Bæjarráð

3199. fundur 29. október 2009
Bæjarráð - Fundargerð
3199. fundur
29. október 2009   kl. 09:00 - 10:10
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Björk Jakobsdóttir formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Helena Þ. Karlsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Víðir Benediktsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason áheyrnarfulltrúi
Hermann Jón Tómasson
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Friðbjarnarhús - afhending til Akureyrarbæjar
2009100084
Erindi dags. 18. október 2009 frá fulltrúum Góðtemplarareglunnar á Akureyri þar sem þeir lýsa yfir áhuga á að afhenda Akureyrarbæ húsið til eignar, með það fyrir augum að því verði komið í umsjá Minjasafnsins á Akureyri.
Bæjarráð þakkar fyrir höfðinglega gjöf Góðtemplarareglunnar og felur bæjarstjóra frekari undirbúning að viðtöku hússins.


2.          Sjúkraflug - samningur við Sjúkratryggingar Íslands
2005120054
4. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 23. október 2009:
Kynnt voru drög að samningi við Sjúkratryggingar Íslands um þjónustu sjúkraflutningamanna vegna sjúkraflugs.
Framkvæmdaráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og fagnar því að samningar hafi náðst um framkvæmd sjúkraflutninga. Samningnum vísað til bæjarráðs til fullnaðarafgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir samninginn.


3.          Hafnarstræti 28-204 - leiguíbúð - kaup
2009100091
Lagt fram kauptilboð í Hafnarstræti 28-204.
Bæjarráð samþykkir kaup á íbúðinni að andvirði 11,5 milljónir kr.  Kostnaður færist á lið 143-9100.
Víðir Benediktsson sat hjá við afgreiðslu.


4.          Eflingarsamningar - umsóknir 2009
2009010103
Lögð fram umsókn um eflingarsamning frá Norðan Báli, kt. 640205-0590.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu þar sem það fellur ekki undir  reglur um eflingarsamninga, en vísar erindinu til stjórnar Akureyrarstofu.


5.          Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2010
2009090066
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar ársins 2010.


Fundi slitið.