Bæjarráð

3185. fundur 02. júlí 2009
Bæjarráð - Fundargerð
3185. fundur
2. júlí 2009   kl. 09:00 - 11:40
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Björk Jakobsdóttir formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Sigrún Stefánsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Víðir Benediktsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason áheyrnarfulltrúi
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Bíladagar - samantekt
2009060157
Hulda Sif Hermannsdóttir verkefnastjóri viðburða- og menningarmála mætti á fundinn og fór yfir málið.
Bæjarráð þakkar Huldu Sif yfirferðina yfir framkvæmd Bíladaga 2009 og leggur áherslu  á að Akureyrarstofa verði  áfram í góðu samstarfi við hagsmunaaðila við undirbúning næstu hátíðar.


2.          Kjarnagata - uppgröftur
2009050004
Erindi dags. 22. júní 2009 frá 11 íbúum við Mýrartún á Akureyri þar sem þess er krafist að jarðvegshaugar við Kjarnagötu 25-39 verði fjarlægðir ásamt byggingareiningum sem standa á lóð Kjarnagötu 25-39. Einnig er bent á að göngustígur sem liggur að biðstöð SVA í Kjarnagötu sé erfiður yfirferðar og að mestu ófær á vetrum.
Skipulagsstjóri Pétur Bolli Jóhannesson sat fundinn  undir þessum lið.
Bæjarstjóra ásamt skipulagsstjóra falin frekari úrvinnsla málsins og að svara bréfriturum.


3.          Hjarðarholt - fyrirspurn
2009040110
Erindi dags. 28. apríl 2009 frá Kára Steingrímssyni og Ingibjörgu Helgu Þórhallsdóttur þar sem þau spyrjast fyrir um áhuga bæjarins á kaupum á eigninni Hjarðarholti í tengslum við þéttingu byggðar.
Bæjarráð telur ekki ástæðu til að kaupa Hjarðarholt af skipulagssástæðum.
Víðir Benediktsson sat hjá við afgreiðslu og óskaði bókað að hann teldi rétt að skoða málið betur.


4.          Skarðshlíð - íþróttasvæði Þórs - deiliskipulag norðan Skarðshlíðar
2009020094
1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 24. júní 2009:
Tillaga að deiliskipulagi á íþróttasvæði norðan Skarðshlíðar austan Litluhlíðar var auglýst frá 4. mars til 15. apríl 2009.
2 athugasemdir bárust:
1) Fasteignum Akureyrarbæjar dags. 5. mars 2009.
Óskað er eftir að byggingarreitur fyrir geymslu (max 20 fm) verði settur inn á deiliskipulag.
2) Hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis dags. 11. mars 2009.
Óskað er eftir því að girðing kringum æfingasvæðið verði staðsett í minnst 2m fjarlægð frá gangstétt. Einnig að aspir meðfram Skarðshlíðinni fái að standa og að plantað verði limgerði meðfram girðingunni að utanverðu.
Skipulagsnefnd samþykkir að byggingarreitur fyrir geymslu (max 20 fm) verði settur inn á deiliskipulagsuppdrátt. Einnig er tekið undir óskir hverfisnefndar um að girðing verði færð frá gangstétt um 2 m og kvöð sett á lóðarhafa um gróður meðfram henni.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 7. lið fundargerðar bæjarstjórnar 9. júní 2009.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar.


5.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2009
2009010169
9. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 24. júní 2009:
Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur fram til samþykktar fundargerð yfir fullnaðarafgreiðslur erinda, 255. fundur. Fundargerðin er í 8 liðum, dags. 10. júní 2009.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 7. lið fundargerðar bæjarstjórnar 9. júní 2009.
Bæjarráð staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 10. júní 2009.


6.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2009
2009010169
10. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 24. júní 2009:
Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur fram til samþykktar fundargerð yfir fullnaðarafgreiðslur erinda, 256. fundur. Fundargerðin er í 8 liðum, dags. 18. júní 2009.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 7. lið fundargerðar bæjarstjórnar 9. júní 2009.
Bæjarráð staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 18. júní 2009.


7.          Meistarafélag byggingamanna á Norðurlandi - staða byggingariðnaðarins
2008100040
Erindi dags. 22. júní 2009 frá Stefáni Jónssyni f.h. Meistarafélags byggingamanna á Norðurlandi þar sem hann hvetur meðal annars til þess að bæjarfélagið forgangsraði verkefnum með tilliti til atvinnusköpunar.
Lagt fram til kynningar.


8.          Greið leið ehf - aðalfundur 2009
2009060123
Aðalfundur Greiðrar leiðar ehf var haldinn þann 30. júní sl. Sigrún Björk Jakobsdóttir var fulltrúi Akureyrarbæjar á fundinum.
Sigrún Björk greindi frá aðalfundi félagsins.


9.          Loftslagsráðstefna í Lahti - 2009
2009040033
Erindi dags. 22. júní 2009 frá Lahti þar sem boðað er til loftslagsráðstefnu sem haldin verður í Lahti í Finnlandi dagana 26.- 28. ágúst 2009. Áður á dagskrá bæjarráðs 16. apríl sl. og á dagskrá umhverfisnefndar 14. maí sl.
Bæjarráð samþykkir að Akureyrarbær muni ekki senda fulltrúa á ráðstefnuna að þessu sinni.


10.          Northern Forum - 9th General Assembly
2009060137
Tölvupóstur dags. 27. maí 2009 frá Arina Purcella þar sem tilkynnt er að 9. allsherjaþing Northern Forum verði haldið í Whitehorse, Yukon í Kanada dagana 1.- 3. september nk.
Bæjarráð samþykkir að Akureyrarbær muni ekki senda fulltrúa á ársfund NF samtakanna að þessu sinni.


11.          TV einingar - úthlutun haustið 2009
2009060117
2. liður í fundargerð kjarasamninganefndar dags. 18. júní 2009:
Í ljósi aðstæðna leggur kjarasamninganefnd til að ekki verði úthlutað TV einingum vegna verkefna og hæfni haustið 2009.
Bæjarráð samþykkir tillögu kjarasamninganefndar.


12.          Byggðakvóti handa Hrísey - fiskveiðiárið 2008-2009
2009020149
Erindi dags. 26. júní 2009 frá Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu þar sem tilkynnt er um úthlutaðan byggðakvóta, 24 þorskígildistonn, vegna Hríseyjar á fiskveiðiárinu 2008-2009.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.


13.          Evrópumót í skák - styrkbeiðni
2009060147
Erindi dags. 26. júní 2009 frá Maríu Stefánsdóttur þar sem óskað er eftir ferðastyrk vegna fylgdarmanns Jóns Kristins Þorgeirssonar keppanda í Evrópumóti í skák, en keppnin verður á Ítalíu 30. ágúst til 10. september nk.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.


14.          Héraðsnefnd Eyjarfjarðar - ársreikningur 2008
2009060143
Erindi dags. 12. júní 2009 frá Valtý Sigurbjarnarsyni framkvæmdastjóra Héraðsnefndar Eyjafjarðar þar sem hann óskar eftir að ársreikningur Héraðsnefndar Eyjarfjarðar verði staðfestur.
Bæjarráð staðfestir  ársreikning Héraðsnefndar Eyjafjarðar fyrir árið 2008.


15.          Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur janúar-apríl 2009
2009050054
Á fundi sínum þann 4. júní sl. fól bæjarráð hagsýslustjóra Jóni Braga Gunnarssyni að óska eftir upplýsingum frá deildum og stofnunum um það til hvaða aðgerða þær hyggjast grípa til þess að halda sig innan samþykktra fjárheimilda ársins.
Hagsýslustjóri fór yfir málið.
Bæjarráð þakkar yfirferðina og svör frá stjórnendum. Stjórnendur Akureyrarbæjar eru brýndir til að vera vel vakandi yfir rekstrinum og koma í veg fyrir frávik frá áætlun.
Hagsýslustjóra falið að funda með viðkomandi stjórnendum um álitamál.
Í september nk. verður farið yfir stöðu mála að nýju og árangur af þeim aðgerðum sem kynntar voru.


16.  Stöðugleikasáttmáli milli ríkisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og aðila vinnumarkaðarins
2009060151
Fjallað um nýgerðan stöðugleikasáttmála milli ríkisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og aðila vinnumarkaðarins. Hagsýslustjóri Jón Bragi Gunnarsson greindi frá áhrifum sáttmálans á rekstur Akureyrarbæjar.
Stöðugleikasáttmálinn var lagður fram til kynningar.
Hagsýslustjóri fór yfir áhrif af nýjum lagafrumvörpum ríkisstjórnarinnar á rekstur Akureyrarbæjar. Jafnframt var lögð  fram bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26. júní sl.Fundi slitið.