Bæjarráð

3189. fundur 20. ágúst 2009
Bæjarráð - Fundargerð
3189. fundur
20. ágúst 2009   kl. 09:00 - 10:25
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Björk Jakobsdóttir formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hermann Jón Tómasson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Oddur Helgi Halldórsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason áheyrnarfulltrúi
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Reykir I og II - makaskipti á eignum
2009080042
Lögð fram drög að samningum og gögn varðandi eignaskipti á húseignum, landi og jarðhitaréttindum að Reykjum I og II milli Akureyrarkaupstaðar og Norðurorku.
Bæjarráð frestar afgreiðslu og felur fjármálastjóra og bæjarlögmanni að vinna áfram að málinu.


2.          Opnir dagar í Brussel - 2009
2009080032
Erindi dags. 8. júlí 2009 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem vakin er athygli á Opnum dögum (e. Open Days) sem haldnir verða í Brussel dagana 5.- 8. október nk.
Bæjarráð samþykkir að ekki verði sendur fulltrúi á Opna daga að þessu sinni.


3.          Nágrannavarsla
2009080040
Lagður fram tölvupóstur dags. 17. ágúst 2009 frá Fjólu Guðjónsdóttur f.h. Sjóvá þar sem fram kemur að Sjóvá hafi áhuga á að afhenda íbúum Akureyrarbæjar svokallaðan verkfærakassa sem inniheldur leiðbeiningar um hvernig hefja á nágrannavörslu.
Bæjarráð samþykkir að taka þátt í verkefni um nágrannavörslu og tilnefnir Dagnýju Harðardóttur skrifstofustjóra Ráðhúss sem tengilið.  Jafnframt skal kynna verkefnið fyrir hverfisnefndum bæjarins.
Oddur Helgi Halldórsson sat hjá við afgreiðslu.


4.          Frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna, 149. mál
2009080009
Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 13. ágúst sl. en þá fól bæjarráð bæjarstjóra og bæjarlögmanni að vinna drög að umsögn Akureyrarbæjar í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir næsta fund ráðsins. Einnig óskaði bæjarráð eftir umsögn kjörstjórnar Akureyrar um frumvarpið.
Lögð fram drög að umsögn.
Bæjarráð samþykkir umsögnina og felur bæjarstjóra að ganga frá drögunum og senda til  nefndasviðs Alþingis.

Þegar hér var komið vék Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður af fundi kl. 09.50.


5.          Metan ökutækjaeldsneyti
2009080043
Lagður fram tölvupóstur dags. 17. ágúst 2009 frá Einari Vilhjálmssyni markaðsstjóra Metan hf, varðandi mögulega aðkomu Akureyrarbæjar að metanvæðingu bæjarins og frekari metanvæðingu í samgöngum landsmanna.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.


6.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2009
2009010169
16. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. ágúst 2009:
Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur fram til samþykktar fundargerð yfir fullnaðarafgreiðslur erinda, 259. fundur. Fundargerðin er í 9 liðum, dags. 8. júlí 2009.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 7. lið fundargerðar bæjarstjórnar 9. júní 2009.
Bæjarráð staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 8. júlí 2009.


7.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2009
2009010169
17. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. ágúst 2009:
Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur fram til samþykktar fundargerð yfir fullnaðarafgreiðslur erinda, 260. fundur. Fundargerðin er í 21 liðum, dags. 5. ágúst 2009.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 7. lið fundargerðar bæjarstjórnar 9. júní 2009.
Bæjarráð staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 5. ágúst 2009.


8.          Spítalavegur - Steinatröð - Tónatröð - deiliskipulag - endurskoðun
2008040125
1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 8. júlí 2009:
Endurskoðuð tillaga dags. 3. mars 2009 að deiliskipulagi við Spítalaveg og Steinatröð sem er unnin af Hermanni G. Gunnlaugssyni frá Storð ehf var auglýst þann 20. maí með athugasemdafresti til 1. júlí 2009.  Birtust auglýsingar í Lögbirtingarblaði, staðarblaðinu Dagskránni og á heimasíðu Akureyrarbæjar. Tillagan var til sýnis í Ráðhúsi Akureyrar í 6 vikur.
4 athugasemdir bárust og hefur þeim verið svarað, sjá fundargerð skipulagsnefndar dags. 8. júlí 2009.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 7. lið fundargerðar bæjarstjórnar 9. júní 2009.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar.


9.          Vöru- og fiskihöfn á Oddeyri - breyting - aðstöðuhús við Oddeyrarbryggju
2009040107
1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. ágúst 2009:
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Vöru- og fiskihafnar á Oddeyri unnin af Árna Ólafssyni dags. 16. apríl 2009 sem felst í að hafnarsvæði er stækkað til vesturs við Strandgötu og bætt við lóð og byggingarreit fyrir aðstöðuhús vegna komu skemmtiferðaskipa við Oddeyrarbryggju  var auglýst frá 3. júní til 15. júlí.
Í viðtalstíma bæjarfulltrúa þann 14. maí sl. mætti Jón Einar Jóhannsson kt. 150370-4349 og lýsti áhyggjum sínum að umfangi og starfsemi í húsinu vegna aðila sem væru að sinna ferðamönnum í bænum.
Fleiri athugasemdir bárust ekki.
Samkvæmt upplýsingum frá fulltrúa hafnarstjóra er gert ráð fyrir að rekstur byggingarinnar verði boðinn út og verður því ekki í höndum hafnarstjórnar. Er því um viðskiptahætti á jafnræðisgrundvelli að ræða í eðlilegri samkeppni við aðra hagsmunaðila á svæðinu.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 7. lið fundargerðar bæjarstjórnar 9. júní 2009.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar.


10.          Glerárdalur - breyting á deiliskipulagi akstursíþrótta- og skotfélagssvæðis
2009050147
2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. ágúst 2009:
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi um skiptingu lóðar BA á Glerárdal var auglýst þann 10. júní 2009 með athugasemdafresti til 22. júlí 2009. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Jóhannes Árnason sat hjá við afgreiðslu erindisins.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 7. lið fundargerðar bæjarstjórnar 9. júní 2009.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar.


11.          Valagil 14 - lóðarstækkun
2009070004
3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. ágúst 2009:
Erindi dagsett 26. janúar 2009 þar sem Gígja Björk Valsdóttir, kt. 131070-4469 og Arnar Þór Óskarsson, kt. 310568-5039 sækja um stækkun á lóð sinni nr. 14 við Valagil um 1 metra til norðurs. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var grenndarkynnt frá 2. til 30. júlí 2009. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 7. lið fundargerðar bæjarstjórnar 9. júní 2009.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar.


12.          Skjaldarvík, lagning jarðstrengs um landið
2009080036
18. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. ágúst 2009:
Erindi dagsett 7. ágúst 2009 þar sem Árni Grétar Árnason f.h. Rarik ohf, kt. 520269-2669, óskar eftir leyfi landeiganda fyrir lagningu jarðstrengs í landi Skjaldarvíkur. Leggja á streng frá Garðshorni norðan Akureyrar og inn Hörgárdal að vatnsbóli við Þelamörk. Meðfylgjandi er loftmynd og nánari skýringar í bréfi.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við lagningu jarðstrengs í landi Skjaldarvíkur samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti en vísar málinu til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
Skipulagsnefnd áréttar að ef þörf er á færslu strengsins í framtíðinni vegna framkvæmda á jörðinni telur skipulagsnefnd eðlilegt að sá kostnaður falli á Rarik og leggur því til að þessu ákvæði verði bætt við meðfylgandi samningsdrög.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við lagningu jarðstrengsins en tekur fram að eftir er að skipuleggja land Skjaldarvíkur og komi til þess að færa þurfi jarðstrenginn af skipulagsástæðum þá muni sá kostnaður falla á Rarik.  Bæjarstjóra falið að ganga frá samningnum með þessu ákvæði viðbættu.Fundi slitið.