Bæjarráð

3194. fundur 24. september 2009
Bæjarráð - Fundargerð
3194. fundur
24. september 2009   kl. 09:00 - 10:59
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Stefánsdóttir varaformaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Oddur Helgi Halldórsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason áheyrnarfulltrúi
Hermann Jón Tómasson
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Viðtalstímar bæjarfulltrúa október 2009 - apríl 2010
2009080010
Lögð fram áætlun um viðtalstíma bæjarfulltrúa frá október 2009 til apríl 2010.
Lagt fram til kynningar.  Áætlunin er birt á heimasíðu Akureyrarbæjar, slóðin er http://www.akureyri.is/stjornkerfid/baejarstjorn/


2.          Jöfnunarsjóður sveitarfélaga - ársfundur 2009
2009090073
Erindi dags. 15. september 2009 frá samgönguráðuneytinu þar sem boðað er til ársfundar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður föstudaginn 2. október 2009 kl. 12:00 á Hilton Hótel Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík.
Fulltrúar Akureyrarbæjar sem verða á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga munu sækja fundinn.


3.          Landsþing Kvenfélagasambands Íslands - ályktanir
2009090088
Lagðar fram ályktanir 35. landsþings Kvenfélagasambands Íslands sem haldið var í Stykkishólmi 26.- 28. júní 2009.
Lagt fram til kynningar.


4.          Global Wake-up Call - ráðstefna um loftslagsbreytingar 2009
2009090087
Erindi dags. 21. september 2009 frá George Hollanders f.h. Global Wake-up Call á Akureyri þar sem fram kemur að þann 7.- 18. desember nk. verði haldin alþjóðleg ráðstefna um loftslagsbreytingar á vegum Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn. Óskað er eftir að Akureyrarbær sýni gott fordæmi og setji sér markmið sem leiðandi afl í vistvernd og sjálfbærri þróun á Eyjafjarðarsvæðinu, hugfræðileg og í verki.
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.


5.          Fjárlaganefnd Alþingis - fundur með sveitarstjórnarmönnum í september 2009
2009080073
Lagt fram erindi til fjárlaganefndar Alþingis vegna fundar 30. september nk.
Lagt fram til kynningar.


6.          Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2009 - endurskoðun
2008050088
Unnið að endurskoðun fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar vegna ársins 2009.


Fundi slitið.