Bæjarráð

3202. fundur 19. nóvember 2009
Bæjarráð - Fundargerð
3202. fundur
19. nóvember 2009   kl. 09:00 - 10:45
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Björk Jakobsdóttir formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Sigrún Stefánsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Oddur Helgi Halldórsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason áheyrnarfulltrúi
Hermann Jón Tómasson
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Vinnumálastofnun - staða á vinnumarkaði í október 2009
2009110072
Lögð fram skýrsla Vinnumálastofnunar nr. 10/2009 dags. 11. nóvember 2009 um stöðu á vinnumarkaði í október 2009.
Soffía Gísladóttir forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Norðurlandi eystra og  María Helena Tryggvadóttir verkefnastjóri ferða- og atvinnumála hjá Akureyrarstofu mættu á fundinn undir þessum lið og fóru yfir stöðuna.
Bæjarráð þakkar Soffíu og Maríu Helenu fyrir kynninguna.


2.          Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir 2009
2009010195
Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 12. nóvember 2009. Fundargerðin er í 5 liðum.
Bæjarráð vísar 1., 2. og 4. lið til framkvæmdadeildar, 3. lið til skólanefndar og 5. lið til íþróttadeildar.


3.          Landsmót UMFÍ 2009
2007020074
Bréf dags. 10. nóvember 2009 frá Sæmundi Runólfssyni framkvæmdastjóra UMFÍ þar sem fram kemur að á 46. sambandsþingi Ungmennafélags Íslands sem haldið var í Reykjanesbæ dagana 10.- 11. nóvember sl. var eftirfarandi tillaga samþykkt af fulltrúum þingsins:
46. sambandsþing UMFÍ haldið í Reykjanesbæ 10.- 11. október 2009 þakkar bæjarstjórn Akureyrar fyrir glæsilega uppbyggingu og góðar móttökur á 26. Landsmóti UMFÍ.
Lagt fram til kynningar.


4.          Skólastígur 4 - forkaupsréttur
2009110070
Erindi dags. 6. nóvember 2009 frá Fasteignasölunni Byggð þar sem fram kemur að eigandi Skólastígs 4 hefur samþykkt kauptilboð í eignina. Óskar fasteignasalan eftir afstöðu Akureyrarbæjar vegna forkaupsréttar bæjarins.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að Akureyrarbær muni ekki nýta sér forkaupsrétt við sölu Skólastígs 4, skv. kauptilboði dags. 8. september 2009.  Akureyrarbær telur nauðsynlegt að kvaðir sem þinglýstar voru á eignina 14. ágúst 2009 um forkaupsrétt Akureyrarbæjar, heimilt notagildi fasteignar og umgengnisrétt og tengingar á lóð verði teknar inn í texta kaupsamnings við sölu hennar.
Baldvin H. Sigurðsson sat hjá við afgreiðslu.


5.          Sörlaskjól 7 - gatnagerðargjöld
2009110061
Erindi dags. 10. nóvember 2009 frá Hólmgeiri Valdemarssyni, Höfðaborg, Eyjafjarðarsveit, þar sem hann óskar eftir endurskoðun á gjaldtöku gatnagerðargjalda vegna Sörlaskjóls 7.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
Elín Margrét Hallgrímsdóttir sat hjá við afgreiðslu.


6.          Endurfjármögnun lána frá NIB
2009030088
Lagt fram erindi dags. 18. nóvember 2009 frá Norðurorku hf er varðar viðræður Norðurorku við Norræna fjárfestingabankann NIB um breytingu lánaskilmála 2ja  lána, L4879 og L03/53.
Málið var áður á dagskrá bæjarráð 2. apríl sl.
Bæjarráð samþykkir breytingar á lánaskilmálum á láni frá árinu 2007 og samþykkir jafnframt ábyrgð á láni Norðurorku frá árinu 2003.


7.          Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2010
2009090066
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar vegna ársins 2010.


Fundi slitið.