Bæjarráð

3196. fundur 08. október 2009
Bæjarráð - Fundargerð
3196. fundur
8. október 2009   kl. 09:00 - 11:30
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Björk Jakobsdóttir formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Sigrún Stefánsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason áheyrnarfulltrúi
Hermann Jón Tómasson
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
Oddur Helgi Halldórsson boðaði forföll sín og einnig varamanns.

1.          Akureyrarvöllur - niðurstaða vinnuhóps
2007010204
Fanney Hauksdóttir arkitekt og Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri mættu á fundinn og kynntu niðurstöðu vinnuhóps um framtíðarnotkun Akureyrarvallar.
Bæjarráð þakkar Fanneyju og Pétri Bolla fyrir kynninguna og frestar afgreiðslu til næsta fundar bæjarráðs.


2.          Listaverkið Flug boðið til kaups
2009090113
Erindi dags. 27. september 2009 frá Yst Ingunni St. Svavarsdóttur þar sem hún býður listaverkið flug til sölu en listaverkið var sérstaklega unnið fyrir sýninguna "List í garðinum" sem var opnuð á Akureyrarvöku.
Bæjarráð vísar erindinu til stjórnar Akureyrarstofu til frekari skoðunar.


3.          Menningarfélagið Hof - aðalfundur 2009
2009090118
Erindi móttekið 30. september 2009 frá stjórn Menningarfélagsins Hofs þar sem boðað er til aðalfundar félagsins miðvikudaginn 14. október nk. í Samkomuhúsinu, Hafnarstræti 57.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vera fulltrúi Akureyrarbæjar á fundinum en öllum bæjarfulltrúum er að sjálfsögðu heimilt að sitja fundinn.


4.          Eyþing - aðalfundur 2009 - ályktanir
2009070017
Lagðar fram ályktanir aðalfundar Eyþings sem haldinn var í Reykjahlíðarskóla, Mývatnssveit dagana 25. og 26. september sl.
Lagt fram til kynningar.


5.          Ályktun Barnaheilla til ríkisstjórnar og sveitarfélaga
2009090013
Lögð fram ályktun Barnaheilla til ríkisstjórnar og sveitarfélaga dags. 30. september 2009 þar sem því er beint til ríkisstjórnar og sveitarfélaga að þau standi vörð um réttindi barna og skerði ekki þjónustu við þau og fjölskyldur þeirra á sviði menntamála, heilbrigðisþjónustu og félagsþjónustu.
Lagt fram til kynningar.


6.          Almannaheillanefnd
2008100088
Lögð fram fundargerð almannaheillanefndar dags. 25. september 2009.
Lagt fram til kynningar.


7.          Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2010
2009090066
Unnið að undirbúningi fjárhagsáætlunar 2010.
Bæjarráð samþykkir þær forsendur sem lagðar eru til grundvallar fjárhagsáætlunar 2010 og felur hagsýslustjóra að senda þær á embættismenn og formenn nefnda.


8.          Önnur mál
2009010001
Rætt um niðurskurð ríkisins í opinberri þjónustu.
Frekari umræðu er vísað til næsta fundar bæjarstjórnar.Fundi slitið.