Bæjarráð

3184. fundur 18. júní 2009
Bæjarráð - Fundargerð
3184. fundur
18. júní 2009   kl. 09:00 - 10:15
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Stefánsdóttir varaformaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Víðir Benediktsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason áheyrnarfulltrúi
Hermann Jón Tómasson
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari1.          Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur janúar-apríl 2009
2009050054
Fyrir lá yfirlit um rekstur aðalsjóðs janúar til apríl 2009.
Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar mætti á fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Guðrúnu fyrir komuna á fundinn.


2.          Stapi lífeyrissjóður - ársfundur 2009
2009050011
Lögð fram fundargerð ársfundar Stapa lífeyrisjóðs dags. 28. maí 2009 ásamt ársskýrslu 2008.
Lagt fram til kynningar.


3.          Tjaldsvæðið við Þórunnarstræti - samkomulag
2009060108
Lagt fram til kynningar samkomulag dags. 12. júní 2009 milli Skátafélagsins Klakks, Bílaklúbbs Akureyrar og Akureyrarbæjar vegna afnota á tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti dagana 16.- 21. júní 2009.
Einnig lögð fram til kynningar drög að samkomulagi um samvinnu við rekstur á tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti um bíladaga 16.- 21. júní 2009 milli Hamra - útilífs- og umhverfismiðstöðvar skáta og Bílaklúbbs Akureyrar.
Lagt fram til kynningar.


4.          Þroskahjálp á Norðurlandi - ályktun aðalfundar 2009
2009060101
Lögð fram ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Þroskahjálpar á Norðurlandi eystra 19. maí 2009.
Lagt fram til kynningar.


5.          Ráðhústorg - þökulagning sumarið 2009
2009060115
Erindi dags. 16. júní 2009 frá Sigurði Guðmundssyni verslunarmanni f.h. áhugafólks um eflingu miðbæjarins á Akureyri þar sem þess er farið á leit við Akureyrarbæ að hann heimili og aðstoði við að þökuleggja Ráðhústorgið sumarið 2009.
Bæjarráð tekur vel í erindið og felur bæjarstjóra að ganga frá málinu.

Fundi slitið.