Bæjarráð

3193. fundur 17. september 2009
Bæjarráð - Fundargerð
3193. fundur
17. september 2009   kl. 09:00 - 10:50
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Björk Jakobsdóttir formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Sigrún Stefánsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Oddur Helgi Halldórsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason áheyrnarfulltrúi
Hermann Jón Tómasson
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Skólahúsnæði - leiga til íþróttafélaga
2009090054
Gunnar Gíslason fræðslustjóri mætti á fundinn undir þessum lið og fjallaði um leigu á skólamannvirkjum til íþróttafélaga vegna íþróttamóta.
Bæjarráð þakkar fræðslustjóra yfirferðina og vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar 2010.
       
Jóhannes G. Bjarnason óskar bókar:
   "Ég tel að íþróttafélögin greiði of háa leigu fyrir afnot af skólamannvirkjum fyrir gistingu þátttakenda á íþróttamótum.  Ég óska eftir endurskoðun á leigugjaldskrá hjá þeim nefndum sem með málið fara."


2.          Almannaheillanefnd
2008100088
Lögð fram fundargerð almannaheillanefndar dags. 11. september 2009.
Lagt fram til kynningar.


3.          LSS - styrkbeiðni vegna Eldvarnaátaksins 2009
2009090053
Erindi dags. 9. september 2009 frá Sigurlaugu Indriðadóttur f.h. Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna þar sem sótt er um styrk vegna Eldvarnaátaksins 2009.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.


4.          Sérstakar húsaleigubætur
2009050140
Lögð fram drög að breytingu á 4. grein á reglum um sérstakar húsaleigubætur á Akureyri.
Bæjarráð samþykkir drögin með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Oddur Helgi Halldórsson sat hjá við afgreiðslu.


5.          Byggðakvóti í Hrísey - kæra vegna úthlutunar fyrir fiskveiðiárið 2008-2009
2009090056
Lagt fram afrit af bréfi dags. 4. september 2009 frá Þresti Jóhannssyni f.h. Útgerðarfélagsins Hvamms ehf og Smára Thorarensen f.h. Eyfangs ehf þar sem kærð er til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins úthlutun á byggðakvóta til Hríseyjar fyrir fiskveiðiárið 2008-2009.
Bæjarráð tekur undir sjónarmið bréfritara í þessu máli og áréttar  að bæjaryfirvöld hafa ítrekað gert athugasemdir við mikla skerðingu á byggðakvóta til Hríseyjar á undanförnum árum. Ljóst er að niðurskurður upp á 80% eða um 90 þíg tonn á 3 árum hefur haft mikil áhrif á atvinnuástand í byggðarlaginu. Jafnframt er ljóst að skerðingin er jafn mikil og raun ber vitni vegna sameiningar Akureyrar og Hríseyjar í eitt sveitarfélag. Í reglugerð um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga hefur á undanförnum árum verið kveðið á um hámarksskerðingu byggðakvóta til lítilla sveitarfélaga. Þetta ákvæði hefur ekki náð til byggðakvóta vegna Hríseyjar þar sem eyjan er hluti af stærra sveitarfélagi. Bæjarráð fagnar því að þessu ákvæði hefur nú verið breytt  og að nú er talað um byggðarlag en ekki sveitarfélag í þeirri grein reglugerðarinnar sem hér um ræðir. Bæjarráð telur eðlilegt að byggðarlaginu Hrísey verði bætt sú skerðing sem það hefur orðið fyrir á undanförnum árum vegna þessa og felur bæjarstjóra að koma þessum sjónarmiðum á framfæri við sjávarútvegsráðherra.6.          Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2009
2009050054
Lagt fram yfirlit um rekstur aðalsjóðs janúar til júlí 2009.
Lagt fram til kynningar.Fundi slitið.