Bæjarráð

3186. fundur 16. júlí 2009
Bæjarráð - Fundargerð
3186. fundur
16. júlí 2009   kl. 09:00 - 11:42
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Björk Jakobsdóttir formaður
Hjalti Jón Sveinsson
Sigrún Stefánsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Oddur Helgi Halldórsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason áheyrnarfulltrúi
Dan Jens Brynjarsson
Hermann Jón Tómasson
Brynja Björk Pálsdóttir fundarritari
1.          Kjaraviðræður
2009070031
Starfsmannastjóri mætti á fundinn og skýrði frá kjaraviðræðum LN og stéttarfélaganna og áhrifum þeirra á rekstur Akureyrarbæjar.
Bæjarráð þakkar Höllu Margréti fyrir upplýsingarnar.
Kostnaðaráætlun gerir ráð fyrir hækkun launakostnaðar á ársgrundvelli hjá Akureyrarbæ þegar samningarnir eru að fullu komnir til framkvæmda sem nemur 180 milljónum á ári.  Þar af er áætlað að falli til á þessu ári kr. 47 milljónir.


2.          AFE verkefni framundan
2009010168
Magnús Þór Ásgeirsson framkvæmdastjóri AFE kom á fundinn og gerði grein fyrir  helstu verkefnum AFE.
Bæjarráð þakkar Magnúsi Þór Ásgeirssyni fyrir yfirferðina á helstu verkefnum sem framundan eru hjá AFE.


3.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2009
2009010169
12. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 8. júlí 2009:
Skipulagsstjóri lagði fram til samþykktar fundargerð 257. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 8 liðum, dags. 24. júní 2009.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 7. lið fundargerðar bæjarstjórnar 9. júní 2009.
Bæjarráð staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 24. júní 2009.


4.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2009
2009010169
13. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 8. júlí 2009:
Skipulagsstjóri lagði fram til samþykktar fundargerð 258. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 8 liðum, dags. 1. júlí 2009.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 7. lið fundargerðar bæjarstjórnar 9. júní 2009.
Bæjarráð staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 1. júlí 2009.


5.          Breiðholt - breyting á deiliskipulagi
2009070023
4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 8. júlí 2009:
Erindi dags. 8. maí 2009 þar sem Halldór Gunnarsson, kt. 080243-2359 og Dagbjartur G. Halldórsson, kt. 140562-5059, óska eftir að lóðamörkum lóðarinnar Fluguborgar 5  og Faxaborgar 10 verði breytt og að markaður verði byggingarreitur fyrir viðbyggingu við hesthús á lóðinni Fluguborg 5.  Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi dags. 23. júní 2009 unnin af Ágústi Hafsteinssyni.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 7. lið fundargerðar bæjarstjórnar 9. júní 2009.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar um að deiliskipulagstillagan verði auglýst.


6.          Klettaborg 5 - grenndarkynning vegna deiliskipulagsbreytingar
2009060011
5. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 8. júlí 2009:
Erindi dags. 2. júní 2009 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Árna Grétars Árnasonar, kt. 080566-3449 og Bjarkar Traustadóttur, kt. 310564-3389 lagði inn tillögu að deiliskipulagsbreytingu vegna lóðarstækkunar fyrir Klettaborg 5 var grenndarkynnt sbr. bókun nefndarinnar 27. maí 2009 (BN090079) frá 3. júní til 1. júlí 2009. Engin athugasemd barst.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 7. lið fundargerðar bæjarstjórnar 9. júní 2009.
Bæjarráð samþykkir deiliskipulagstillöguna og skipulagsstjóra verði falið að annast gildistöku hennar.


7.          Northern Forum - árgjald 2009
2009010218
Lagður fram tölvupóstur dags. 7. júlí 2009 frá Priscillu Wohl varðandi árgjald Northern Forum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir undanþágu frá greiðslu árgjalds til NF samtakanna fyrir árin 2009 og 2010.


8.          Eyþing - aðalfundur 2009
2009070017
Erindi dags. 3. júlí  2009 frá Eyþingi þar sem boðað er til aðalfundar Eyþings dagana 25.- 26. september 2009 í Mývatnssveit.
Lagt fram til kynningar.


9.          Vaðlaheiðargöng
2009070035
Bæjarráð leggur áherslu á mikilvægi Vaðlaheiðarganga fyrir norðausturland. Í minnisblaði með nýgerðum stöðugleikasáttmála er gert ráð fyrir mögulegum verkefnum í einkaframkvæmd að upphæð 129 milljarðar að mestu leyti á höfuðborgarsvæðinu. Af þeirri tölu eru aðeins 7 milljarðar áætlaðir í Vaðlaheiðargöng.
Ákvörðun um að ráðast í gerð Vaðlaheiðarganga mun ekki breyta neinu um það hvort eða hvenær verður ráðist í þær framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu sem tilgreindar eru á áðurnefndu minnisblaði.

10.          Ráðningarsamningur við bæjarstjóra
2009060015
Lagður fram ráðningarsamningur við bæjarstjóra Hermann Jón Tómasson.
Bæjarstjóri vék af fundi við afgreiðslu á þessum lið.
Bæjarráð samþykkir ráðningarsamninginn með 4 atkvæðum.
Bæjarfulltrúi Oddur Helgi Halldórsson sat hjá við afgreiðslu.


11.          Önnur mál
2009010001
Landsmót UMFÍ.
 Bæjarráð lýsir ánægju sinni með afar vel heppnað landsmót og færir stjórn UMFÍ, landsmótsnefnd og öllum þeim sem komu að undirbúningi og framkvæmd mótsins sínar bestu þakkir.Fundi slitið.