Bæjarráð

3197. fundur 15. október 2009
Bæjarráð - Fundargerð
3197. fundur
15. október 2009   kl. 09:00 - 11:19
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Björk Jakobsdóttir formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Sigrún Stefánsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Oddur Helgi Halldórsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason áheyrnarfulltrúi
Hermann Jón Tómasson
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Almannaheillanefnd
2008100088
Lögð fram fundargerð almannaheillanefndar dags. 9. október 2009.
Lagt fram til kynningar.


2.          Sjöunda dags aðventistar - söfnun vegna kaupa á Gamla Lundi
2009100024
Erindi dags. 7. október 2009 frá Sjöunda dags aðventistum þar sem óskað er eftir styrk til að festa kaup á Gamla Lundi við Eiðsvallagötu 14.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.


3.          Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2009
2009050054
Lagt fram yfirlit um rekstur aðalsjóðs janúar til ágúst 2009.
Lagt fram til kynningar.


4.          Akureyrarvöllur - niðurstaða vinnuhóps um framtíðarnotkun
2007010204
Tekið fyrir að nýju, bæjarráð frestaði afgreiðslu á fundi sínum þann 8. október sl.
Bæjarráð þakkar vinnuhópnum fyrir tillögurnar og vísar málinu til skipulagsnefndar til frekari  skoðunar og vinnslu.
       
Bæjarfulltrúi Jóhannes G. Bjarnason óskar bókað:
   "Ég tel tillögur vinnuhópsins óraunhæfar og ekki nothæfan grunn á framtíðarnotkun svæðisins.  Þjónustuhúsnæði sem fyrirhugað er á miðbæjarsvæðinu er úr öllum takti við væntanlega þörf á slíkum byggingum og nauðsynlegt er að endurskoða frá grunni allt skipulag miðbæjarsvæðisins."

Baldvin H. Sigurðsson óskar bókað:
   "Ég vara við þeirri tilhneigingu að byggja íbúðarblokkir meðfram helstu umferðaræð bæjarins sem einnig  er hluti af þjóðvegi 1, einnig óttast ég að fyrirhugaðar byggingar hefti um of útsýni að Brekkunni og fjallahringnum þar fyrir ofan."


5.          Stytting vegalengda milli Norðausturlands og vesturhluta landsins
2008030064
Rætt um styttingu vegalengda milli Norðausturlands og vesturhluta landsins.
Bæjarstjóri greindi frá fundi sem haldinn var í Húnaþingi 10. október sl.  Jafnframt var upplýst að Eyþing og SSNV munu funda um málið innan skamms.


6.          RES Orkuskóli - leiga á Skjaldarvík
2008120002
Lagt fram minnisblað bæjarstjóra vegna leigu á Skjaldarvík.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.


7.          Símstöð fyrir bæjarskrifstofur
2009090046
Lögð fram greinargerð frá hagþjónustu um mat á verðtilboðum í símstöð fyrir bæjarskrifstofurnar að Geislagötu 9 og Glerárgötu 26.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir að gengið verði að tilboði Pfaff og heimilar viðbótarfjárveitingu af liðnum 121-4500 Ráðhús ásamt fleiri stofnunum upp á kr. 5 milljónir.
Oddur Helgi Halldórsson greiddi atkvæði á móti afgreiðslunni.

Þegar hér var komið vék bæjarstjóri af fundi kl. 11.00.


8.          Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2010
2009090066
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar ársins 2010.


9.          Önnur mál
2009010001
Oddur Helgi Halldórsson lýsti áhyggjum af að skólabörn nýti sér ekki nægilega undirgöng undir Hörgárbraut heldur fari ennþá yfir götuna.


Fundi slitið.