Bæjarráð

3198. fundur 22. október 2009
Bæjarráð - Fundargerð
3198. fundur
22. október 2009   kl. 09:00 - 11:00
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Björk Jakobsdóttir formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Sigrún Stefánsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Víðir Benediktsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason áheyrnarfulltrúi
Hermann Jón Tómasson
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Heiða Karlsdóttir fundarritari1.          Inflúensufaraldur - staða mála
2009060140
Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri og Þórir V. Þórisson yfirlæknir mættu á fundinn og fóru yfir stöðu mála vegna inflúensufaraldursins.
Bæjarráð þakkar Margréti og Þóri yfirferðina.


2.          Átak Heilsurækt ehf - kvörtun til Samkeppniseftirlits
2009030023
Lögð fram ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 35/2009 varðandi kvörtun Átaks Heilsuræktar ehf vegna leigu Akureyrarbæjar á húsnæði til Vaxtarræktarinnar ehf.
Lagt fram til kynningar.

Þegar hér var komið vék Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður af fundi kl. 09:25.


3.          Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir 2009
2009010195
Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 15. október 2009, fundargerðin er  í 3 liðum.
Bæjarráð vísar 1. lið til íþróttadeildar, 2. lið a) til skóladeildar og 2. lið b) til framkvæmdadeildar.


4.          Snorraverkefnið - styrkbeiðni 2010
2009100073
Erindi dags. 19. október 2009 frá verkefnisstjóra Snorraverkefnisins þar sem óskað er eftir stuðningi frá Akureyrarbæ við verkefnið árið 2010.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.


5.          Ágóðahlutagreiðsla 2009
2009100043
Erindi dags. 12. október 2009 frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélagi Íslands þar sem tilkynnt er um greiðslu ágóðahluta til aðildarsveitarfélaga. Greiðsla ágóðahlutar fyrir árið 2009 fór fram 15. október 2009.
Lagt fram til kynningar.


6.          Viðtalstímar þingmanna Norðausturkjördæmis
2009100066
Lagður fram tölvupóstur dags. 17. október 2009 frá Pétri Þór Jónassyni framkvæmdastjóra Eyþings þar sem fram kemur að þingmenn Norðausturkjördæmis verða með viðtalstíma fyrir bæjarstjórn Akureyrar föstudaginn 30. október nk. kl. 12:00 til 13:30. Fundurinn verður haldinn á veitingarstaðnum Friðriki V.
Lagt fram til kynningar


7.          Sjóvá-Almennar tryggingar hf
2009100069
Lagt fram bréf dags. 16. október 2009 frá Herði Arnarsyni forstjóra Sjóvá-Almennra trygginga hf varðandi stofnun nýs vátryggingafélags í nafni Sjóvá-Almennra trygginga hf.
Lagt fram til kynningar.


8.          Byggðakvóti handa Hrísey og Grímsey - fiskveiðiárið 2009-2010
2009100051
Lagt fram bréf frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu dags. 12. október 2009 þar sem fram kemur auglýsing til sveitarstjórna um úthlutun byggðakvóta.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda inn umsókn vegna Hríseyjar og Grímseyjar.


9.          Skátafélagið Klakkur - tillögur
2007100076
Lagt fram bréf dags. 12. október 2009 frá Ásgeiri Hreiðarssyni, Ingimar Eydal og Tryggva Marinóssyni f.h. Skátafélagsins Klakks og stjórnar Hamra útilífs- og umhverfismiðstöðvar skáta. Í bréfinu leggja þeir fram tillögur um hvernig staðið verði að úrlausn þeirra mála sem til umræðu hafa verið á milli aðila undanfarin ár.
Umræðum frestað til næsta fundar.


10.          Jöfnun námskostnaðar - styrkir
2009100072
Lagður fram tölvupóstur  dags. 14. október sl. frá Magnúsi Jónssyni sveitarstjóra á Skagaströnd og fulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga í námsstyrkjanefnd þar sem hann meðal annars upplýsir um stöðu styrkja til jöfnunar á námskostnaði.
Bæjarráð lýsir áhyggjum af miklum niðurskurði á framlögum til  jöfnunar á námskostnaði. Mikilvægt er að tryggja jafnan aðgang allra að menntun óháð búsetu og með þessari tillögu er þessum mikilvæga þætti grunnþjónustunnar ógnað.
Bæjarráð leggur til að reglur um úthlutun styrkja til jöfnunar á námskostnaði verði endurskoðaðar þannig að þær nýtist best þeim sem mest þurfa á þeim að halda.


11.          Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - haustfundur 2009
2009100080
Erindi ódags. frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar þar sem boðað er til haustfundar þann 28. október nk. kl. 12:30 í Bergi, Dalvík.
Akureyrarbær á samkvæmt samþykktum AFE 6 fulltrúa á haustfundinum og eftirtaldir verða fulltrúar bæjarins á fundinum:  Hjalti Jón Sveinsson, Sigrún Björk Jakobsdóttir, Hermann Jón Tómasson, Baldvin H. Sigurðsson, Gerður Jónsdóttir og Oddur Helgi Halldórsson.


12.          Önnur mál
2009010001
Rætt um málefni Norðurorku hf.
Ásgeir Magnússon formaður stjórnar Norðurorku hf. sat fundinn undir þessum lið.


Fundi slitið.