Bæjarráð

3192. fundur 10. september 2009
Bæjarráð - Fundargerð
3192. fundur
10. september 2009   kl. 09:00 - 10:55
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Björk Jakobsdóttir formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Sigrún Stefánsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Oddur Helgi Halldórsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason áheyrnarfulltrúi
Hermann Jón Tómasson
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Umferðarlög - athugasemdir við frumvarp til umferðarlaga
2009090022
Lagðar fram athugasemdir við frumvarp til umferðarlaga. Frumvarpið er hægt að sækja á slóðinni http://www.samgonguraduneyti.is/drogtilumsagnar/lagafrumvorp-reglugerdir/nr/2115
Bæjarlögmaður og fjármálastjóri lögðu fram gögn á fundinum.
Bæjarráð telur að ekki komi til greina  að horfið verði frá gildandi rétti, sbr. 3. mgr. 108. gr. umferðarlaga, að stöðubrotagjald sem sveitarfélög innheimta renni til reksturs bifreiðastæða og bifreiðageymslna til almenningsnota. Brýn þörf er á því að afmarka fé til reksturs bifreiðastæða og bifreiðastæðageymslna á Akureyri, enda er þar ekki innheimt gjald fyrir bifreiðastæði (klukkustæði).
Þar að auki  vantar rökstuðning til hvaða aðila gjaldið á að renna og hvað felst í umferðaröryggismálum. Óeðlilegt er að sektir sem sveitarfélagið leggur á og annast innheimtu á geti runnið til óskylds aðila, ríkissjóðs.
Þá er bent á að í 1. mgr. e. liðar 114. gr. sbr. 3. mgr. umferðarlaga er Umferðarstofu markaður sérstakur tekjustofn til að annast umferðaröryggismál.

Þegar hér var komið vék bæjarlögmaður Inga Þöll Þórgnýsdóttir af fundi.


2.          Frumvarp til laga um endurskoðun á undanþágum við EES-samning - 147. mál
2009080056
Erindi dags. 24. ágúst 2009 frá Gauti Sturlusyni f.h. sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um endurskoðun á undanþágum frá I. kafla I. viðauka við EES-saminginn, 147. mál, matvælalöggjöf, EES-reglur. Þingskjalið er að finna á slóðinni:  http://www.althingi.is/altext/137/s/0241.html
Bæjarráð  tekur undir  álit Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra og  Sambands íslenskra sveitarfélaga  og undrast að ekkert tillit hafi verið tekið til fyrri ábendinga þessara sömu aðila.


3.          Páll A. Magnússon - byggingarmál
2009080070
Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 3. september sl. en þá fól bæjarráð skipulagsstjóra að vinna drög að svari við erindi Páls A. Magnússonar og leggja fyrir ráðið.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir drögin í samræmi við umræður á fundinum og felur bæjarstjóra að svara erindinu.
Oddur Helgi Halldórsson og Baldvin H. Sigurðsson sátu hjá við afgreiðslu.


4.          Flokkun Eyjafjörður ehf - hluthafafundur
2009090019
Erindi dags. 4. september 2009 frá Eiði Guðmundssyni framkvæmdastjóra Flokkunar Eyjafjörður ehf þar sem boðað er til auka hluthafafundar föstudaginn 11. september nk. að Furuvöllum 1, Akureyri.
Bæjarráð felur fjármálastjóra Dan Jens Brynjarssyni að sækja fundinn fyrir hönd Akureyrarbæjar.


5.          Flutningskostnaður framleiðslufyrirtækja á Akureyri
2008010188
Erindi ódagsett frá Hjalta Gestssyni framkvæmdastjóra Fraktleiða Cargo ehf þar sem hann fjallar um landflutninga milli Akureyrar og Reykjavíkur. Hann vill meðal annars benda á að fyrirtækið haldi úti fullum akstri og þjónustu á akstursleiðinni og sé staðsett á Akureyri og hafi einnig höfuðstöðvar þar.
Bæjarráð hvetur AFE til  að vinna að skoðun á flutningsmálum fyrirtækja á starfssvæðinu  og vísar erindinu til þess.
Oddur Helgi Halldórsson sat hjá við afgreiðslu.6.          KA - æfinga- og keppnisaðstaða
2009080007
2. liður í fundargerð stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 4. september 2009:
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir, með fyrirvara um samþykki bæjarráðs, að nú í haust verði ráðist í nauðsynlegar úrbætur á Akureyrarvelli og minniháttar lagfæringar á æfingasvæði KA.  Kostnaður við verkefnið er áætlaður allt að 5 millj. kr.
Bæjarráð samþykkir fyrirhugaðar framkvæmdir fyrir allt að 5 millj. kr.  en tekur fram að þær verði að rúmast innan viðhaldsáætlunar Fasteigna Akureyrarbæjar.


7.          Hríseyjarviti
2009070022
Erindi dags. 8. júlí 2009 frá Sigurbjörgu Árnadóttur formanni félagsins Íslenska vitafélagið - félag um íslenska strandmenningu þar sem bent er á aðskotahluti utan á Hríseyjarvita og skorað á hlutaðeigandi að fjarlægja þá hið fyrsta.
Bæjarráð vísar erindinu til hverfisráðs Hríseyjar og óskar eftir svörum fyrir  1. október nk.


8.          Akureyrarkaupstaður - 150 ára árið 2012
2009090008
Rætt um undirbúning 150 ára afmælis Akureyrarkaupstaðar árið 2012.
Bæjarráð skipar Sigrúnu Björk Jakobsdóttur,kt. 230566-2919, Helenu Þ. Karlsdóttur, kt. 280867-5789 og Úlfhildi Rögnvaldsdóttur, kt. 010946-4849, í undirbúningshóp. Með hópnum munu starfa Sigríður Stefánsdóttir verkefnastjóri og Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri.


9.          Önnur mál
2009010001
Jóhannes G. Bjarnason óskaði umræðu um leigu á skólamannvirkjum til íþróttafélaga í tengslum við íþróttamót í bænum.


Fundi slitið.