Bæjarráð

3203. fundur 26. nóvember 2009
Bæjarráð - Fundargerð
3203. fundur
26. nóvember 2009   kl. 09:00 - 10:22
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Helena Þ. Karlsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Oddur Helgi Halldórsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason áheyrnarfulltrúi
Hermann Jón Tómasson
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
Bæjarstjóri Hermann Jón Tómasson leitaði afbrigða til að Elín Margrét Hallgrímsdóttir stýrði fundi í fjarveru formanns og varaformanns og var það samþykkt.

1.          Tónræktin - styrkbeiðni 2009
2009100070
Erindi dags. 16. október 2009 frá Birni Þórarinssyni skólastjóra Tónræktar tónlistarskóla ehf þar sem óskað er eftir styrk sem nemur tveimur kennarastöðum í tónlistarkennslu til að tryggja rekstur skólans.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.


2.          Myndlistaskólinn á Akureyri - framlenging samnings
2009110107
Erindi dags. 20. nóvember 2009 frá Helga Vilberg skólastjóra Myndlistaskólans á Akureyri f.h. skólanefndar Myndlistaskólans þar sem óskað er eftir framlengingu á samningi um rekstur skólans.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að málinu.


3.          Almannaheillanefnd
2008100088
Fundargerð almannaheillanefndar dags. 20. nóvember 2009.
Lagt fram til kynningar.


4.          Yfirfærsla á málefnum fatlaðra til sveitarfélaga
2009110111
Lagður fram tölvupóstur dags. 17. nóvember 2009 frá Einari Njálssyni sérfræðingi í félags- og tryggingamálaráðuneytinu varðandi tilfærslu á þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga.
Umræðu frestað til næsta fundar bæjarráðs.


5.          Heimaþjónusta - gjaldskrá og reglur 2009
2009010136
12. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 23. nóvember 2009:
Lögð fram drög að breytingum á reglum og gjaldskrá heimaþjónustu.  Nýjar reglur og gjaldskrá tóku gildi 1. ágúst sl.  Reynslan hefur leitt í ljós að ástæða er til að skoða þau tekjumörk sem miðað er við þannig að tekið sé tillit til þeirra sem hafa mjög litlar tekjur umfram þau tekjuviðmið sem sett eru. Lagt er til að á eftir 2. málsgrein 4. greinar reglnanna komi eftirfarandi málsgrein: Þeir notendur heimaþjónustu sem hafa tekjur umfram tekjuviðmið greiða aldrei hærri upphæð fyrir þjónustu en sem nemur 50% af umframtekjum. Samsvarandi ákvæði verði bætt inn í gildandi gjaldskrá heimaþjónustu.
Félagsmálaráð samþykkir umræddar breytingar á reglum og gjaldskrá heimaþjónustu og vísar málinu til bæjarráðs.
Bæjarráð vísar breytingum á reglunum til afgreiðslu bæjarstjórnar.


6.          Íþróttaráð - gjaldskrá 2010
2009110018
2. liður í fundargerð íþróttaráðs dags. 19. nóvember 2009:
Lögð fram drög að gjaldskrá íþróttaráðs fyrir starfsárið 2010.
Íþróttaráð samþykkir fyrirliggjandi drög og felur framkvæmdastjóra íþróttadeildar að leggja gjaldskrána fyrir bæjarráð.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrá fyrir Hlíðarfjall, en frestar afgreiðslu á öðrum gjaldskrám íþróttaráðs.
Baldvin H. Sigurðsson sat hjá við afgreiðslu.


7.          Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2010
2009090066
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar vegna ársins 2010.


8.          Önnur mál
2009010001
Jóhannes Gunnar Bjarnason óskaði bókað að hann vakti athygli á þeirri stöðu sem bygging samgöngumiðstöðvar á Reykjavíkurflugvelli er komin í.  Þær hugmyndir sem nú eru komnar fram um byggingu límtréshúss við hlið gömlu flugstöðvarinnar eru alveg óásættanlegar fyrir íbúa landsbyggðarinnar.

Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað að hann spurðist fyrir um framkvæmdir við Hjalteyrargötu.


Fundi slitið.