Bæjarráð

3200. fundur 05. nóvember 2009
Bæjarráð - Fundargerð
3200. fundur
5. nóvember 2009   kl. 09:00 - 10:26
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Björk Jakobsdóttir formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Sigrún Stefánsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Oddur Helgi Halldórsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason áheyrnarfulltrúi
Hermann Jón Tómasson
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir 2009
2009010195
Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 29. október 2009, fundargerðin er  í 6 liðum.
Bæjarráð vísar liðum 1, 3, 5 og 6 til framkvæmdadeildar og liðum 2 og 4 til húsnæðisdeildar.


2.          Almannaheillanefnd
2008100088
Lögð fram fundargerð almannaheillanefndar dags. 30. október 2009.
Lagt fram til kynningar.


3.          Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2009
2009050054
Lagt fram yfirlit um rekstur aðalsjóðs janúar til september 2009.
Lagt fram til kynningar.


4.          Skátafélagið Klakkur - tillögur
2007100076
Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 22. október sl.
Lagt fram minnisblað bæjarstjóra.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að gerð uppbyggingarsamnings við Skátafélagið Klakk á þeim forsendum sem fram koma í minnisblaðinu.


5.          Orkey - samstarf við SVA um notkun á lífdísel
2009110017
Rætt um möguleika á samstarfi milli Orkeyjar og SVA um notkun á lífdísel.
Bæjarstjóri fór yfir hugmyndir um samstarf milli Orkeyjar og SVA.


6.          Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2010
2009090066
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar ársins 2010.


7.          Önnur mál
2009010001
Jóhannes G. Bjarnason óskaði bókað að hann ræddi um fyrirhugaðar framkvæmdir við samgöngumiðstöð í Vatnsmýri og hugsanlegar enn frekari tafir á þeirri framkvæmd.


Fundi slitið.