Bæjarráð

3191. fundur 03. september 2009
Bæjarráð - Fundargerð
3191. fundur
3. september 2009   kl. 09:00 - 10:45
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Björk Jakobsdóttir formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Sigrún Stefánsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Oddur Helgi Halldórsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason áheyrnarfulltrúi
Hermann Jón Tómasson
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Naustahverfi - staða mála í ágúst 2009
2009080053
Skipulagsstjóri Pétur Bolli Jóhannesson mætti á fundinn og fór yfir stöðu byggingarmála í hverfinu.
Bæjarráð þakkar skipulagsstjóra fyrir yfirferðina.


2.          Fjárlaganefnd Alþingis - fundur með sveitarstjórnarmönnum í september 2009
2009080073
Erindi dags. 28. ágúst 2009 frá fjárlaganefnd Alþingis þar sem nefndin býður fulltrúum sveitarfélaga til viðtals vegna verkefna heima í héraði. Óskað er eftir að sveitarstjórn láti vita fyrir 11. september nk. hvort óskað er eftir fundi með nefndinni.
Staðfestur hefur verið fundur með fjárlaganefnd 30. september nk. kl. 15.20. Bæjarstjóri og formaður bæjarráðs munu fara á fundinn fyrir hönd Akureyrarbæjar.


3.          Vinabæjarmót - Kontaktmannamöte í Lahti 2010
2009080061
Erindi dags. 26. ágúst 2009 frá bæjarstjóranum í Lahti þar sem fulltrúum Akureyrarbæjar er boðið á tenglamót (kontaktmannamöte) í Lahti dagana 4.- 7. ágúst 2010.
Bæjarráð samþykkir að taka þátt í tenglamótinu.


4.          Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra
2009010072
Lögð fram fundargerð ásamt greinargerð með bókun 6. liðar fundargerðar Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra dags. 26. ágúst 2009, 120. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar og  bókuninni vísað til stjórnar Akureyrarstofu.


5.          Slökkvilið Akureyrar - breytingar á fyrirkomulagi utanbæjarflutninga
2009090001
Erindi dags. 31. ágúst 2009 frá framkvæmdastjóra Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna varðandi breytingar á vakta- og vinnufyrirkomulagi Slökkviliðs Akureyrar.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.
Vísað til framkvæmdaráðs.


6.          Páll A. Magnússon - byggingarmál
2009080070
Erindi dags. 25. ágúst 2009 frá Páli A. Magnússyni þar sem óskað er eftir skriflegum svörum við ákveðnum spurningum varðandi byggingarmál.
Bæjarlögmaður Inga Þöll Þórgnýsdóttir sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð felur skipulagsstjóra Pétri Bolla Jóhannessyni að vinna drög að svari við erindinu og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.


7.          Almannaheillanefnd
2008100088
Lögð fram fundargerð almannaheillanefndar dags. 28. ágúst 2009.
Lagt fram til kynningar.


8.          Gleráreyrar - eignarnám
2007100050
Beiðni um viðræður frá Svefni og heilsu ehf í kjölfar nýs mats á fyrrum eignum þeirra við Dalsbraut.
Bæjarlögmaður Inga Þöll Þórgnýsdóttir sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð hafnar erindinu.
Oddur Helgi Halldórsson sat hjá við afgreiðslu.


9.          Lækjargata, landnúmer 148863 - uppkaup lands vegna skipulags
2008010099
Uppkaup á eignarlandi vegna lóðarsamnings við Sjúkrahúsið.
Bæjarlögmaður Inga Þöll Þórgnýsdóttir sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarlögmanni falið að vinna áfram að málinu.Fundi slitið.