
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar vegna ársins 2010.


6.          Önnur mál
2009010001
Bæjarstjóri Hermann Jón Tómasson kynnti viljayfirlýsingu um samstarf mennta- og menningarmálaráðuneytis við Háskólann á Akureyri, Akureyrarbæ, Rauða kross Íslands og Ungmennafélag Íslands um að efla lýðræði og mannréttindi í skólum, félags- og æskulýðsstarfi.


Fundi slitið.