Bæjarráð

3201. fundur 12. nóvember 2009
Bæjarráð - Fundargerð
3201. fundur
12. nóvember 2009   kl. 09:00 - 11:07
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Björk Jakobsdóttir formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Sigrún Stefánsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Oddur Helgi Halldórsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason áheyrnarfulltrúi
Hermann Jón Tómasson
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Framhaldsskóli við utanverðan Eyjafjörð
2007100109
Þarfagreiningarskýrsla vegna framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð ásamt greinargerð um vettvangsferð sem farin var  í Menntaskólann í Borgarfirði og í Fjölbrautarskóla Snæfellinga.
Lagt fram til kynningar.


2.          Olíuleit og rannsóknir á Drekasvæðinu
2009010168
Fundarboð ódags. frá Pétri Þór Jónassyni framkvæmdastjóra f.h. Eyþings þar sem boðað er til kynningarfundar fyrir sveitarstjórnir um olíuleit á Drekasvæðinu og auðlindanýtingu á Norðurslóðum. Fundurinn verður haldinn á Húsavík  miðvikudaginn 18. nóvember nk. kl. 14:00.  Nánari upplýsingar um fundarstað sendar síðar.
Lagt fram til kynningar.


3.          Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra 2010
2009110042
Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra dags. 15. september 2009 ásamt samþykktri fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlitsins fyrir árið 2010 og áætlaðri kostnaðarskiptingu milli sveitarfélaga.
Einnig lögð fram fundargerð 121. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra dags. 9. september 2009.
Bæjarráð samþykkir fjárhagsáætlunina fyrir sitt leyti.


4.          Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar vegna ársins 2010
2009110047
Lagt fram minnisblað dags. 10. nóvember 2009 frá Gunnlaugi Júlíussyni sviðsstjóra Hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar vegna ársins 2010.
Rætt um minnisblaðið og þau áhrif sem getið er um.  Á nýafstöðnum fundi með þingmönnum kjördæmisins var lýst yfir áhyggjum af áhrifum frumvarpsins á hag sveitarfélaganna.


5.          Hafnarstræti 28-203 - kauptilboð
2009110049
Lagt fram kauptilboð í Hafnarstræti 28-203.
Bæjarráð samþykkir kauptilboðið að upphæð kr. 11.500.000 sem færist á lið 143-9100.
Oddur Helgi Halldórsson sat hjá við afgreiðslu.


6.          Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2010
2009090066
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar ársins 2010.
Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri sat fundinn undir þessum lið.


7.          Álagning gjalda 2010 - útsvar
2009110058
Lögð fram tillaga að útsvarsprósentu í staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 2010 í Akureyrarkaupstað.
Bæjarráð leggur til að útsvarsprósenta verði óbreytt eða 13.28% og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.Fundi slitið.