Bæjarráð

3204. fundur 03. desember 2009
Bæjarráð - Fundargerð
3204. fundur
3. desember 2009   kl. 09:00 - 11:40
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Björk Jakobsdóttir formaður
Sigrún Stefánsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Oddur Helgi Halldórsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason áheyrnarfulltrúi
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritariElín Margrét Hallgrímsdóttir boðaði forföll sín og varamanns.


1.          Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir 2009
2009010195
Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 26. nóvember 2009. Fundargerðin er í 6 liðum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að láta taka saman minnisblað varðandi 1. lið.   2., 4., 5. og 6 er vísað til framkvæmdadeildar og 3. lið til gerðar fjárhagsáætlunar.


2.          Dagsektir - umgengni
2009110131
9. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 25. nóvember 2009:
Lagt var fram bréf frá skipulagsstjóra, dags. 23. nóvember 2009, ásamt afriti af bréfi skipulagsstjóra til eiganda vélahluta, járns, timburs o.fl. sem sett hefur verið á erfðafestulönd nr. 537 og 539 í eigu bæjarins. Í bréfinu er gerð tillaga um tímafrest og beitingu dagsekta ef þessir hlutir verða ekki fjarlægðir.
Skipulagsnefnd samþykkir tillögu skipulagsstjóra og m.v.t. 1. mgr. 57. gr. skipulags- og byggingarlaga en leggur til að gefinn frestur verði framlengdur til 1. maí 2010 og leggur nefndin til við bæjarráð að tillaga um dagsektir verði samþykkt.
Ennfremur heimilar skipulagsnefnd skipulagsstjóra að gera nauðsynlegar úrbætur á lóðunum á kostnað lóðarhafa sbr. mgr. 210.2 í byggingarreglugerð ef ekki verður staðið við gefinn frest til úrbóta.
Meiri hluti bæjarráðs samþykkir tillögu skipulagsnefndar um að beita dagsektum á viðkomandi eiganda.
Baldvin H. Sigurðsson greiddi atkvæði á móti afgreiðslunni.


3.          Undirhlíð 1-3 - kvörtun og fyrirspurn
2009110092
Erindi dags. 16. nóvember 2009 frá íbúum í Miðholti 2, 4 og 6, Stafholti 1 og Stórholti 11, 14 og 16 þar sem þeir vilja koma á framfæri kvörtun vegna framgöngu byggingaverktaka á byggingareitnum Undirhlíð 1-3. Einnig beina þeir þeirri fyrirspurn til bæjaryfirvalda um hvernig staðið hafi verið að ráðstöfun trjágróðurs sem var á umræddum byggingareit.
Bæjarráð samþykkir eftirfarandi svör til bréfritara og felur skipulagsstjóra að ganga frá svarbréfinu.
Baldvin H. Sigurðsson og Oddur Helgi Halldórsson sátu hjá við afgreiðslu.

1)  Hvort brotið hafi verið á lögreglusamþykkt Akureyrarbæjar.
Svar: Vitnað er í lögreglusamþykkt sem ekki hefur tekið gildi þar sem líða þurfa 6 mánuðir frá birtingu hennar í B-deild Stjórnartíðinda þar til hún öðlast gildi. Samþykktin tekur því gildi 3. janúar 2010 nk. og verður henni framfylgt við þær framkvæmdir sem fara af stað eftir gildistöku hennar. Samkvæmt núgildandi lögreglusamþykkt Akureyrarbæjar er farið fram á að "Ef eitthvað slæðist eða hrynur niður á almannafæri við flutninginn, fermingu eða losun, er stjórnanda flutningstækisins skylt að hreinsa það upp þegar í stað."  Farið var fram á hreinsun við verktakann sem varð við þeirri bón.

2)  Mengunarmál og svifryk.
Svar: Samfara byggingarframkvæmdum er því miður ekki komist hjá óþægindum s.s. vegna svifryks og mengunar frá flutningabílum samfara jarðsvegsskiptum og er því reynt að haga verklagi þannig að þau gangi hratt og vel fyrir sig. Í umræddu tilviki var farið fram á að samhliða greftri yrði fyllt jafnóðum í grunninn til þess að minnka hættu á jarðsigi og koma í veg fyrir hreyfingu á grunnvatnsstöðunni. Komið hefur í ljós að sig hefur ekki mælst á svæðinu við það að nota þessa aðferðarfræði. Búið er að hafa jarðvegsskipti fyrir byggingu nr. 3 en eftir á að fjarlægja jarðveg undir fyrsta hluta bílakjallara. Tekið skal fram að sama verklag verður viðhaft við þá framkvæmd auk seinna hússins.

3 )  Umferðarmál.
Svar: Um býsna umfangsmikla framkvæmd er að ræða og því ekki óðeðlilegt að einhverjar tímabundar tafir hafi orðið á umferð við Undirhlíð vegna jarðvegsskipta meðan á þeim stóð. Samkvæmt samtölum við verktakann var þó reynt að haga akstri þannig að hægt var að fara um Undirhlíðina á meðan á framkvæmdum stóð. Nú er jarðvegsskiptum lokið við húsið nr. 3 og því ekki þörf á útkeyrslu við gatnamót Undirhlíðar og Krossanesbrautar og hefur henni verið lokað en tekið skal fram að um tímabunda heimild var að ræða.
Að öðru leyti er vísað í svar við lið nr. 2.

4)  Trjágróður á lóð.
Almennt er lóðum úthlutað í því ástandi sem þær eru hverju sinni, með þeim kostum og göllum sem þeim fylgir fyrir lóðarhafa. Þegar lóðum er úthlutað fylgir þeim oft á tíðum gróður eins og í þessu tilviki.  Samkvæmt upplýsingum framkvæmdadeildar á Akureyrarbær nú þegar mikið af óráðstöfuðum trjám sem þurft hefur að fjarlægja víðs vegar um bæinn og ekki hefur verið plantað aftur í bæjarlandinu. Á umræddri lóð var talsvert af öspum sem ekki var talin ástæða til að flytja á annan stað í bæjarlandinu.


4.          Íþróttafélagið Þór - ósk um viðræður vegna hvatagreiðslu
2009110127
Erindi dags. 16. nóvember 2009 frá Íþróttafélaginu Þór þar sem óskað er eftir viðræðum vegna hvatagreiðslu fyrir rekstrarárið 2008.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.


5.          Yfirfærsla á málefnum fatlaðra til sveitarfélaga
2009110111
Tekið fyrir að nýju, bæjarráð frestaði umræðu á fundi sínum þann 26. nóvember sl.
Akureyrarbær hefur annast málaflokk fatlaðra frá árinu 1996 fyrst sem reynslusveitarfélag og síðan á grundvelli þjónustusamnings við félagsmálaráðuneytið. Bæjarráð fagnar þeirri ákvörðun að færa málaflokkinn í heild sinni yfir til sveitarfélaganna og telur það rökrétt skref að stíga eftir góða reynslu Akureyringa og fleiri sveitarfélaga á þessu sviði. Jafnframt hefur Akureyrarbær  þjónustað önnur sveitarfélög í Eyjafirði.
Bæjarráð felur félagsmálaráði að taka saman greinargerð um þau tækifæri sem geta falist í yfirfærslu málaflokksins og þær aðgerðir sem nauðsynlegar eru fyrir bæjarfélagið að huga að í því sambandi. Óskað er eftir að greinargerðin liggi fyrir í upphafi nýs árs.  

6.          Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2009
2009050054
Yfirlit um rekstur aðalsjóðs janúar til október 2009.
Lagt fram til kynningar.


7.          Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2010
2009090066
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar vegna ársins 2010.
Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun 2010 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.Fundi slitið.