Bæjarráð

3188. fundur 13. ágúst 2009
Bæjarráð - Fundargerð
3188. fundur
13. ágúst 2009   kl. 09:00 - 11:05
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Björk Jakobsdóttir formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Sigrún Stefánsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Oddur Helgi Halldórsson
Gerður Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
Hermann Jón Tómasson
Karl Guðmundsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna, 149. mál
2009080009
Erindi dags. 4. ágúst 2009 frá Elínu Valdísi Þorsteinsdóttur f.h. allsherjarnefndar Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna, 149. mál, persónukjör.  Óskar nefndin þess að svar berist eigi síðar en 25. ágúst 2009.
Þingskjalið er að finna á slóðinni:  http://www.althingi.is/altext/137/s/0252.html
Lagt fram minnisblað bæjarlögmanns Ingu Þallar Þórgnýsdóttur dags. 11. ágúst 2009 og minnisblað Sigríðar Stefánsdóttur dags. 12. ágúst 2009.
Inga Þöll og Sigríður sátu  fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og bæjarlögmanni að vinna drög að umsögn Akureyrarbæjar í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir næsta fund ráðsins.
Bæjarráð óskar jafnframt eftir umsögn kjörstjórnar Akureyrar um frumvarpið.


2.          Sandgerðisbót - deiliskipulag - endurskoðun
2008120048
3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 8. júlí 2009:
Tillaga að endurskoðuðu deiliskipulagi í Sandgerðisbót var auglýst frá 25. mars til 6. maí 2009 í Lögbirtingablaðinu, staðarblaðinu Dagskránni, Vikudegi og Fréttablaðinu.
Tvær athugasemdir bárust.
1) Stefán Örn Steinþórsson, Sæborg, dags. 29. apríl 2009.
Gerir athugasemd við hraðahindrun  á Óseyri sem hann telur óþarfa.
2) Hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis, dags. 6. maí 2009.
a) Deiliskipulagið býður ekki upp á næga möguleika varðandi útivist á svæðinu sem nýttist almenningi. Setsvæði eða torg með bekkjum vantar.
b) Lega og hönnun göngustígs meðfram Glerá fellur illa að því að hann nýtist sem útivistarstígur. Lagt er til að leggja stíginn nær ánni og í sveigum.
Viðræður við eigendur Eyrar vegna afmörkunar lóðar fór fram á athugasemdartíma. Samkomulag var gert við eigendur um afmörkun sem færð var inn á uppdrátt eftir auglýsingartímann.
Svör við athugasemdum:
1) Skipulagsnefnd fellst á að hraðahindrunin verði felld út.
2a) Í tillögunni er gert ráð fyrir neti göngustíga meðfram hafnarlægi þar sem hægt væri að koma fyrir bekkjum. Athugasemdinni er vísað til framkvæmdadeildar til útfærslu og Hafnasamlags Norðurlands.

2b) Tekið er tillit til athugasemdarinnar. Einnig verði gerð breyting á legu göngustígs frá Bárufelli að Eyri.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 7. lið fundargerðar bæjarstjórnar 9. júní 2009.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar.


3.          AFS - fyrirspurn um áframhaldandi stuðning sveitarfélagsins
2009070049
Erindi dags. 20. júlí 2009 frá AFS á Íslandi þar sem þakkað er fyrir stuðning á síðustu árum og óskað eftir áframhaldandi stuðningi.
Bæjarráð felur íþróttafulltrúa að svara erindinu.


4.          Landsmót UMFÍ 2009 - þakkarbréf
2007020074
Lagt fram þakkarbréf dags. 29. júlí 2009 frá Landsmótsnefnd UMFÍ 2009.
Lagt fram til kynningar.


5.          Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2009
2009050054
Lagt fram yfirlit um rekstur aðalsjóðs janúar til júní 2009.
Lagt fram til kynningar.Fundi slitið.