Bæjarráð

3190. fundur 27. ágúst 2009
Bæjarráð - Fundargerð
3190. fundur
27. ágúst 2009   kl. 09:00 - 10:17
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Björk Jakobsdóttir formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Sigrún Stefánsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Víðir Benediktsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason áheyrnarfulltrúi
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Verslunarmannahelgin - Ein með öllu 2009
2009030075
Margrét Blöndal framkvæmdastjóri mætti á fundinn og fór yfir hvernig til tókst með hátíðina "Ein með öllu og allt undir" um síðastliðna verslunarmannahelgi.
Þórgnýr Dýrfjörð framkvæmdastjóri Akureyrarstofu og Hulda Sif Hermannsdóttir verkefnastjóri viðburða- og menningarmála sátu einnig fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Margréti yfirferðina og felur stjórn og starfsmönnum Akureyrarstofu að vinna áfram að þróun hátíðarinnar í samstarfi við hagsmunaaðila.


2.          Tónlistarskólinn - gjaldskrá
2009040029
1. liður í fundargerð skólanefndar dags. 17. ágúst 2009:
Fyrir fundinum lá tillaga að breytingum á uppbyggingu gjaldskrár skólans sem er afleiðing skipulagsbreytinga á námi í skólanum sem samþykktar hafa verið.
Skólanefnd samþykkir tillöguna um breytingu á uppbyggingu gjaldskrár Tónlistarskólans á Akureyri fyrir sitt leyti og vísar málinu til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrána.


3.          Skólamötuneyti grunnskóla - rekstur 2009
2009020183
6. liður í fundargerð skólanefndar dags. 17. ágúst 2009:
Farið var yfir rekstrarstöðu skólamötuneyta miðað við fyrri hluta ársins og útgönguspá fyrir árið. Fram kom að útlit er fyrir að rekstur skólamötuneytanna standist áætlun ársins 2009. Þá lá fyrir fundinum tillaga um að síðdegishressing í frístund kosti kr. 100 hvern dag, frá og með 24. ágúst 2009.
Skólanefnd samþykkir fyrir sitt leyti að síðdegishressing í frístund kosti kr. 100 hvern dag og vísar málinu til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrárhækkunina.


4.          Listahátíð barna á Akureyri - beiðni um styrk
2009070042
9. liður í fundargerð skólanefndar dags. 17. ágúst 2009:
Erindi dags. 24. júní 2009 frá Láru Sóleyju Jóhannsdóttur og Kolbrúnu Jónsdóttur þar sem beðið er um endurgjaldslaus afnot af Íþróttahöllinni dagana 28.- 29. nóvember 2009 sem framlag bæjarins til listahátíðar barna á Akureyri "Börn fyrir börn" sem haldin er til styrktar Hetjunum.
Skólanefnd vísar erindinu til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir styrk að andvirði leigu.


5.          Reykir I og II - makaskipti á eignum
2009080042
Tekin fyrir að nýju drög að samningum um eignaskipti á húseignum, landi og jarðhitaréttindum að Reykjum I og II milli Akureyrarkaupstaðar og Norðurorku, áður á dagskrá bæjarráðs 20. ágúst sl. en þá fól bæjarráð fjármálastjóra og bæjarlögmanni að vinna áfram að málinu.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir samningana með áorðnum breytingum.


6.          G.V. Gröfur ehf - framkvæmdaáætlun Akureyrarbæjar vegna gatnagerðar 2009-2012
2009050136
Tekið fyrir að nýju, bæjarráð fól á fundi sínum þann 28. maí sl. fjármálastjóra Dan Jens Brynjarssyni og deildarstjóra framkvæmdadeildar Helga Má Pálssyni að taka saman minnisblað um málið.
Lagt fram minnisblað dags. 26. ágúst 2009.
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2010.


7.          Önnur mál
2009010001
Jóhannes Gunnar Bjarnason óskaði umræðu um umferðarhraða og umferðareftirlit á Akureyri.


Fundi slitið.