Bæjarráð

3187. fundur 23. júlí 2009
Bæjarráð - Fundargerð
3187. fundur
23. júlí 2009   kl. 09:00 - 10:30
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Stefánsdóttir varaformaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Oddur Helgi Halldórsson
Gerður Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
Dan Jens Brynjarsson
Hermann Jón Tómasson
Brynja Björk Pálsdóttir fundarritari
1.          Verslunarmannahelgin 2009
2009030075
Erindi dags. 16. júlí 2009 frá Arinbirni Þórarinssyni, Davíð Rúnari Gunnarssyni og Guðmundi Karli Tryggvasyni f.h. Vina Akureyrar þar sem óskað er eftir að opnunartími skemmtistaða verði lengdur um verslunarmannahelgina, einnig er óskað eftir leyfi til að efna til unglingaskemmtana á Oddvitanum á laugardags- og sunnudagskvöldi frá kl. 23:00 til 03:00 bæði kvöldin. Gert er ráð fyrir því að boðið verði upp á strætisvagnaferðir heim strax að skemmtunum loknum líkt og verið hefur.
Einnig lagt fram bréf dags. 20. júlí 2009 frá Tryggva Marinóssyni f.h. stjórnar Hamra er varðar rekstur tjaldsvæða um verslunarmannahelgina.
Margrét Blöndal mætti á fundinn.
Bæjarráð þakkar Margréti Blöndal fyrir kynningu á dagskrá hátíðarinnar.
Bæjarráð samþykkir beiðni um lengri opnunartíma skemmtistaða um helgina með þeirri breytingu að lengri opnunartími verði til kl. 05:00 og veitir leyfi til að efna til unglingaskemmtana á laugardags- og sunnudagskvöldi með 3 samhljóða atkvæðum.
Hjalti Jón Sveinsson sat hjá við afgreiðslu.
Elín Margrét Hallgrímsdóttir greiddi atkvæði á móti afgreiðslunni.
       
Elín Margrét Hallgrímsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Ég tel ekki ástæðu til að lengja opnunartíma skemmtistaða frá því sem nú er eða til kl. 04 að nóttu, einnig tel ég að unglingadansleikjum ætti að ljúka fyrr en kl. 03 að nóttu þegar líklegt er að skemmtanahald standi sem hæst í bænum."

2.          Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2009
2009050054
Lagt fram yfirlit um rekstur aðalsjóðs janúar til maí 2009.
Lagt fram til kynningar.


3.          Undirbúningsnefnd borgarafunda - umsókn um styrk 2009
2009040082
Umsókn dags. 22. apríl 2009 frá Sóleyju Björk Stefánsdóttur f.h. undirbúningsnefndar borgarafunda þar sem sótt er um styrk að upphæð kr. 330.000 vegna kostnaðar af fundarhöldum.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
Baldvin H. Sigurðsson sat hjá við afgreiðslu.


4.          Myndlistaskólinn á Akureyri - ársreikningur 2008
2009070033
Lagður fram ársreikningur Myndlistaskólans á Akureyri fyrir árið 2008.
Lagt fram til kynningar.


5.          Melasíða 3J
2009070038
Lagt fram kauptilboð í Melasíðu 3j.
Bæjarráð samþykkir kauptilboðið og að íbúðinni verði breytt í leiguíbúð.


6.          Heimaþjónusta - reglur 2009
2009070028
5. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 16. júlí 2009:
Fyrir fundinum lá tillaga að nýjum reglum fyrir heimaþjónustu. Reglurnar eru mun ítarlegri en fyrri reglur og hafa verklagsreglur nú verið fléttaðar inn í reglurnar í þeim tilgangi að verklag og forgangsröðun verði aðgengilegri og skýrari fyrir umsækjendur.
Félagsmálaráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til bæjarráðs.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 7. lið fundargerðar bæjarstjórnar 9. júní 2009.
Bæjarráð samþykkir tillögu að nýjum reglum fyrir heimaþjónustu.


7.          Heimaþjónusta - gjaldskrá 2009
2009070030
6. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 16. júlí 2009:
Fyrir lá tillaga að nýrri gjaldskrá fyrir heimaþjónustu. Um er að ræða breytingu bæði á gjaldi og uppbyggingu gjaldskrárinnar. Tekjutenging er að mestu afnumin en eftir sem áður eru þeir undanþegnir gjaldi sem eingöngu hafa tekjur frá TR eða sambærilegar tekjur. Gert er ráð fyrir að gjald hækki  í 1000 krónur en gjaldið er nú 439 - 879 krónur fyrir hvern tíma. Hins vegar er í tillögunni gert ráð fyrir að einungis sé innheimt fyrir aðstoð við heimilisverk og aldrei meira en fyrir tvo tíma á viku. Skv. núgildandi gjaldskrá er innheimt  fyrir allt að 10 tíma á viku. Ný gjaldskrá mun því hækka gjald þeirra sem einungis þurfa litla þjónustu við almenn heimilisverk en lækka gjald þeirra sem þurfa umfangsmikla aðstoð við eigin umsjá.
Félagsmálaráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til bæjarráðs.
Geir Hólmarsson sat hjá við afgreiðsluna.
Bæjarráð samþykkir tillögu að nýrri gjaldskrá fyrir heimaþjónustu.
Oddur Helgi Halldórsson sat hjá við afgreiðslu.
       
Gerður Jónsdóttir óskar bókað:
"Ég lýsi áhyggjum mínum af gjaldskrárhækkunum í heimaþjónustu Akureyrarbæjar sem kemur niður á þeim sem nýta sér hreingerningaþjónustu."


8.          Austurvegur, Eyjabyggð og Búðartangi - deiliskipulag
2009050068
2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 8. júlí 2009:
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi við Austurveg, Eyjabyggð og Búðartanga í Hrísey var auglýst frá 20. maí til 1. júlí 2009. Birtust auglýsingar í Lögbirtingarblaði, staðarblaðinu Dagskránni og á heimasíðu Akureyrar. Tillagan var til sýnis í Ráðhúsi Akureyrar og í versluninni Eyjabúðinni í Hrísey í 6 vikur. Tvær athugasemdir bárust:
1) Sigurður Sigmannsson f.h. eiganda Austurvegar 14, Hrísey. dags. 29. júní 2009.
a) Farið er fram á að húsið við Búðartanga 2A verði ekki hærra en það sem stóð þar áður.
b) Lagt er til að lóðamörkin milli Búðartanga 2A og Austurvegar 14 verði löguð og dregin bein lína þar á milli.
2) Ragný Þóra Guðjohnsen og Jóhannes Kári Kristinsson, Búðartanga 4 Hrísey og Steinási 13 Garðabæ, dags. 30 júní 2009.
a) Mótmæla grein 2.6 í skipulaginu. Flotbryggja og aðstöðuhús mun valda mikilli truflun í Búðartanga 4 og óljóst sé um aðkomu að þeim og viðhald. Óæskilegt að hrófla við fjörunni vegna fjölbreytts lífríkis.
b) Mótmæla lagningu varnargarðs yfir klappir við Búðartanga 4 vegna lífríkis á svæðinu. Lagt er til að varnargarðurinn nái að lóðamörkunum.
c) Óskað er eftir teikningum af húsinu sem á að rísa á Búðartanga 2A til að hægt sé að gera formlegar athugasemdir við deiliskipulagsbreytinguna.
d) Óskað er eftir upplýsingum um nákvæm lóðamörk til að hægt sé að semja um lausn og frágang þeirra.
Óskað var eftir umsögn Fornleifaverndar ríkisins og barst svar 29. júní 2009.
Ekki er gerð athugsemd við tillöguna en minnt er á að ekki megi raska 20 m svæði frá fornleifum. Gerð var undantekning á þessu þegar umsögn var gerð við núgildandi skipulag. Ekki verður heimilt að raska svæðinu næst bæjarhólnum meira en þegar er orðið nema Fornleifaverndin veiti slíkt leyfi.
Svar við athugasemdum:
1a) Skipulagsnefnd fellst á að nýbygging verði ekki hærri en það hús sem stóð fyrir á lóðinni og leggur til að gólfkóti fyrirhugaðs húss verði 20 cm fyrir neðan efsta hluta sjóvarnargarðskóta sem áætlaður er 5,3 m og að hámarkshæð hússins verði ekki meiri en 4 m.
Skipulagsnefnd leggur til að bætt verði í greinargerð skýringarmynd sem sýnir sneiðingu í sjóvarnargarð og fyrirhugað hús þar sem fyrrnefndir kótar verði færðir inn.
1b) Skipulagsnefnd fellst ekki á að lóð nr. 2A við Búðartanga verði minnkuð að vestanverðu þar sem samþykki beggja eiganda liggur ekki fyrir og aðkoma að lóðinni Búðartanga 2A gæti rýrnað.
2a) Umrædd flotbryggja hefur verið á samþykktu deiliskipulagi frá 2002 og var hugsuð m.a. sem aðstaða fyrir fyrirhugaða íbúa Búðartanga sem og aðra íbúa Hríseyjar sem komast vilja í snertingu við sjóinn á minni bátum frá þessu svæði. Skipulagsnefnd telur að umfang flotbryggjunnar raski ekki fuglalífi svæðisins og fellst því ekki á athugasemdina. Aðkoma að flotbryggjunni er um göngustíg á milli lóðanna Búðartanga 2A og 4.
2b) Siglingastofnun metur og hannar varnir gegn landbroti og umfang sjóvarnargarða þar sem það á við. Í þessu tilviki metur Siglingastofnun að sjóvarnargarðurinn þurfi að vera 100 m langur og skuli liggja til austurs út frá núverandi sjóvarnargarði svo að hagsmunir eiganda eigna á svæðinu verði tryggðir vegna brims og öldugangs.
Skipulagsnefnd hefur engar forsendur aðrar en samþykktar áætlanir Siglingastofnunar fyrir umfanginu sem nú þegar er búið að gefa framkvæmdaleyfi fyrir. Skipulagsnefnd getur því ekki orðið við athugasemdinni.
2c) Athugasemdin á ekki við þar sem um deiliskipulagstillögu er að ræða og ekki liggja fyrir á þessu stigi aðalteikningar af húsinu. Deiliskipulagstillagan tekur hins vegar á umfangi, stærð og hæð húss. Sjá nánar lið nr. 1a)
2d) Upplýsingar um staðsetningu lóðarmarka er að finna á deiliskipulagsuppdrættinum en bent skal á að gefinn verður út lóðarsamningur við staðfestingu deiliskipulagsins þar sem nákvæm hnitamörk lóðanna verða skilgreind. Einnig liggur nú þegar fyrir mæliblað og samþykkt teikning af húsinu Búðartangi 4 þar sem fram koma hæðir á lóðarmörkum lóðarinnar.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 7. lið fundargerðar bæjarstjórnar 9. júní 2009.
Bæjarráð samþykkir deiliskipulagstillöguna og felur skipulagsstjóra að annast gildistöku hennar.Fundi slitið.